Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Í HJARTA HRÓA HATTAR

    ágú 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    hróihöttur stór1

    Í þessari nýju sýningu úr smiðju Vesturports, Þjóðleikhússins og Royal Shakespeare Company ræna Hrói höttur og hinir miskunnarlausu liðsmenn hans hvern þann sem vogar sér inn í Skírisskóg, án þess að gefa nokkuð til hinna fátæku. Hér er það hin hugrakka Maríanna sem þarf að berjast fyrir réttlætinu og takast á við hin myrku öfl, en Jóhann prins þjakar almenning með ofbeldi og nýjum og hærri sköttum, og ætlar sér að leggja allt ríkið undir sig. Hrói getur lært sitthvað af Maríönnu um hvað það er að vera raunveruleg hetja, því án hennar verður landinu steypt í glötun.

    Það er glæsilegur leikhópur sem kemur saman í þessari ævintýrasýningu í Þjóðleikhúsinu. Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, sem hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin, hefur samið nýja tónlist fyrir sýninguna og flytur hana ásamt hljómsveit á sviðinu.

    Gleymdu öllu því sem þú þykist vita um Hróa hött! – Hér er goðsögunni um þennan fræga útlaga snúið á hvolf í þessari leiksýningu, sem hefur nú þegar slegið í gegn beggja vegna Atlantshafsins.

    Improv Ísland á Menningarnótt

    ágú 20, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    improv-mynd stór

    Improv Ísland sýnir sextán spunasýningar í röð á átta klukkutímum í Þjóðleikhúskjallaranum á Menningarnótt. Á hálftíma-fresti verður ný sýning búin til og sú sýning verður aldrei aftur endurtekin.

    Á hverri sýningu verður endurraðað í leikhópinn og unnið með ólík lang-spunaform eins og Haraldinn, Söngleik spunnin á staðnum (við undirleik Karls Olgeirssonar ) og Martröð leikarans með sérstökum gestum úr leikhúsum landsins.

    Leikhópurinn Improv Ísland stendur að viðburðinum og endurtekur leikinn frá því síðustu Menningarnótt þegar færri komust að en vildu og því er lengd spuna-maraþonsins tvöfölduð frá því í fyrra.

    Leikhópurinn á Menningarnótt samanstendur af í kringum 40 spunaleikurum sem hafa æft og sýnt langspuna síðustu misseri undir leiðsögn Dóru Jóhannsdóttur en hún hefur lært aðferðina síðustu ár hjá Upright Citizen´s Brigade (UCB) í New York.

    Act Alone

    júl 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    act alone stór

    Leiklistarhátíðin ACT ALONE er haldin árlega í sjávarþorpinu Suðureyri aðra helgina í ágúst. ACT ALONE er helguð einleikjum og er meðal fárra slíkra í heiminum sem helga sig þessu sérstaka leikhúsformi. Það er ekki eina sérkenni hátíðarinnar því frá upphafi hefur verið ókeypis á ACT ALONE og gefst því fólki frábært tækifæri á að komast frítt í leikhús og um leið að kynna sér þetta sérstaka leikhúsform.

    Upphafið að ACT ALONE hátíðinni er stutt og einleikin saga en ævintýrið hefur þó heldur betur verið skrautlegt. Það var í byrjun maí 2004 sem einleikarinn Elfar Logi fékk þá flugu í höfuðið að halda einleikjahátíð á Ísafirði. Hann hafði þá sjálfur leikið í nokkrum einleikjum hjá Kómedíuleikhúsinu. Nú einsog allir vita þá eru Vestfirðingar þekktir fyrir að vera furðufuglar og skjótir til verka. Nokkrum símtölum síðar og ýmiskonar reddingum og pælingum, nánar tiltekið mánuði síðar, var haldin einleikjahátíð á Ísafirði. Hátíðin var haldin í lok júní í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði. Á dagskránni voru þrír íslenskir einleikir og einnig var haldin fyrirlestur um einleiksformið. Hátíðin heppnaðist mjög vel og var þegar ákveðið að halda aðra hátíð að ári.

    Önnur ACT ALONE hafði mun viðameiri dagskrá en sú fyrsta en þar voru einir 10 einleikir og þar á meðal var gestaleikur frá Króatíu og að auki voru haldnir fyrirlestrar. Kvikmyndafyrirtækið digi-Film á Ísafirði gerði heimildarmynd um hátíðina. Myndin heitir Leikur einn í leikstjórn Jóhannesar Jónssonar og var myndin sýnd í Sjónvarpinu í október árið 2006.

    Þriðja ACT ALONE hátíðin var ekki síður einleikin og glæsileg. Boðið var uppá hvorki fleiri né færri en 13 einleiki, tíu íslenska og þrjá erlenda. Óhætt er að segja að sýningarnar hafi verið mjög ólíkar og fjölbreyttar og gáfu góða mynd af því hve margþætt einleikjaformið er. Erlendu gestir hátíðarinnar voru Ole Brekke, frá Danmörku, Zeljko Vukmirica, frá Króatíu, og Eric Bogosian, frá Bandaríkjunum. Segja má að hápúnktur hátíðarinnar hafi verið koma Bogosian en hann er einn fremsti einleikari síðustu aldar. Tvær nýjungar voru á ACT ALONE 2006. Fyrst ber að nefna leiklistarnámskeið sem Ole og Zeljko stýrðu. Einnig var haldin bókamarkaður þar sem í boði voru ýmiskonar verk er tengjast leiklist.

    Fjórða ACT ALONE hátíðin var mjög vegleg – reyndar var dagskráin svo viðamikil að ákveðið var að bæta einum degi við hátíðina. Enda voru sýningar alls 20 talsins auk þess voru haldin leiklistarnámskeið, málþing og fyrirlestur.

    Fimmta ACT ALONE hátíðin var haldin með miklum bravúr árið 2008 þar sem boðið var uppá fleiri sýningar en nokkru sinni áður eða 24 talsins.

    Sjötta ACT ALONE var haldin á Ísafirði og í Dýrafirði og voru sýningarnar aðeins færri en árið áður eða samtals átta.

    Sjöunda ACT ALONE var aftur haldin bæði á Ísafirði og í Dýrafirði og voru tíu sýningar það árið.

    Áttunda ACT ALONE var haldin á Hrafnseyri og á Ísafirði og voru sýningarnar níu talsins.

    Níunda ACT ALONE var haldin 2012 og það ár var ákveðið að halda hátíðina á Suðureyri um óákveðinn tíma þökk sé gestrisni heimamanna. Auk þess sem við eignuðumst öflugan bakhjarl sem er Fisherman á Suðureyri. Hátíðin var lengd um einn dag og var sýnt frá fimmtudegi til sunnudags. 18 atriði voru í boði það árið.

    Tíunda ACT ALONE var aftur haldin á Suðureyri og var metaðsókn á tíundu hátíðinni. Yfir 2300 sýningargestir komu að sjá 18 atriði og fóru allir sáttir heim.

    Ellefta ACT ALONE var haldin á Suðureyri og enn var metaðsókn á hátíðina. Um 2800 sýningargestir sóttu hátíðina en boðið var uppá 20 einleikna viðburði, leiklist, dans, ritlist, gjörninga, myndlist ofl.

    Stjórn ACT ALONE skipa Jón Viðar Jónsson, Rakel Garðarsdóttir, Rúnar Guðbrandsson, Elías Guðmundsson og Sigurður Pétursson. Listrænn stjórnandi er Elfar Logi Hannesson.

    Fisherman á Suðureyri er bakhjarl Act alone.

    RaTaTam rýfur þögnina

    júl 11, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    RaTaTam

    RaTaTam er nýr leikhópur sem samanstendur af leikurum, bæði nýútskrifuðum sem og reyndum sem höfum hafist handa í að vinna leiksýningu byggða á reynslusögum fólks sem eru aðstandendur, þolendur eða gerendur í heimilisofbeldi.

    Sameiginlegur áhugi fólksins í hópnum um baráttu gegn heimilisofbeldi dró hann saman og vill hópurinn leggja sinn metnað, tíma og kunnáttu í þetta mikilvæga og þarfa verkefni til að rjúfa þá þrúgandi þögn sem ríkir yfir heimilisofbeldi. Hópurinn rannsakar líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn, konum, körlum og börnum, innan veggja heimilisins. Frásagnir gerenda, þolenda og aðstandenda verða þar í brennidepli en í byrjun árs óskuðum við eftir fólki sem tilbúið væri að deila sögu sinni. Á stuttum tíma hefur fjöldinn allur af fólki haft samband við okkur, karlar og konur sem þolendur, gerendur og aðstandendur úr öllum stéttum, stöðum og af báðum kynjum.

    RaTaTam vilja nýta sér aðferð og tækni við leiksýningu sem áður hefur ekki mikið verið notuð á Íslandi. Aðferðin kallast verbatim og virkar þannig í stuttu máli að raunverulegt fólk og frásagnir eru notaðar beint og óritskoðaðar í leiksýningu. Leikarinn líkir eftir öllum smæstu einkennum fólksins sem segja sína sögu t.d rödd, hreyfingum, kækjum og andardrætti til að ná fram sem sönnustu mynd af manneskjunni og hennar reynsluheimi. Sögunum er síðan blandað saman við tækni og tól leikhússins og frekari efnivið sem leikhópurinn sankar að sér í heimildarvinnu um málefnið t.d úr fréttum, rannsóknum, fjölmiðlum og samfélagslegri umræðu. Það mætti því segja að sýningin sé samin bæði af leikhópnum, fólkinu sem deilir sér og sinni sögu og samfélaginu öllu.

    Á þessum stutta tíma sem þau hafa unnið að verkefninu hefur það vakið mikla athygli sem þau telja koma til vegna skorts á umræðu um málefni sem samfélagið hefur þörf á að ræða. Leikhópurinn vonar af öllu hjarta að þið séuð tilbuin að gefa verkefninu meðbyr svo það geti orðið að veruleika og raddir þessa fólks fái að heyrast – RaTaTam vill rjúfa þögnina með ykkar hjálp.

    Áætlaðar sýningar á verkinu verða á leikárinu 2015-2016 og óska þau eftir stuðningi þínum til að halda áfram verkefni okkar fyrir baráttunni gegn heimilisofbeldi.

    Söfnunina má finna hér á Karolina Fund:  https://www.karolinafund.com/project/view/968

     

     

    Billy Elliot sumarnámskeið

    jún 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    billy112Eins og mörgum er kunnugt koma erlendir dansþjálfarar á heimsmælikvarða að undirbúningi sýningarinnar um Billy Elliot sem sýnd er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Borgarleikhúsið langar af því tilefni að bjóða upp á sérstakt söngleikjanámskeið fyrir börn og unglinga, en kennslan verður í höndum sömu kennara og halda utan um alla þá þjálfun sem drengirnir sem leika Billy Elliot fá fyrir hlutverkið. Alls verða haldin þrjú tveggja vikna námskeið fyrir börn á aldrinum 8-14 ára og verður hópunum skipt í tvennt eftir aldri og getu.

    Námskeiðin fara fram í Borgarleikhúsinu, kl. 09:00 – 13:00, dagana 15. – 26. júní (9 virkir dagar), 20. – 31. Júlí (10 virkir dagar) og 4. – 14. ágúst (9 virkir dagar).

    Skráning fer fram á heimasíðu Borgarleikhússins eða með því að hafa samband við móttöku Borgarleikhússins í síma 568-5500. Þátttökugjald er 40.000 kr. fyrir 10 daga námskeið og 36.000 fyrir 9 daga námskeið en allar frekari upplýsingar má nálgast á netfangið billy@borgarleikhus.is

     

    Leikhópurinn Lotta gefur út lag með Sigurjóni Kjartanssyni

    jún 30, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    litlagulahænanFyrir stuttu kom út myndband við Risalagið úr sýningunni Litla gula hænan með Leikhópnum Lottu. Nú þegar hefur myndbandið fengið mikla spilun enda enginn annar en Sigurjón Kjartansson sem fer með hlutverk risans og syngur þar með lagið. Risalagið kom út á nýútkominni plötu hópsins sem ber nafn sýningarinnar – Litla gula hænan. Platan inniheldur allt leikritið auk lögin í sýningunni.

    Risalagið semur enginn annar en gítarleikari Skálmaldar Baldur Ragnarsson en Baldur hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu allt frá stofnun hópsins. Lagið var samið undir miklum HAM áhrifum og langaði hópinn því að kanna hvort að Sigurjón Kjartansson sjálfur væri ekki til í að ljá risanum rödd sína. Hann sló til og er þetta í fyrsta sinn sem Leikhópurinn Lotta fær gestarödd á plötuna sína. Á móti honum syngur Litla gula hænan sem leikin er af Sigsteini Sigurbergssyni og minnir söngur hans um margt á annan söngvara HAM Óttarr Proppé.

    En sjón er sögu ríkari og hlustun lagi líkust svo njótið vel – https://www.youtube.com/watch?v=dbt9KYULwPA

    Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum um allt land í sumar. Þetta er níunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn leikið sér við Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Frumsýnt var í Elliðaárdalnum í Reykjavík miðvikudaginn 27. maí en í framhaldinu ferðast hópurinn með sýninguna og heimsækir yfir 50 staði víðsvegar um landið.

    Höfundur Litlu gulu hænunnar er Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fimmta leikritið sem hún skrifar fyrir hópinn en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið. Textarnir eru allir eftir Baldur Ragnarsson en lögin samdi Baldur ásamt þeim Rósu Ásgeirsdóttur og Birni Thorarensen sem einnig eru í hópnum.

    Miðaverð á sýninguna er 1.900 krónur og ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur er alveg nóg að mæta bara á staðinn. Gott er að klæða sig eftir veðri þar sem sýnt er utandyra. Þá mælir Lotta með því að foreldrar taki myndavélina með þar sem áhorfendur fá að hitta persónurnar úr leikritinu eftir sýningu. Öllum þykir jú gaman að eiga mynd af sér með uppáhalds vini sínum úr Ævintýraskóginum.

    RAKARINN Í SEVILLA Í HAUST

    jún 24, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Söngvarar ra - stór

    Hin vel þekkta gamanópera Rossinis, Rakarinn í Sevilla, er næsta verkefni Íslensku óperunnar og verður frumsýning þann 17. október næstkomandi í Eldborg í Hörpu.

    Með titilhlutverkið, hlutverk rakarans Fígaró, fer baritónsöngvarinn Oddur Arnþór Jónsson sem sló rækilega í gegn í Don Carlo hjá Íslensku óperunni síðastliðið haust og var valinn Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor og var ennfremur á dögunum tilnefndur til Grímunnar sem Söngvari ársins. Í öðrum hlutverkum eru Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo, Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio, Ágúst Ólafsson í hlutverki Fiorello og Valgerður Guðnadóttir í hlutverki Bertu.

    Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir, búninga hannar María Ólafsdóttir og leikmyndahönnuður er Steffen Aarfing. Hljómsveitarstjóri verður Guðmundur Óli Gunnarsson.

    Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember.

     

    Vinningshafar Grímunnar 2015

    jún 17, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    gríman stor

    Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin voru veitt í 13. skiptið við hátíðlega athöfn frá Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld en sýnt var beint frá hátíðinni á RÚV. Kynnar kvöldsins voru þeir bræður Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir. Edda Heiðrún Bachman hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.

     

    Sýning ársins 2015

    Dúkkuheimili

    eftir Henrik Ibsen

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Leikrit ársins 2015 

    Konan við 1000°

    eftir Hallgrím Helgason

    Leikgerð –  Hallgrímur Helgason, Símon Birgisson og Una Þorleifsdóttir

    Í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    Leikstjóri ársins 2015 

    Harpa Arnardóttir

    fyrir Dúkkuheimili

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Leikari ársins 2015 í aðalhlutverki

    Þór Tulinius

    fyrir Endatafl

    í sviðsetningu leikhópsins Svipir og Tjarnarbíós

     

    Leikkona ársins 2015 í aðalhlutverki

    Unnur Ösp Stefánsdóttir

    fyrir Dúkkuheimili

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Leikari ársins 2015 í aukahlutverki

    Ólafur Egill Egilsson

    fyrir Sjálfstætt fólk

    í sviðsetningu Þjóðleikhússins

     

    Leikkona ársins 2015  í aukahlutverki

    Halldóra Geirharðsdóttir

    fyrir Billy Elliott

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Leikmynd ársins 2015 

    Ilmur Stefánsdóttir

    fyrir Dúkkuheimili

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Búningar ársins 2015 

    Filippía I. Elísdóttir

    fyrir Dúkkuheimili

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Lýsing ársins 2015

    Björn Bergsteinn Guðmundsson

    fyrir Dúkkuheimili

    í sviðsetningu Borgarleikhússins

     

    Tónlist ársins 2015 

    Ben Frost

    fyrir Black Marrow

    í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

     

    Hljóðmynd ársins 2015 

    Eggert Pálsson og Kristján Einarsson

    fyrir Ofsa

    í sviðsetningu Aldrei óstelandi og Þjóðleikhússins

     

    Söngvari ársins 2015

    Kristinn Sigmundsson

    fyrir Don Carlo

    í sviðsetningu Íslensku óperunnar

     

    Dansari ársins 2015 

    Þyri Huld Árnadóttir

    fyrir Sin

    í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

     

    Danshöfundur ársins 2015 

    Damien Jalet

    fyrir Les Médusées

    í sviðsetningu Íslenska dansflokksins

     

    Útvarpsverk ársins 2015 

    Blinda konan og þjónninn

    eftir Sigurð Pálsson

    Leikstjórn – Kristín Jóhannesdóttir

    Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins – RÚV

     

    Sproti ársins 2015

    Tíu fingur

    fyrir Lífið – stórskemmtilegt drullumall

    eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

    í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur

     

    Barnasýning ársins 2015

    Lífið – stórskemmtilegt drullumall

    eftir Helgu Arnalds, Charlotte Böving, Sólveigu Guðmundsdóttur og Svein Ólaf Gunnarsson

    í sviðsetningu leikhússins Tíu fingur

     

    Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2015

    Edda Heiðrún Backman

     

    Miðar til sölu á Grímuna!

    jún 11, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    gríman storÍ ár er fyrsta skipti hægt að kaupa miða á Grímuna.

    Uppskeruhátíð sviðslistanna, Gríman 2015, verður haldin í 13. sinn með pompi og prakt 16. júní nk. á stóra sviði Borgarleikhússins. Mikið verður um dýrðir þetta kvöldið þar sem sviðslistafólk safnast saman til að skemmta sér og öðrum og gleðjast yfir undangengnu leikári.

    Kynnar kvöldsins eru þeir bræður Kjartan og Árni Pétur Guðjónsson en þeir munu fá góða gesti á svið til sín og halda uppi stuðinu með gríni og glens. Fjöldi skemmtiatriða er á dagskrá svo ekki missa af þessum einstaka viðburði.

    Íslenski dansflokkurinn með 11 tilnefningar

    jún 7, 2015   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blæði stór

    Íslenski dansflokkurinn hlaut 11 tilnefningar til Grímunnar. Þar ber hæst að nefna tilnefningu dansverksins Black Marrow sem Sýningu ársins en þetta er í fyrsta skiptið sem dansverk er tilnefnt í þeim flokki. Allar tilnefningar flokksins eru þessar:

    Sýning ársins:
    – Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

    Tónlist ársins:
    – Ben Frost fyrir tónlistina í Black Marrow

    Danshöfundur ársins:
    – Erna Ómarsdóttir og Damien Jalet fyrir Black Marrw
    – Damien Jalet fyrir Les Médusées
    – Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui fyrir Sin
    – Ásrún Magnúsdóttir fyrir Stjörnustríð 2

    Dansari ársins:
    – Einar Aas Nikkerud fyrir Sin
    – Halla Þórðardóttir fyrir Les Médusées
    – Halla Þórðardóttir fyrir Meadow
    – Hjördís Lilja Örnólfsdóttir fyrir Les Médusées
    – Þyri Huld Árnadóttir fyrir Sin

    Síður:«1...77787980818283...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!