Browsing "Uncategorized"
GRIPAHÚSIÐ
– Þetta reddast –
Védís Sigurðardóttir og uppkomin börn hennar hírast í fátækt á leigubýli lengst uppi á heiði, með flatskjá og ferðabæklinga sér til huggunar. Eftir langan vetur er væntingavísitalan veik, en þegar völvan í símanum boðar betri tíð birtast teikn á lofti um kósístundir og creme brulée á nýrri kennitölu.
Er hið langþráða vor Védísar loksins komið, með kokteilum á hvítum sandströndum, eða er lóan í ruglinu?
Gripahúsið er glænýtt íslenskt leikrit eftir Bjartmar Þórðarson. Verkið er svört kómedía og fjallar um þá hringrás staurblindrar bjartsýni og hruns sem við sjáum birtast í þjóðfélaginu trekk í trekk.
Fjölskyldan í verkinu, eins og þjóðin sem hún tilheyrir, á í stormasömu sambandi við raunveruleikann og hefur meðal annars keyrt sig í þrot við rekstur sólbaðsstofu og minkabús. Þrátt fyrir það eru draumarnir enn mikilfenglegir og stutt í skýjaborgir byggðar á sandi.
Þegar fortíðin bankar upp á í líki kaldhæðnu dótturinnar Urðar sem á harma að hefna eru átök óumflýjanleg.
Leikarar eru Bryndís Petra Bragadóttir, Albert Halldórsson, Sigríður Björk Baldursdóttir og Sveinn Óskar Ásbjörnsson.
Leikstjóri og höfundur er Bjartmar Þórðarson.
SÝNINGARTÍMAR:
26. febrúar, 20:30
28. febrúar, 20:30
6. mars, 20:30
11. mars, 20:30
13. mars, 20:30
Síðasta sýning á Billy Elliot var í gærkvöldi. Sýningum lýkur eftir næstum því tveggja ára ferli!
Verkið segir fá Billy sem er á leiðinni í boxtíma þegar hann lendir fyrir slysni á dansæfingu. Hann byrjar að hreyfa sig í takt við tónlistina og uppgötvar sér til furðu að þetta er ekki einungis það skemmtilegasta sem hann hefur gert heldur er hann einfaldlega fæddur til að dansa.
Billy á sér draum sem samræmist ekki hugmyndum fullorðna fólksins, hann dreymir um að verða dansari á heimsmælikvarða og er tilbúinn að leggja allt í sölurnar. Billy Elliot er þroskasaga unga fólksins og hinna fullorðnu – mögnuð og falleg saga um baráttu drengs við fordóma samfélagsins og fjölskyldunnar um að fá að vera sá sem hann er. Þetta er kraftmikið verk um alvöru fólk með skotheldri og grípandi tónlist eftir Elton John, stórfenglegum hópdansatriðum og ótrúlega hæfileikaríkum dreng í aðalhlutverki sem á eftir að fá áhorfendur til að gapa af undrun.
Söngleikurinn um Billy Elliot var frumsýndur á West End í London árið 2005 og hefur vakið gríðarlega athygli um víða veröld. Sýningin hlaut mikið lof og fjölda verðlauna og er nú loksins komin í Borgarleikhúsið undir stjórn sama hóps og færði okkur Mary Poppins. Hér blandast saman blússandi húmor og stórkostleg dans- og söngatriði svo úr verður sannkölluð flugeldasýning með einvala liði leikara og auðvitað íslenskum Billy.
Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi leikritið Dýrin í Hálsaskógi í leikstjórn Maríu Pálsdóttur. Frumsýnt verður 20. febrúar.
Leikarar eru rúmlega 20 sem eru á ýmsum aldri, reyndir í bland við aðra sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu.
Mikka ref og Lilla klifurmús leika nú í þriðja sinn þeir Hjörtur Benediktsson og Steindór Gestsson sem sjást þarna í fullum skrúða á myndinni. Tuttugu og sex ár eru síðan þeir léku þessi hlutverk fyrst.
Guðmundur Eiríksson annast píanóleik. Aðrir sem að þessari vinnu koma eins og sviðsmynd, búningasaum, andlitsmálun og fleira eru hátt í 20 manns.
Þegar nær dregur verður hægt að fylgjast með gangi mála, bæði með myndum og í texta á facbókarsíðu Leikfélags Hveragerðis. Sýningardagar verða einnig auglýstir þar.
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á Nýja sviði Borgarleikhússins nýja íslenska barnaverkið Óður og Flexa halda afmæli eftir Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttur í leikstjórn Péturs Ármannssonar.
Óður og Flexa eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga. Nú ætla þau að halda ofur skemmtilegt afmæli en getur verið að þau séu búin að tapa ímyndunaraflinu?
Allt í einu birtist þeim óvæntur afmælispakki sem er ekki allur þar sem hann er séður. Áður en þau vita af eru þau komin í ævintýralegt ferðalag með prumpuskrímslum, ósýnilegum geimverum og fljúgandi marglyttum. Þetta litríka ferðalag minnir þau á að ef við notum ímyndunaraflið þarf manni aldrei að leiðast.
Óður og Flexa halda afmæli er bráðskemmtileg barnasýning fyrir börn á öllum aldri þar sem áhorfendur upplifa samspil tónlistar og dans á spennandi máta. Frumsýnt er laugardaginn 30. Janúar og eru sýningar alla laugardaga og sunnudaga kl 13:00 út febrúar.
Næstu sýningar eru:
13. febrúar
14. febrúar
20. febrúar (uppselt)
21. febrúar (örfá sæti laus)
27. febrúar
28. febrúar.
Allar sýningar hefjast kl. 13:00.
Í kvöld er síðasti séns að sjá nýtt sviðsverk eftir Björn Leó Brynjarsson sem fjallar um þrá listamanns eftir velgengni í nútímanum og baráttu hans við eigin fantasíur og þráhyggjur.
„Enginn meinar neitt af því enginn þorir því og ef einhver vildi meina eitthvað þá myndi enginn skilja það því allir héldu að hann væri að grínast.“
Sýnt í Tjarnarsbíói
Laugardaginn 20. september, kl. 20:30
Fimmtudaginn 8. október, kl. 20:30
Sunnudaginn 18. október, kl. 20:30
Handrit og leikstjórn: Björn Leó Brynjarsson
Leikur: Kolbeinn Arnbjörsson
Dramatúrg: Pétur Ármannsson
Vídeó og grafík: Daníel Þorsteinsson og Atli Bollason
Markaðsmál: Katla Rut Pétursdóttir og Jenný Lára Arnórsdóttir
TAKATAKA er samstarfshópur listamanna sem leitast eftir því að veita áhorfendum heildræna upplifun þar sem lei
kur með texta og frásögn blandast tilraunum með klassískan leik, nærveru líkamans og hreyfingu.
Það er aðeins ein sýning eftir af Línu Langsokk í Borgarleikhúsinu. Lokasýning er 14. febrúar næstkomandi.
Lína langsokkur, Herra Níels api og hesturinn eru aftur mætt til leiks ásamt vinum sínum Tomma og Önnu. Leiðindaskarfurinn frú Prússólín er staðráðin í að koma Línu fyrir á vandræðaheimili þannig að Lína þarf að hafa sig alla við vilji hún búa áfram á Sjónarhóli. Lína langsokkur er hjartahlýr og réttsýnn prakkari sem allar kynslóðir barna verða að kynnast. Ágústa Eva fer á kostum sem Lína í þessu bráðfyndna og skemmtilega leikriti sem sýnir okkur að við eigum alltaf að vera við sjálf og ekkert annað.
Astrid Lindgren höfundur Línu langsokks er einn ástsælasti barnabókahöfundur allra tíma. Hún fæddist 14. nóvember 1907 í Smálöndum í Svíþjóð og lést í Stokkhólmi 28. janúar 2002, 94 ára að aldri. Hún skrifaði samtals 40 barnabækur og fjölda myndabóka.
Úr gagnrýni
„Uppfærsla Borgarleikhússins á ævintýrum Línu langsokks er allt í senn lífleg, fjörug og mikilvæg. Það er löngu tímabært að ný kynslóð fái að kynnast þessari einkennilegu ofurkonu betur.” VG – DV
Hver er hræddur við Virginíu Woolf? í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar sem sýnd er á Nýja sviði Borgarleikhússins lýkur í febrúar. Leikarar eru þau Margrét Vilhjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Eysteinn Sigurðarson.
Marta og Georg elska hvort annað. Þau vita allt um sig og lífið en samt – eða einmitt þess vegna- eru þau ekki hamingjusöm. Hann er sögukennari við lítinn háskóla, hún heimavinnandi. Að lokinni rektorsveislu í háskólanum býður Marta nýja unga líffræðikennaranum og konu hans heim í eftirpartý án vitneskju eiginmanns síns. Hann þekkir allt of vel gestaleiki konu sinnar. Hún veit allt um völd sín og áhrif og nýtur þess að leika sér að tilfinningum annarra. Miskunnarlaus stigmagnandi barátta hrekur fjórar glæsilegar persónur út á ystu nöf í þessu stórkostlega leikriti.
Edward Albee er eitt fremsta leikskáld Ameríku. Leikritið “Hver er hræddur við Virginíu Woolf?” var frumsýnt í New York árið 1962 og kvikmyndað skömmu síðar með þeim Elizabeth Taylor og Richard Burton og hefur allar götur síðan talist til sígildra leikrita og leikið um allan heim. Leikritið og höfundurinn eru margverðlaunuð í bak og fyrir og hefur meðal annars hlotið Pulizer-verðlaunin í tvígang.
Aðstandendur Höfundur: Edward Albee | Þýðing: Salka Guðmundsdóttir | leikstjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson | Leikmynd: Gretar Reynisson | Búningar: Helga I. Stefánsdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Tónlist: Margrét Kristín Blöndal |Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir | Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen | Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Eysteinn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir.
EDDA BJÖRGVINS
ástælasta gamanleikkona þjóðarinnar
Ásamt Stellu, Bellu, Bibbu, Túrhillu og öllum hinum ógleymanlegu kerlingunum sem hún hefur skapað í kvikmyndum, áramótaskaupum, heilsubælum, útvarpsþáttum og á leiksviði.
Gestaleikarar:
týndi sonurinn: BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON, nýsnúinn heim frá Ameríku og stórsöngvarinn klassíski BERGÞÓR PÁLSSON. Sprenghlægileg gamanleiksýning í lifandi leik & söng, máli & myndum.
Leikarar:
EDDA BJÖRGVINS, BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON OG
BERGÞÓR PÁLSSON
Höfundar handrits:
Edda Björgvins og
Björk Jakobs
Leikstjóri:
Gunnar Helgason
Hreyfingar og dans:
Selma Björnsdóttir
Tónlistarstjórn og útsetningar:
Kristjana Stefánsdóttir
Á nýju ári hófust æfingar hjá Leikfélagi Hörgdæla á leikverkinu með „Vifið í lúkunum“ eftir Ray Cooney. Leikverkið er gamanleikur af bestu gerð og fjallar um leigurbílstjóra sem heldur tvö heimili og tvær eiginkonur. Líkt og fyrirséð er kemst bílstjórinn í margvísleg vandræði við að viðhalda tvöföldu líferni sínu og spynnast inn í vef hans bráðskondnir karakterar. Átta leikarar eru í sýningunni, en leikstjórar sýningarinnar eru hjónin Margrét Sverrisdóttir og séra Oddur Bjarni Þorkelsson. Fyrirhuguð frumsýning er 4. mars og áætlað er að sýna allar helgar í mars.
Lífið er stórskemmtilegt drullumall á mörkum leikhúss og myndlistar fyrir alla fjölskylduna. Sýningin vann tvenn Grímuverðlaun á síðasta leikári, “Barnasýning ársins 2015” og “Sproti ársins 2015”.
Leikhúsið 10 fingur, sem stendur að þessari sýningu, setti upp verðlaunasýninguna Skrímslið litla systir mín og hlaut einnig Grímuverðlaunin sem besta barnasýning ársins 2012.
Leiksýningin fjallar um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold. Á einu plani er verið að búa til sögu um sköpun heimsins, hvernig landslag breytist í gegnum hamfarir og kraft náttúruafla, hvernig líf kviknar, hvernig fyrstu dýrin skriðu á land og goggunarröðina í náttúrunni – en á öðru plani má lesa úr þessari sömu leiksýningu einfalda sögu af tveimur krökkum að leik. Börnum sem uppgötva skugga sinn og sjálfa sig, finna mold í pokum og fara að drullumalla.
Aðstandendur
Það eru Charlotte Böving sem leikstýrir, Helga Arnalds hannar myndræna hlið verksins og leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Höfundar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson og Sólveig Guðmundsdóttir, Charlotte Böving og Helga Arnalds.
Verkið er styrkt af Leiklistarsjóði og listamannalaunum