Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar færir sig í Borgarleikhúsið

    feb 2, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem sýnt var í Tjarnarbíó verður nú á fjölum Borgarleikhússins.

    Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar vakti mikla lukku áhorfenda síðasta vor þegar sýningin var sýnd í Tjarnarbíói. Sýningin vakti það mikla lukku að hún mun verða sýnd í Borgarleikhúsinu næstu vikurnar.

    Þorleifur Aron, kallaður Doddi, fráskilinn karlmaður á fimmtugsaldri og Óli Gunnar, yngri bróðir hans hittast til að horfa á alla leiki Manchester United saman í sófanum. Leikir enska liðsins er fastinn sem gefur lífi þeirra lit en einnig sá tími sem þeir geta eytt saman og fengið frið frá amstri dagsins. Yfir leiknum fá tilfinningar þeirra lausan tauminn og í gegnum leikinn fá þeir útrás auk þess sem óhófleg drykkja þeirra er réttlætanleg.

    Þennan tiltekna laugardag sem verkið gerist bregður út af vananum er Benedikt Hafberg, hinn nýji kærasti barnsmóður Dodda ásamt söngvaranum Valdimar bætast óvænt við hópinn að horfa á leikinn. Spennan innan sem utan vallar eykst sem því nemur og úr verður óútreiknanleg atburðarás sem spannar 90 mínútur. Því líkt utan vallar sem innan þá getur allt gerst í heimi knattspyrnunnar.
    Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er sýning fyrir alla sem elska og hata fótbolta.

    Vaðlaheiðargöng

    jan 29, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Tilvistarlegur gleðileikur um brothætt samband manns og náttúru

    Verk um stórkostlegustu framkvæmd Íslandssögunnar, samband manns og náttúru, um fólk sem svimar aðeins og heldur að aðrir geti mögulega séð að það sé eitthvað tens og sé að stara á það, um fólk sem vill bara að það sé auðveldara að fara austur fyrir.

    Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar.

    Leikhópurinn Verkfræðingar er nýr af nálinni en meðlimir hans hafa getið sér gott orð með fjölbreyttum sýninga sviðslistahópa á borð við 16 elskenda og Sóma þjóðar.

    Í samstarfi við leikhópinn Verkfræðinga.

    Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks. 

    Á rauðu ljósi

    jan 29, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Á rauðu ljósi er gamansýning um stress

    Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir stendur fyrir sýningunni Á rauðu ljósi.  Á rauðu ljósi er einnar konu sýning sem er blanda af uppistandi, einleik og einlægni.

    Kristín Þóra fer um víðan völl í verkinu en megináhersla er á stress, streitu, seiglu, aumingjaskap og dugnað.

    Gamansýning um stressið sem fylgir því að vera manneskja. Stressaðu þig upp með Stínu í Þjóðleikhúskjallaranum.

    Verið hress, alltaf með stress, bless.

    Hark í Tjarnarbíó

    jan 29, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Hark er nýr íslenskur gamanrokksöngleikur fyrir fullorðna með tónlist, texta og handrit eftir Þór Breiðfjörð. Hann á sér stað á tímamótum í lífi poppstjörnunnar Jóhanns Víkings, sem má muna fífil sinn fegurri. Þar eru sambönd hans í framtíð og fortíð í brennipunkti, ekki síst fáránlega meðvirkt samband við rótara hans og allrahanda reddara, Dodda. Inn í líf þessara kyndugu risaeðla kemur rokkstjarnan Fjóla Svif með nýja strauma og viðhorf.

    Þótt söngleiknum sé öðrum þræði ætlað að vera fyndin afþreying með grípandi og eftirminnilegum lögum eru líka á ferðinni dýpri skilaboð og hugleiðingar um úrelt sjónarmið, tilgang lífsins og hvernig kynslóðirnar geta sameiginlega uppfært “hugbúnaðinn” hjá sér með því að opna hjartað.

    Leikstjóri og dramatúrg er Orri Huginn Ágústsson. 

    Tónlistarstjórn og útsetningar: Davíð Sigurgeirsson

    Meðal leikara eru: Þór Breiðfjörð, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Hannes Óli Ágústsson

    Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.

    ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ

    Gaukshreiðrið í Freyvangsleikhúsinu

    jan 18, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Freyvangsleikhúsið hefur hafið æfingar á Gaukhreiðrinu eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.
    Leikverkið segir sögu indíanahöfðingjans Bromden sem hefur verið lengi á geðsjúkrahúsi í Bandaríkjunum. Bromden segir frá komu R.P. McMurphy á deildina og hvaða áhrif hann hafði á sjúklinga og starfsfólk hælisins. McMurphy hafði séð sér leik á borði og leikið sig geðveikan til þess að losna við fangelsisvist. Hann lendir þar í útistöðum við frú Ratchet forstöðukonu hælisins sem stjórnar hælinu vægast sagt með harðri hendi.
    Verkið lýsir á beinskeittan hátt aðstæðum og þann uppreisnaanda sem ríkti í Bandaríkjunum og víðar á 7. áratug síðustu aldar sem og þeirra meðferð sem geðsjúkir bjuggu við og hvernig litið var á geðsjúkdóma á þessum tímum.
    Gaukshreiðrið er hrollvekjandi ádeila á kerfið og þeim meðferðum sem beitt var en lýsir á sama tíma einstöku sambandi sjúklinganna og hvernig þeir glíma við harðræði og niðurlægingu yfirvaldsins. Leikverkið inniheldur í senn sorg, gleði, hrylling og illsku svo verið tilbúin í að taka á öllum ykkar tilfinningaskala. 

    Litla skrímslið og stóra skrímslið

    jan 11, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Leikfélag Akureyrar frumsýnir fallegu sýninguna Litla skrímslið og stóra skrímslið í janúar 2024

    Leikritið Litla skrímslið og stóra skrímslið er falleg og einlæg saga um vináttu og samskipti. Verkið er sérstaklega ætlað yngri börnum þó fullyrða megi að öll fjölskyldan muni hafa gaman að uppátækjum og hjartnæmu sambandi skrímslanna. Eins og mannfólkið eru skrímslin ólík sem stundum getur verið erfitt en smám saman læra þau að sjá kosti hvors annars og styrkja þannig vináttu sína.

    Verkið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er byggt á vinsælum bókum Áslaugar Jónsdóttur en þær hafa slegið í gegn hjá börnum frá fyrstu útgáfu árið 2004 og verið þýddar á ótal tungumál.

    Þetta er í annað sinn sem leikritið um Litla skrímslið og stóra skrímslið er sýnt í atvinnuleikhúsi en verkið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2011 í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar við frábærar undirtektir.

    Höfundur Áslaug Jónsdóttir
    Leikstjóri Jenný Lára Arnórsdóttir
    Leikmynd og búningar Björg Marta Gunnarsdóttir
    Gervi: Harpa Birgisdóttir
    Tónlist Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
    Leikarar Margrét Sverrisdóttir og Hjalti Rúnar Jónsson
    Hljóð og ljós Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson.
    Sýningastjóri Unnur Anna Árnadóttir

    Kannibalen

    jan 11, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kannibalen er nýtt danskt verðlaunaverk eftir Johannes Lilleøre byggt á sannsögulegum atburðum.

    Armin Meiwes virðist á yfirborðinu nokkuð venjulegur maður. Hann starfar sem tölvunarfræðingur og slær garð nágranna sinna á sumrin. Armin á sér þó lítið leyndarmál og leitar að einhverjum sem getur hjálpað honum að láta draum sinn rætast: Að éta aðra manneskju. 

    Í ársbyrjun 2001 kemst hann í samband við Bernd-Jürgen, ungan verkfræðing frá Berlín. Eftir nokkurra mánaða spjall ákveða þeir að hittast. Bernd-Jürgen á sér nefnilega líka eina ósk. Hann vill vera étinn af annari manneskju.

    Kannibalen er í senn harmræn ástarsaga og óþægileg hrollvekja, einstakt leikrit um dýpstu kima manneskjunnar. Verkið var frumflutt árið 2022 í Det Kongelige Teater og í kjölfarið valið leikrit ársins á dönsku sviðslistaverðlaununum.

    Varúð: Í sýningunni er fjallað um gróft ofbeldi.

    Höfundur: Johannes Lilleøre

    Leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson

    Leikarar: Fjölnir Gíslason og Jökull Smári Jakobsson

    Ljósahönnun og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius.

    Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir.

    Þýðing: Adolf Smári Unnarsson og Júlía Gunnarsdóttir

    Ljósmyndir og plakat: Hörður Sveinsson

    Grafísk hönnun: Einar Hrafn Stefánsson

    ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ

    Lúna

    jan 7, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Það er aðfangadagskvöld jóla og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna né jólasveinninn heldur Heiðar snyrtir. 

    Eins og allir vita sem þekkja til verka Tyrfings er enginn honum fremri þegar kemur að því að skapa persónur, samtöl og aðstæður sem skera inn að hjarta, vekja hlátur en eru um leið svo óbærilegar að þær valda jafnvel líkamlegum óþægindum. Persónur hans eru gjarnan á skjön við samfélagið, tilheyra hópi sem oft kallast jaðraður, en eru þegar nánar er að gáð fyrst og fremst breyskar manneskjur – stundum bara aðeins lélegri í að fela breyskleika sína en við hin. Inn í sambandsörðugleika Inga og Lúnu fer Tyrfingur þá óvenjulegu leið að tefla persónu sem sækir nafn sitt og skírskotar að einhverju leyti í umdeilda og flókna fígúru Heiðars Jónssonar snyrtis. Það skal þó tekið fram að atburðarás verksins er að öllu leyti skálduð og hefur aldrei átt sér stað í raunveruleikanum. 

    Lúna er áttunda leikrit Tyrfings Tyrfingssonar og það sjötta sem sýnt er í Borgarleikhúsinu, en auk þess var Tyrfingur annar höfunda handrits kvikmyndarinnar vinsælu Villibráð. Þeir Stefán Jónsson, leikstjóri, sameina nú krafta sína í þriðja sinn.

    Edda

    des 27, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Edda í glænýrri gerð sem talar til okkar hér og nú

    Brennandi spurningar um samband manns og náttúru

    Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans nálgast hér hugmyndaheim goðafræðinnar í Eddu á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar samtímans. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna.

    Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.

    Ný og fersk sýn á sagnaarfinn

    Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarverðlaunum.  Uppsetning hans á Eddunni í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt, með nýju samverkafólki.

    Satan vatnið

    des 14, 2023   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kafaðu niður á satanískt dýpi og finndu fyrir djöfullegum krafti á Satanvatninu, fyrsta frumsamda ballett Íslandssögunnar.

    Íburðarmikil augnmálning, rokkstjörnu búningar og tilkomumikil sóló sem eru flutt undir hita ljóskastaranna með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda. Metal ballettinn Satanvatnið er fyrsti frumsamdi ballett Íslandssögunnar og vinnur með þær klisjur sem fyrirfinnast í þessum tveimur list formum; Ballett og Þungarokki. Verkið tekur okkur á bólakaf niður á satanískt dýpi þar sem við fáum að kynnast nokkrum stórkostlegum lífverum. Þessar verur kalla þó ekki allt ömmu sína, og áhorfendur fylgjast með því hvernig þær hafa áhrif á umhverfið sitt með rafmagnaðri og taktfastri orku.

    ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ

    Listrænn stjórnandi: Selma Reynisdóttir
    Tónlistarstjórnandi: Katrín Helga Andrésdóttir
    Dramatúrg: Þórdís Nadia Semichat
    Búningahönnuður: Alexía Rós Gylfadóttir
    Dansarar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Indy Alda Saouda Yansane, Olivia Teresa Due Pyszko og Saga Sigurðardóttir

    Gítarleikari: Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir
    Bassaleikari: Ingibjörg Elsa Turchi
    Trommuleikari: Valgeir Skorri Vernharðsson

    Tónlist og Kóreógrafía er sköpuð í samvinnu.

    Sýningin er styrkt af sviðslistasjóð.

    Síður:«12345678910...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!