Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Umræður eftir sýningu

    mar 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    oldbessastaðir stór

    Við og hin? Umræður eftir lokasýningu á Old Bessastöðum

    Hvað gerist þegar við flokkum heiminn í okkur og hin og hvernig er orðræða okkar varðandi flóttamannavandann. Hvernig birtist umræðan í fjölmiðlum og hver er ábyrgð okkar gagnvart fólki sem tilheyrir ekki „menginu“ sem við höfum búið til? Hvað gerist þegar þetta mengi einfaldlega breytist í fjölmenningarsamfélagi nútímans, hverjir verða hræddir og hverjir notfæra sér hræðsluna? Hver er ábyrgð vestræns samfélags á hörmungunum í Sýrlandi, Írak og þar í kring. Hver er okkar ábyrgð á stríðum sem „við“ studdum gegn „hinum“ nú þegar blóðið úr stríðinu loksins farið að slettast inn fyrir evrópsku landamærin? Þetta og fleira verður viðrað í umræðum eftir lokasýningu á verkinu Old Bessastaðir eftir Sölku Guðmundsdóttur þann 19. mars kl. 20.30.

    Marta Nordal, leikstjóri sý́ningarinnar stjórnar umræðunum en Nína Helgadóttir fulltrúi frá Rauða krossinum og dr. Hulda Þórisdóttur, lektor og stjórnmálasálfræðingur við Háskóla Íslands mæta á svæðið til að ræða málin við áhorfendur eftir sýningu.

     

    Old Bessastaðir
    Þrjár konur koma saman til að framkvæma, til að skilgreina sín sameiginlegu grunngildi, til að borða brauð með spægipylsu, til að finna tilganginn, sem fjærst öllum útveggjum. Þær ætla að verða fyrri til. Þær ætla ekki að láta sparka sér niður stigaganginn. Þær eru ekki vont fólk.

    OLD BESSASTAÐIR er glænýtt leikrit eftir Sölku Guðmundsdóttur í leikstjórn Mörtu Nordal sem var frumsýnt í Tjarnarbíói fimmtudaginn 4. febrúar. Leikhópurinn Sokkabandið stendur að sýningunni en hópurinn er þekktur fyrir uppsetningu nýrra verka sem tala beint inn í samtíma okkar. Í félagsskap þriggja grátbroslegra kvenna sem undirbúa róttækar aðgerðir er velt upp spurningum um það sem greinir „okkur“ frá „hinum“, um það að leita skjóls, um tengsl orða og gjörða, löngun manneskjunnar til að vera með – að tilheyra einhverju mengi, sama hvað það kostar. Sumar fórnir eru nefnilega blóðfórnir.

    Höfundur: Salka Guðmundsdóttir
    Leikstjóri: Marta Nordal.
    Leikmyndahönnun: Finnur Arnar Arnarsson. Búningahönnun: Helga Stefánsdóttir.
    Tónlist: Högni Egilsson og Marteinn Hjartarson. Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson.

    Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir.

    Nánari upplýsingar er að finna á facebook síðu Sokkabandsins https://www.facebook.com/sokkabandid og facebook viðburðinum um Old Bessastaði https://www.facebook.com/events/1120296001337281/ en miðasala er á www.midi.is

    Síðasta sýning: 19. mars kl. 20.30 og umræður eru eftir sýninguna með dr. Huldu Þórisdóttur lektor við HÍ og stjórnmálasálfræðingi og Nínu Helgadóttur frá Rauða Krossinum.

    Aukasýningar á Sporvagninn Girnd

    mar 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sporvagningirnd stór

    Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.

    Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.

    Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári.

    Sporvagninn Girnd er sýnt samkvæmt sérstöku samkomulagi við The University of the South, Sewanee, Tennessee.

    Bætt hefur verið við tveimur aukasýningum á Sporvagninum Girnd, þann 10. og 22. apríl í Þjóðleikhúsinu.

    Lokasýning

    mar 20, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    sporvagningirnd stór

    LOKASÝNING Í KVÖLD.

    Hið seiðmagnaða leikrit Sporvagninn Girnd er eitt þekktasta verk bandarískra leikbókmennta á 20. öld.

    Hin viðkvæma og fíngerða Blanche DuBois má muna sinn fífil fegri. Þegar veröld hennar virðist vera að hrynja leitar hún ásjár hjá Stellu, yngri systur sinni, sem býr í verkamannahverfi í New Orleans. Í eilífri leit sinni að fegurð, mildi og umhyggju verður Blanche fyrir áfalli þegar hún kynnist hinum ruddafengna og ósiðaða Stanley, eiginmanni Stellu, og spennan magnast fljótt á milli þeirra. Blanche líður best í hálfrökkri, en óttast það mest að vera afhjúpuð og að napur sannleikurinn blasi við.

    Stefán Baldursson er einn fremsti leikstjóri þjóðarinnar en nýjasta uppsetning hans, óperan Ragnheiður, hlaut Grímuna sem besta sýning ársins á liðnu leikári.

    Sporvagninn Girnd er sýnt samkvæmt sérstöku samkomulagi við The University of the South, Sewanee, Tennessee.

    Nei Ráðherra í Vestmannaeyjum

    mar 16, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    neiráðherra stor

    Leikfélag Vestmannaeyja setur upp farsann Nei Ráðherra eftir Ray Cooney í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar.

    Ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni og það á hótelherbergi með viðhaldinu sem er innsti koppur í búri stjórnarandstöðunnar. Það stóð ýmislegt til í þessu hótelherbergi en ekki þetta! Hvað gera ráðherrar nú?

    Þeir hringja auðvitað í strangheiðarlegan og vammlausan aðstoðarmann sinn sem lendir í skítverkunum eins og venjulega. Það þarf að sjá um viðhaldið, fela verksummerki, losna við líkið, bera fé í útsmoginn þjón og síðast en ekki síst að halda öllu leyndu fyrir afbrýðisömum eiginmönnum og -konum.

    Sýningar:
    Frumsýning 23.mars kl. 20:00 ÖRFÁ SÆTI LAUS
    2.sýning 24.mars kl. 20:00
    3.sýning 25.mars kl. 20:00
    4.sýning 26.mars kl. 20:00

    MIÐASALA í síma 852-1940

    Styrktarsýning – Flóð

    mar 16, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    flóð stór

    Í kvöld fer fram sér­stök styrkt­ar­sýn­ing á heim­ild­ar­verk­inu Flóð eft­ir Hrafn­hildi Hagalín og Björn Thors á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins fyr­ir Katrínu Björk Guðjóns­dótt­ur.

    Katrín er 23 ára Flat­eyr­ar­mær. Hún fékk heila­blóðfall í nóv­em­ber 2014 og aft­ur í júní 2015, eft­ir undra­verðan bata. Síðan þá hef­ur Katrín staðið í langri og strangri end­ur­hæf­ingu með hjálp fjöl­skyldu sinn­ar sem hef­ur verið mikið frá vinnu. BB.is grein­ir frá því að þess vegna hafi leik­hóp­ur og aðstand­end­ur Flóðs viljað leggja þeim lið með styrkt­ar­sýn­ingu þar sem all­ur ágóði renn­ur til Katrín­ar.

    Flóð er heim­ilda­verk byggt á snjóðflóðinu sem féll á Flat­eyri 1995 en á síðasta ári voru 20 ár frá því að flóðið féll. Katrín Björk Guðjóns­dótt­ir var tveggja og hálfs árs þegar snjóflóðið féll á Flat­eyri 1995, en bjargaðist með undra­verðum hætti ásamt fjöl­skyldu sinni að því er fram kem­ur í frétt BB. Hún er ein af þeim sem Björn og Hrafn­hild­ur ræddu við í tengsl­um við vinn­una við Flóð og kem­ur saga henn­ar að hluta fram í verk­inu.

    Leikfélagið Borg sýnir Er á meðan er

    mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    erámeðaner borg

    Leikfélagið Borg sýnir gamanleikinn Er á meðan er eftir Moss Hart og Georg S. Kaufman í þýðingu Sverris Thoroddsen. Sýnt í Félagsheimilinu Borg.

    Við erum stödd á heimili sveitafjölskyldunnar á bænum Björk, heimili Mörtu Vilmundsdóttur. Í stofunni situr fólk og borðar, semur leikrit, snákar hafðir sem gæludýr, listdans æfður, leikið á Xýlófón og stunduð prentiðn. Sveitafjölskyldan gerir allt sem hún getur til að njóta lífsins og allir gera það sem þá langar til, sama hvað það er. Við munum fylgjast með fjölskyldunni næsta dag þar sem óvæntir atburðir eiga sér stað.

    Næstu sýningar eru:

    Þriðjudaginn 15. mars kl. 20:00
    Fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00
    Sunnudaginn 20. mars kl. 16:00
    Laugardaginn 26. mars kl. 20:00 – Lokasýning

    Miðaverð: Fullorðnir 2000 kr.-, grunnskólabörn 1000 kr.- og frítt inn fyrir leikskólabörn.

    Miðapantanir í síma 8936101 og 8940932, þú getur einnig sent póst á leikfelagidborg@gmail.com.

     

     

    Ballið á Bessastöðum á Hólmavík

    mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    balliðabessastöðum holmavik stor

    Föstudaginn 18. mars nk. frumsýnir Leikfélag Hólmavíkur fjölskyldusýninguna Ballið á Bessastöðum. Sýning er hluti af Barnamenningarhátíð Vestfjarða sem stendur yfir hér á Hólmavík um þessar mundir með tilheyrandi skemmtun og dagskrá.

    Leikaravalið er ekki af verri endanum því auk leikfélagsmeðlima mun hópur grunnskólanemenda stíga á svið, en hefð er fyrir því að Grunn- og tónskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur leiði saman hesta sína annað hvert ár og setji á svið stórt verk í sameiningu. Samvinnan er býsna dýrmæt, enda er leikhúshefð afar rík á Hólmavík þar sem ungt fólk lærir snemma að stíga á svið og koma fram, sem aftur reynist þeim gott veganesti inn í framtíðina og stuðlar að öruggri endurnýjun hjá okkar öfluga áhugaleikfélagi.

    Í ljósi þess að forsetakosningar verða hérlendis í sumar, fannst Leikfélaginu tilvalið að velja þessa skemmtilegu fjölskyldusýningu og um leið vekja athygli almennings, ekki hvað síst ungu kynslóðarinnar, á embættinu og tilvist þess. Ljóst er að þessu sýning hefur náð eyrum nokkurra frambjóðenda, sem hafa meira að segja sýnt því áhuga að mæta, kannski til að æfa sig fyrir komandi embættisverk! Þó ber að taka það fram að sá alvarleiki sem býr í forsetaembættinu sjálfu er víðsfjarri þessari sýningu, enda er um að ræða hressandi verk fyrir alla fjölskylduna, þar sem fram koma m.a. forseti, landnámshæna, ritarar, ráðskona, prinsessa, kýr og draugur.

    Leikstjóri er Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir en verkið er unnið upp úr samnefndri bók Gerðar Kristnýar, auk þess sem Bragi Valdimar Skúlason samdi tónlistina. Þetta er lífleg leiksýning og ávísun á góða skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.

    Sýnt verður í Félagsheimilinu á Hólmavík og eru eftirfarandi sýningar á dagskrá:

    Frumsýning, föstudaginn 18. mars klukkan 20:00.
    2. sýning, sunnudaginn 20. mars klukkan 14:00.
    3. sýning, þriðjudaginn 22. mars klukkan 18:00.
    4. sýning, Páskadag 27. mars klukkan 20:00.
    5. sýning, fimmtudaginn 31. mars klukkan 18:00.

    Panta má miða hjá Dagbjörtu í síma 8240756 og kostar 2500 kr fyrir 14 ára og eldri, en 1500 kr fyrir 4-13 ára.

    Lokasýning á Moulin Rouge

    mar 14, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    moulinrouge

    Nemendur Verzlunarskóla Íslands kynna með stolti: Moulin Rouge!

    Nemendafélag Verzlunarskóla Íslands setur á hverju ári upp glæsilegan söngleik. Þessir söngleikir hafa hvað eftir annað slegið í gegn og hafa hlotið lof bæði gagnrýnenda og sýningargesta.

    Í ár verður söngleikurinn Moulin Rouge settur upp, byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 2001. Sýningin fjallar um Kristján, ungan rithöfund sem flytur til Parísar og endar þar á að skrifa leikrit fyrir skemmtistaðinn Moulin Rouge. Þar kynnist hann Demantadrottningunni og gleðikonunni Satín og verður ástfanginn af henni.

    Sýningin er fyrir fólk á öllum aldri, full af gríni, spennu og rómantík, keyrð áfram á glæsilegum leik, söng og dansi.

    Listrænu stjórnendurnir eru ekki af verri endanum en það er Björk Jakobsdóttir sem leikstýrir þessu krefjandi verki. Einnig eru dansarnir stórkostlegir þar sem Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er danshöfundur sýningarinnar. Helga Margrét Marzellíusardóttir, söngstjóri, sér til þess að leikararnir syngi eins og englar og Hallur Ingólfsson, tónlistarstjóri, sér um að öll tónlistin sé töfrum líkust.

    Það er aðeins ein sýning eftir af Moulin Rouge. Hún er þann 14. mars kl. 20:00 í Austurbæ.

    Leiklistarnámskeið

    mar 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Kopleik

    Mánudaginn 14. mars hefst leiklistarnámskeið á vegum Leikfélags Kópavogs sem ætlað er nýliðum og fólki með minni leikreynslu. Farið verður í ýmis grunnatriði sviðsleiks og áhersla lögð á praktíska nálgun.

    Leiðbeinandi er Hörður Sigurðarson sem kennt hefur á svipuðum námskeiðum hjá leikfélaginu undanfarin ár.

    Námskeiðið verður í sex skipti alls, þrjár klst. í senn. Aldurstakmark er 21 árs og námskeiðsgjald er 8.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en skráðir félagsmenn greiða 2.500 kr.

    Athugið að skráning í félagið er öllum opin gegn 2.500 kr. félagsgjaldi. Sjá nánar hér.

    Tímarnir verða sem hér segir:

    Mán. 14. mars. kl. 19.30–22.30
    Fim. 17. mars kl. 19.30–22.30
    Lau. 19. mars kl. 10.00–13.00

    Hlé gert yfir páska.

    Mán. 28. mars kl. 19.30–22.30
    Fim. 31. mars. kl. 19.30–22.30
    Lau. 2. apríl. kl. 10.00–13.00.

    Skráning á námskeiðið og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst á lk@kopleik.is.

    Frumsýning á MAMMA MIA!

    mar 9, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    mammamia stór

    MAMMA MIA! verður frumsýnd 11.mars á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir og aðalhlutverk eru í höndum Jóhönnu Vigdísar Arnardóttir, Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur, Helga Björns, Val Freys Einarssonar, Halldórs Gylfasonar og margir fleiri glæsilegir leikarar, dansarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunni.

    Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

    Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

    Nú þegar hefur aðsóknin í MAMMA MIA verið með ólíkindum en uppselt er á 58 sýningar og búið að selja um 35 þúsund leikhúsmiða. Önnur eins miðasala fyrir frumsýningu hefur ekki sést í íslensku leikhúsi áður.

    Aðstandendur

    Höfundur: ABBA & Catherine Johnson| Þýðing: Þórarinn Eldjárn | Leikstjóri: Unnur Ösp Stefánsdóttir | Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir | Búningar: Filippía Elísdóttir | Lýsing: Þórður Orri Pétursson| Danshöfundur: Lee Proud | Tónlist : ABBA |  Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson | Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson| Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir | Myndvinnsla: Petr Hlousek | Leikarar: Arnar Dan Kristjánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Esther Talía Casey, Eysteinn Sigurðarson, Halldór Gylfason, Helgi Björnsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Orri Huginn Ágústsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir | Dansarar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Björn Dagur Björnsson, Höskuldur Þór Jónsson, Ernesto Camilo Aldazabal Valdes, Einar Karl, Saadia Auður Dhour, Arna Sif Gunnarsdóttir, Margrét Hörn Jóhannsdóttir, Anais Barthe, Berglind Rafnsdóttir | Hljómsveit: Jón Ólafsson, Vignir Þór Stefánsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Ólafur Hólm, Jóhann Hjörleifsson, Friðrik Sturluson, Stefán Már Magnússon & Stefán Hjörleifsson.

    Síður:«1...66676869707172...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!