Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Óþelló

    des 23, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    othello-stor

    Sígilt meistaraverk, æsispennandi harmleikur um valdabaráttu, losta og afbrýðisemi

    Gísli Örn og Vesturport takast á nýjan leik á við Shakespeare, í fyrsta sinn frá því að hópurinn gladdi áhorfendur með hinni feykivinsælu sýningu á Rómeó og Júlíu í þýðingu Hallgríms Helgasonar sem frumsýnd var árið 2002. Sú sýning hefur verið leikin rúmlega 400 sinnum víðs vegar um heiminn á þremur tungumálum, og var meðal annars sett upp á West End í London.

    Vesturport hefur nú fengið Hallgrím Helgason aftur til liðs við sig og leggur til atlögu við eitt tilfinningaþrungnasta verk Shakespeares. Eldheitt ástarsamband Óþellós við Desdemónu gerir hann varnarlausan gegn nístandi afbrýðisemi.

    Ný uppfærsla þar sem samkeppni, metorðagirnd, slagsmál og ástir skapa kraftmikla leikhúsupplifun í anda hinna vinsælu sýninga Vesturports.

    Leikritið er sett upp á 400 ára ártíð Shakespeares.

    Ævisaga einhvers

    des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    aevisagaeinhverns

    Ævisaga einhvers

    æviatriði hundrað einstaklinga
    Leikhópurinn Kriðpleir segir sögur venjulegs fólks, þeirra sem ekki hefur þótt taka að skrifa bækur um. Langflest erum við jú bara að fást við eitthvað venjulegt megnið af ævinni, stússa, versla í Bónus, vaska upp, hlusta á útvarpið, fara á fund með skólasálfræðingnum, fá lánaða kerru, færa hluti á milli staða. Og svo framvegis. Einhver verður að segja þá sögu.
    verk eftir Kriðpleir;
    Árna Vilhjálmsson
    Bjarna Jónsson
    Friðgeir Einarsson
    Ragnar Ísleif Bragason
    Á sviði:
    Árni Vilhjálmsson
    Friðgeir Einarsson
    Ragnar Ísleifur Bragason
    Utan sviðs:
    Bjarni Jónsson
    Leikmynd og búningar:
    Sigrún Hlín Sigurðardóttir
    Videó og hljóðmynd:
    Guðmundur Vignir Karlsson
    Sönglög:
    Árni Vilhjálmsson
    Birgir Ísleifur Gunnarsson
    Lýsing:
    Ólafur Ágúst Stefánsson
    Einhver:
    Ylfa Ösp Áskelsdóttir
    Hönnun kynningarefnis:
    Guðmundur Úlfarsson
    Fyrri verk Kriðpleirs:
    Blokk (2012)
    Tiny Guy (2013)
    Síðbúin rannsókn (2014)
    Crisis Meeting (2015)

    Horft frá brúnni – Lokasýning í kvöld

    des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    horftfrabrunni-stor

    Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.

    Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.

    Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu.

    Höfundur: Arthur Miller
    Leikstjórn: Stefan Metz
    Leikmynd og búningar: Sean Mackaoui
    Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
    Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson
    Aðstoðarleikstjóri: Vigdís Hrefna Pálsdóttir
    Þýðing: Sigurður Pálsson

    Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Harpa Arnardóttir, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Snorri Engilbertsson, Arnar Jónsson og fleiri

    Sýnt á Stóra sviðinu

    Gjafakort í Borgarleikhúsinu

    des 11, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    borgarleikhúsið 2015 stór

    Gjafakort í Borgarleikhúsið er ávísun á einstaka kvöldstund sem aldrei gleymist.

    Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út

    Einnig er hægt að panta ljúffengar snittur eða tapasrétti til að njóta í fyrir sýningu eða í hléi

    Jólatilboð  – ath aðeins er hægt að kaupa jólatilboð í miðasölu Borgarleikhússins eða í síma 568-8000.

    Gjafakort fyrir tvo ásamt ljúfengri leikhúsmáltíð fyrir sýningu eða í hléi 12.950 kr.

    Blái hnötturinn – Miði fyrir tvo á þessa vinsælu fjölskyldusýningu og geisladiskur með tónlistinni  10.600 kr.

    Úti að aka  –  Gjafakort fyrir tvo á gamanleik eins og þeir gerast bestir  9.950 kr.

    Vertu velkomin í Borgarleikhúsið!

    Jesús litli snýr aftur!

    des 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    jesuslitili

    Alltaf á aðventunni – Sýning ársins 2010

    JÓLIN KOMA MEÐ MANNBÆTANDI LEIKHÚSPERLU

    Við erum stödd í Palestínu á því herrans ári núll. Rómverjar hafa sölsað undir sig landið og Heródes er settur landsstjóri. Þegar spyrst út að frelsari muni fæðast í landinu kemur tilskipun frá honum um að myrða skuli öll sveinbörn, tveggja ára og yngri. Ljótt er það. Hver fæðir eiginlega barn inn í slíkt ástand?

    Öll vitum við að Jólaguðspjallið er einstaklega fallegt og hátíðlegt, en það er ekki síður átakanlegt. Trúðarnir láta allt flakka, umbúðalaust. Þeim er ekkert óviðkomandi, þeir velta við öllum steinum, snúa öllu á hvolf og segja allan sannleikann – og ekkert nema sannleikann. Jafnvel þótt hann sé grimmur. Eða fyndinn.

    Að vera ekki tölfræði, að vera ekki tölustafir en vera einn þeirra sem sækja um hæli í fyrra eða hitteðfyrra eða… og vita ekki enn hvort þú fáir að vera eða ekki.

    Ímyndaðu þér hrunið líf, líf í rúst. Líf þitt er fullkomin óreiða og öryggið horfið. Þú flýrð undan skothríð og sprengjuregni og þér tókst af eigin rammleik að komast til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands í yfirfullum gúmmíbáti. Þér tekst þrátt fyrir háska og raunir að komast áfram, heilu og höldnu, skref fyrir skref, í gegnum Evrópu og loks eftir nokkra mánuði gengurðu inn í Útlendingastofnun á Íslandi. Hvers vegna lendirðu í Reykjavík og hver í ósköpunum er sjálfsmynd þín sem flóttamaður og hælisleitandi Hver er saga þín og hve vel passar hún við það sem þú ert spurður um. Nú þarftu að sannreyna fyrir starfsfólki Stofnunarinnar hvort hún er sönn eða login.

    Afturábak fjallar um margvíslegar vistarverur hælisleitandans, um persónulega frásögn, um okkar sýn og hvernig við horfum á þegar fólk leggur líf sitt að veði á flótta frá stríði. Sagan er ekki sögð í réttri tímaröð nema þegar starfsmaður Útlendingastofnunar spyr svo. Hún fer í ýmsar áttir í óhugsandi afkima fortíðar.

    Osynliga Teatern starfar í Stokkhólmi og í þessari sýningu blandast saman gagnvirkt leikhús og heimildaleikhús með kvikmyndalegu ívafi.

    Sýningar á Jesús litla eru orðnar fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum Íslendingum. Sýningin var ótvíræður sigurvegari Grímunnar árið 2010, hlaut alls 7 tilnefningar og var valin sýning ársins og leikverk ársins. Jesús litli fór í leikferð til Spánar þar sem hún hlaut frábærar viðtökur. Mannbætandi upplifun!

    „Ég skora á fólk að fara í leikhúsið og sjá Jesús litla“G.B. Mbl

    „Ástarþökk fyrir ógleymanlegt kvöld“ S.A. TMM

    Höfundar: Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
    Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson
    Lýsing: Kjartan Þórisson
    Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir

    Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir

     

    Síðasta sýning Njálu

    des 5, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    njála stór logo

    Blóðheitar konur, hugrakkar hetjur og brennuvargar – en ekki alveg eftir bókinni

    SÝNING ÁRSINS SNÝR AFTUR!

    Njála er nýtt íslenskt leikverk sem byggir?á frægustu Íslendingasögunni sem hefur?lifað með þjóðinni í sjöhundruð ár, lesin í öllum menntaskólum landsins og sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Hún segir frá því hvernig við urðum að þjóð, og hetjur bókarinnar,?þau Hallgerður, Bergþóra, Gunnar, Skarphéðinn og Njáll, eru sveipuð goðsagnakenndum ljóma og hafa mótað og markað þjóðarsálina allt til þessa dags.

    Leikhópurinn undir stjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og Ernu Ómarsdóttur, danshöfundi og dansara, tjalda öllu til og nýta ótakmarkaða töfra leikhússins til að takast á við þessa stórbrotnu sögu í sýningu sem er í senn forvitnileg, ögrandi og litrík leikhúsveisla. Bardagar, ástir, hefndir og völd en umfram allt Njála eins og þú hefur aldrei séð hana áður! Sýningin hætti fyrir fullu húsi síðastliðið vor og Njálu-kjötsúpan sem leikhúsgestum gafst kostur á að gæða sér á fyrir sýningu sló rækilega í gegn ásamt skemmtilegum fyrirlestrum helstu Njálu- sérfræðinga landsins.

    Stórsýningin Njála var sannkallaður sigurvegari Grímuhátíðarinnar 2016 og sópaði til sín tíu verðlaunum. Engin sýning í sögu Grímuverðlaunanna hefur hlotið jafn margar Grímur. Þorleifur Örn Arnarsson hefur getið sér gott orð sem afkastamikill leikstjóri hérlendis og erlendis. Mikael Torfason er blaðamaður og rithöfundur og vakti fyrst athygli með skáldsögunni Falskur fugl sem kom út árið 1997, síðan hefur hann sent frá sér fjórar skáldsögur og leikritið Harmsögu.

    Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hafa verk hennar verið sýnd á hinum ýmsu dans- og listahátíðum víða um heim.

    Samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins

    Höfundar: Erna Ómarsdóttir, Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarsson

    Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
    Danshöfundur: Erna Ómarsdóttir
    Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
    Búningar: Sunneva Ása Weisshappel
    Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
    Tónlistarstjórn: Árni Heiðar Karlsson
    Tónlist: Árni Heiðar Karlsson og Valdimar Jóhannsson
    Hljóðmynd: Valdimar Jóhannsson og Baldvin Þór Magnússon
    Hljóð: Baldvin Þór Magnússon
    Leikgervi: Margrét Benediktsdóttir
    Píanó- og hljómborðsleikur: Árni Heiðar Karlsson
    Sérstök gervi: Elín S. Gísladóttir
    Rapptexti: Salka Valsdóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir
    Aðstoð við dramatúrgíu: Uwe Gössel
    Aðstoðarleikstjórn: Gunnur M. Schlüter
    Aðstoðardanshöfundur: Valgerður Rúnarsdóttir

    Leikarar: Aðalheiður Halldórsdóttir,?Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Hjörtur Jóhann Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir

    Djöflaeyjan

    des 1, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    djöflaeyjan stór

    Nýr og kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur, drauma, sorgir og sigra. Unnið í samstarfi við Baltasar Kormák með tónlist úr smiðju Memfismafíunnar.

    Heillandi saga um lítríkar persónur, vináttu, ástir, vonir og þrár sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi.

    Fjörug og skemmtileg ný tónlist frá Memfismafíunni!

    Þjóðleikhúsið í samstarfi við Baltasar Kormák

    Byggt á skáldsögu Einars Kárasonar.
    Handrit: Atli Rafn Sigurðarson, Melkorka Tekla Ólafsdóttir og leikhópurinn
    Söngtextar: Bragi Valdimar Skúlason og fleiri
    Tónlist: Memfismafían – Guðmundur Kristinn Jónsson, Þorsteinn Einarsson, Sigurður Guðmundsson og Bragi Valdimar Skúlason Leikstjórn: Atli Rafn Sigurðarson
    Tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson
    Leikmynd: Vytautas Narbutas
    Búningar: Filippía I. Elísdóttir
    Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
    Sviðshreyfingar: Margrét Bjarnadóttir
    Dramatúrg: Melkorka Tekla Ólafsdóttir

    Leikarar: Þórir Sæmundsson, Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Eggert Þorleifsson, Arnmundur Ernst Backman, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Hallgrímur Ólafsson, Baltasar Breki Samper, Snæfríður Ingvarsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Birgitta Birgisdóttir, Sigurður Þór Óskarsson Hljómsveit: Guðmundur Óskar Guðmundsson, Örn Eldjárn, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Aron Steinn Ásbjarnarson

    Sýnt á Stóra sviðinu.

    Aukasýning Ungleiks

    nóv 28, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    ungleikurunglist

    AUKASÝNING UNGLEIKS Í TJARNARBÍÓ, 28. NÓVEMBER KL. 20:00.

    Ungleikur frumsýndi fyrir stútfullum Kassa Þjóðleikhússins þann 9. nóvember á Unglist, því verður aukasýning í Tjarnarbíói. Hópurinn endurnýjast ár hvert og gefst skáldum, leikstjórum og leikurum framtíðarinnar kostur á því að rækta hæfileika sína, vinna í skipulögðu umhverfi og sjá verk sín á sviði. Ungleikur hlaut styrk frá Menningar og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar og í ár gekk Þorvaldur Sigurbjörn Helgason til liðs við hópinn sem listrænn stjórnandi Ungleiks. Hann hefur verið leikskáldum og leikstjórum innan handar við að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika.

    LEIKVERK UNGLEIKS Í ÁR:

    101
    Leikskáld og leikstjóri: Viktoría Rún Þorsteinsdóttir
    Leikarar:
    Kolbeinn Sveinsson
    Sóley Anna Benónýsdóttir
    Björg Steinunn Gunnarsdóttir

    Haglabyssu hjónaband
    Leikskáld: Ingunn Lára Kristjánsdóttir
    Leikstjóri: Ingimar Bjarni Sverrisson
    Leikarar:
    Ingvar Örn Arngeirsson
    Erna Mist
    Þorbjörg Signý Huldudóttir

    Leikrit #3
    Leikskáld og leikstjóri: Stefán Gunnlaugur Jónsson
    Leikarar:
    Friðrik Árni Halldórsson
    Sindri Engilbertsson
    Annalísa Hermannsdóttir

    Hinn blóðugi máni
    Leikskáld og leikstjóri: Reginn Tumi Kolbeinsson
    Leikarar:
    Jón Óskar Arason
    Viktor Demirev
    Karítas Sif Bjarkadóttir

    Stóri Björn og kakkalakkarnir
    Leikskáld: Matthías Tryggvi Haraldsson
    Leikstjóri: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir
    Aðstoðarleikstjóri: Helgi Grímur Hermannsson
    Leikarar:
    Ingólfur Gylfason
    Fannar Arnarsson
    Jón Nordal
    Margrét Aðalheiður
    Brynhildur Karlsdóttir
    Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
    Búningar og leikmynd: Jóhanna Rakel Jónasdóttir og Poddi Poddsen
    Tónlist: Klemens Hannigan

    Stefán Rís – sýning í kvöld

    nóv 24, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    stefanris-stor

    Frá þeim sem færðu ykkur Unglinginn kemur nýr eldhress gleðileikur með söngleikjaívafi fyrir alla fjölskylduna Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson slógu eftirminnilega í gegn með leikritið sitt Unglinginn árið 2014 og voru tilnefndir til 2 Grímu verðlauna.

    Stefán rís byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir þá félaga og Bryndísi Björgvinsdóttur sem Forlagið gaf út um seinustu jól. Alls taka 14 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 ára þátt í verkinu. Óli og Arnór leika höfunda sem hafa ákveðið að skrifa besta leikrit allra tíma. Stefán aðalsöguhetjan,sem er leikin af Gretti Valssyni, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10 bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna.

    Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna. Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.

    Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Dansstjórn: Unnur Elísabet Söngstjórn: Þórunn Lárusdóttir Undirspil: Hallur Ingólfsson

    Blái hnötturinn

    nóv 21, 2016   //   by test   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    blaihnotturinn-stor

    Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar

    FJÖLSKYLDUSÝNING SEM BREYTIR HEIMINUM

    Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum.

    Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.

    Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og tvö hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni.

    Höfundur: Andri Snær Magnason
    Leikgerð: Bergur Þór Ingólfsson
    Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
    Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
    Búningar: María Ólafsdóttir
    Lýsing: Þórður Orri Pétursson
    Danshöfundur: Chantelle Carey
    Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir
    Hljóð: Garðar Borgþórsson
    Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
    Myndband: Petr Hlousek
    Upptökustjórn: Daði Birgisson
    Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
    Aðstoðardanshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen

    Leikarar: Björn Stefánsson, Guðmundur Elías Knudsen, Hjörtur Jóhann Jónsson, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Ágúst Örn Wigum, Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Emilía Bergsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Vera Stefánsdóttir

    Síður:«1...56575859606162...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!