Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Korobka

    okt 14, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Aðeins er ein sýning.

    Í þessari einföldu en mögnuðu nýsirkussýningu er tekist á við hversdagslega hnúta í samskiptum og samböndum, ófyrirsjáanleika lífsins, ástina, sívaxandi þreytu og tímann sem flæðir hjá í endurtekinni glímu við þyngdaraflið. 

    Húmor, hreinskilni, sirkuslistir og sviti blandast hér í sýningu sem snertir á sammannlegri reynslu og upplifunum.

    Sænska sirkuslistafólkið Henrik og Louise eru ekki aðeins partner-akróbatar, en eru auk þess lífsförunautar, með öllu sem því fylgir; hversdegi, börnum, áhyggjum, ánægju. Þau hafa skapað þessa sýningu sem talað getur til fólks á ýmsum skeiðum lífsins. Henrik er einn af stofnendum Cirkus Cirkör, og þau komu síðast fram á Íslandi í sýningu Cirkör, Wear it like a Crown, sem sýnd var á stóra sviði Borgarleikhússins á sirkushátíðinni Volcano 2013.

    Sýningin hentar fyrir 13 ára og eldri.

    Ástardrykkurinn

    okt 2, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gamanópera um ást og ölvun.

    Nemorino trúir ekki því sem hann les í bókum. Hann trúir hinsvegar því sem honum er sagt að standi í bókum. Hann kann nefnilega ekki að lesa. Adina er vön að fá athygli frá karlmönnum. Hvað gerir hún þegar einhver hættir að sýna henni athygli? Belcore vantar konu. Belcore vantar alltaf konu. Það væri fullkomin fjöður í hattinn fyrir svona flottan offisér. Dulcamara er búinn að flytja sömu söluræðuna mörghundruð sinnum. Hann veit alveg að „töfralyfin“ hans virka ekki. En hvað ef þau gera það?

    Sviðslistahópurinn Óður
    Sviðslistahópurinn Óður neitar að geyma óperur í glerkössum. Þau vilja miklu frekar taka þær upp, hrista af þeim rykið og leika sér að þeim, pota í óskrifaðar reglur og skemmta sér og öðrum. Þau trúa á nálægð við áhorfendur og einlæga túlkun á tungumáli sem áhorfendur skilja.

    Piparfólkið

    okt 2, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Stórskemmtileg leiksýning sem fjallar um ótta við orkuskipti og óvænt leyndarmál reykvísks langafa. 

    Þegar Aðalbjörg finnur eldgamla stílabók í kjallara Þjóðskjalasafnsins, merkta langafa sínum, hefst atburðarás sem engan óraði fyrir. Hún hefur samband við Ylfu vinkonu sína og saman hefja þær rannsóknarleiðangur sem leiðir þær að Gasstöðinni í Reykjavík, ungum dreng með egypskt augnkvef og einmana ástsjúku piparfólki.

    Piparfólkið fékk lofsamlega dóma bæði frá áhorfendum og gagnrýnendum. Sýningin var tilnefnd til tveggja Grímuverðlauna og talin upp sem einn af hápunktum leikársins í Morgunblaðinu, Víðsjá og í þættinum “Hvað gerðist á árinu” á Rás 1. 

    “Kraft­ur, kó­mík og sviðssjarmi Aðal­bjarg­ar Þóru Árna­dótt­ur og Ylfu Asp­ar Áskels­dótt­ur bind­ur efnið sam­an þannig að allt verður jafn-for­vitni­legt og skemmti­legt. Þetta er óvænt­ur og sér­lega snjall kandís­moli” Þorgeir Tryggvason – Morgunblaðið

    Svona á að setja upp Reykjavíkursögu!” Stefán Pálsson sagnfræðingur 

    “,Nálgunin á Piparfólkinu er frumleg, glettin og pínulítið epísk.” Trausti Ólafsson – Víðsjá.

    Díó samanstendur af sviðslistakonunum Aðalbjörgu Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur. Markmið þeirra er að gefa hversdagsleikanum epískan blæ og leika sér með sagnfræðilegar og persónulegar heimildir.

    Leikarar: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Hannes Óli Ágústsson
    Gestastjarna: ATH! Ný leikkona/leikari á hverju sýningarkvöldi                                                      
    Höfundar: Aðalbjörg Árnadóttir, Ylfa Ösp Áskelsdóttir og Guðni Eyjólfsson         Leikstjórn: Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir
    Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
    Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
    Höfundur tónlistar og hljóðmyndar: Georg Kári Hilmarsson
    Höfundur sönglags: Egill Andrason
    Hljóðblöndun: Kristinn Gauti Einarsson
    Aðstoð við dramatúrgíu: Hannes Óli Ágústsson
    Hár og förðun: Sara Friðgeirsdóttir
    Framleiðsla: Davíð Freyr Þórunnarson fyrir MurMur Productions.

    Díó samanstendur af sviðslistakonunum Aðalbjörgu Árnadóttur og Ylfu Ösp Áskelsdóttur. Markmið þeirra er að gefa hversdagsleikanum epískan blæ og leika sér með sagnfræðilegar og persónulegar heimildir.

    Undir

    okt 1, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    UNDIR er nýtt leikrit eftir Adolf Smára Unnarsson.

    Neðanjarðarlestarstöð. Rétt fyrir hádegi. Fimm einstaklingar bíða eftir næstu lest þegar þau taka eftir því að einhver liggur hreyfingarlaus á teinunum. Hrasaði hann þangað niður? Missti hann eitthvað? Er hann fullur? Dáinn? Það eru bara fjórar mínútur í lestina. Hvað gengur manninum til? Eitt af einu mála persónurnar á brautarpallinum upp mynd af aðstæðunum, hvernig þau muna morguninn. Erfitt er þó að fá skýra heildarmynd þar sem öll hafa þau sína útgáfu af sögunni, sem oftar en ekki er í algjörri þversögn við orð hinna. Það eru bara þrjár mínútur í lestina. Ætlar enginn að gera neitt?! Ætlar enginn að hjálpa manninum? Það eru bara tvær mínútur í lestina…

    UNDIR er nærgöngult og ágengt leikrit eftir Adolf Smára sem hefur vakið mikla athygli fyrir sýningar á borð við Nokkur augnablik um nóttEkkert er sorglegra en manneskjan og Kannibalen. Hér leikstýrir hann hópi efnilegra leikara í baneitraðri, óvæntri og háskalegri kómedíu þar sem hugmyndum okkar um náungakærleik, ábyrgð og samfélag er snúið á hvolf.

    „Athyglisverð sýning sem kemur okkur við hér og nú!” Tmm.is, S.A.

    „Vel formað verk, stundum áleitið, oftar fyndið!” Morgunblaðið, Þ.T.

    „Flott, skemmtilegt og sterkt verk!” Lestrarklefinn, D.S.J.

    Verkið var frumsýnt í Háskólabíói síðastliðið sumar undir formerkjum afturámóti, en færir sig nú yfir í Tjarnarbíó vegna mikilla vinsælda.

    AÐSTANDENDUR:
    Texti og leikstjórn: Adolf Smári Unnarsson
    Ljós og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius
    Búningar: Júlía Gunnarsdóttir
    Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir
    Aðstoð við uppfærslu: Ástrós Hind Rúnarsdóttir

    LEIKARAR:
    Berglind Halla Elíasdóttir
    Björk Guðmundsdóttir
    Fjölnir Gíslason
    Jökull Smári Jakobsson
    Vigdís Halla Birgisdóttir

    Eltum veðrið

    sep 30, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Sýning um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga: Að elta veðrið!

    Bráðfyndið nýtt verk, samið af mörgum fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins, unnið upp úr missönnum sögum af útilegum á Íslandi þar sem allt fer í steik. Hér er unnið með list leikarans og samband hans við áhorfendur af hugmyndaauðgi, fjöri og hæfilegu kæruleysi, um leið og þjóðarsálin er krufin. Óborganlegar aðstæður sem við þekkjum öll – alltof vel.

    Útilegan þar sem allt fer í steik
    Skrautlegur vinahópur heldur í sína árlegu útilegu þar sem allt þarf að vera á sínum stað – rétta stæðið fyrir hjólhýsin, moðsteikta holulambið, sándboxið og allt hitt. En nú er samt ekkert eins og það var, því það vantar eina í hópinn. Hver og einn er með sínar hugmyndir um það hvernig eigi að bregðast við nýrri stöðu og hin árlega samkoma vinahópsins tekur óvænta og stórvarasama stefnu. Veit Hjálmar um öskuna? Nær Guðrún að loka stóra málinu? Mun viðhafnarnámið nýtast Andra á toppnum? Þarf að fela vínið fyrir Rögnu? Og er David Clark allur þar sem hann er séður?

    Tóm hamingja

    sep 26, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Óstöðvandi hláturskast í samstarfi við Gaflaraleikhúsið

    Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega.

    Hvernig sýnir maður sýningu á tveimur sviðum á sama tíma?

    Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta hlegið að.

    Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðabæ

    Í samstarfi við Gaflaraleikhúsið

    Óskaland

    sep 26, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Dásamlega fyndið og heiðarlegt verk um fjölskylduflækjur og kynslóðabil.

    Kvöldmaturinn er kominn á borð hjá hjónunum Nönnu og Villa. Hún kemur með límónaðið, hann er tilbúinn með glasamotturnar og svo setjast þau að snæðingi eins og flest kvöld undanfarin fimmtíu ár. En í stað þess að ræða um veðrið eða sjónvarpsdagskrána segist Nanna vilja skilnað og Villi samþykkir það vafningalaust. Áður en hendi er veifað eru synir þeirra hjóna, auk tengdadóttur, mætt á staðinn til að telja foreldrum sínum hughvarf. Gamalt fólk skilur ekki, gamalt fólk ætti að vita betur, gamalt fólk ætti ekki að vera með vesen! Eru þau hvort eð er ekki orðin of gömul til að vera að spá í ást og hamingju?

    Hilmir Snær Guðnason stýrir þessu bráðskemmtilega verki um fjölskylduflækjur en með hlutverk fara Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Vilhelm Neto, Esther Talía Casey, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Fannar Arnarsson.

    Sýningaréttur: Nordiska ApS

    Líkaminn er skál

    sep 12, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Líkaminn er skál  á óhlutbundinn hátt í ólínulegri frásögn þar sem líkamleg upplifun er tjáð með leir og takti.

    Allt sem við finnum, hugsum og segjum upplifum við í líkamanum. Líkaminn man allt. Hann er skálin sem heldur utanum allt það sem við erum og skynjum. 

    Rauði þráður sýningarinnar Líkaminn er skál er endurtekningin og kerfin sem eru allt í kringum okkur og inni í okkur. Hjartslátturinn, öndunin, frumurnar, takturinn í deginum, takturinn í náttúrunni, að við vöknum, burstum tennurnar og fáum okkur kaffi. Sýninginbyggir á tilfinningunni sem kemur í kjölfar þess að takturinn í þessum kerfum fer úr jafnvægi. Þetta getur verið þegar við missum ástvin, heilsuna eða  eldgos brýst upp í bakgarðinum. Eitthvað gerist sem kippir jörðinni undan fótum okkar og breytir öllu sem á eftir kemur. Allt sem okkur hefur fundist gefið er ekki eins og það var. Sumarið kemur ekki lengur á eftir vorinu. Frumur líkamans missa taktinn og fara á yfirsnúning. Að vera á lífi er skyndilega ekki sjálfgefið. Allt í einu er áþreifanlegt hvernig eitt andartak getur breytt öllu. En mitt í þessari óvissu og óreiðu fæðist eitthvað alveg nýtt.

    Leikhópurinn 10 fingur hefur um árabil sérhæft sig í listsköpun á mörkum leikhúss og myndlistar. Hópurinn hefur unnið með mismunandi efni í fyrri sýningum sínum, eins og pappír, plast eða mold og rannsakað ólíka eiginleika þeirra og eðli og hvernig megi gefa þeim líf með hreyfingu og líkamstjáningu. Í sýningunni Líkaminn er skál tekst hópurinn á við leir en blandar nú aðferðum sínum saman við aðferðafræði sviðslistmannsins Matteo Fargion, sem er annar aðal höfundur sýningarinnar. Aðferðafræði hans byggir á ákveðnum formúlum úr tónsmíðum sem eru yfirfærðar á hreyfingu og líkamstjáningu og á því mjög vel við vinnuaðferðir leikhópsins 10 fingur. Líkaminn er skál er fyrir fullorðna ólíkt fyrri verkum hópsins.

    Sýslumaður dauðans

    sep 11, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.

    Sýslumaður Dauðans er nýr, íslenskur, súrrealískur drama-gamanleikur. Ævar Birkisson missir föður sinn, Birki Ævarsson og á Útfararstofu Orfeusar fær Ævar tilboð sem hann getur ekki hafnað. Upphefst Kafkaískur leiðangur Ævars í leit að föður sínum þar sem hann tekst á við ævintýralegar kynjaverur en líka rannsóknarlögreglu, spjallþáttastjórnendur og síðast en ekki síst, Sýslumann Dauðans. Verkið er skapað inn í íslenskan veruleika og er fyndið, hjartnæmt og sprúðlandi af sköpunargleði.

    Höfundurinn, Birnir Jón Sigurðsson var starfandi leikskáld Borgarleikhússins leikárin 2023-2024 og er Sýslumaður Dauðans afrakstur þeirrar vinnu. Leikstjórinn Stefán Jónsson grípur verkið höndum tveimur og með frábærum hópi
    leikara og listrænna stjórnenda leiðir okkur inn í magnaðan heim sem er í senn harmrænn og bráðfyndinn.

    Taktu flugið beibí

    sep 11, 2024   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Stúlka ákveður að taka þátt í skólahlaupinu. Hún hleypur af stað. Hún er ein af sætu og vinsælu stelpunum og ætlar að verða leikkona þegar hún verður stór. Hún byrjar að dragast aftur úr. Bilið stækkar á milli hennar og hópsins. Stúlkan blæs sápukúlur og speglar sig í þeim. Sápukúlurnar svífa upp í himininn og brot úr lífshlaupi hennar birtast. 

    Sögupersónan leiðir okkur í gegnum líf sitt sem manneskja með líkamlega skerðingu sem ágerist með aldrinum. Í fallegu, hvetjandi og áhrifamiklu verki, þar sem tónlist, myndlist og dansi er fléttað saman við frásögnina, fylgjumst við með baráttu fyrir framtíð, sjálfstæði og réttindum, og leit að ást og tengslum. Taktu flugið, beibí er einstök saga sem á erindi við okkur öll, saga um framtíðardrauma, ást, fjölskylduna, baráttu og sigra. Leikritið er byggt á persónulegri reynslu og lífshlaupi höfundarins, Kolbrúnar Daggar, sem tekur þátt í sýningunni. Hún hefur lokið námi af sviðshöfundabraut LHÍ og meistaranámi í ritlist við HÍ, og er þetta fyrsta leikverk hennar sem sett er á svið í atvinnuleikhúsi.

    Síður:«1234567...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!