Uncategorized | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Browsing "Uncategorized"

    Sólveig Arnarsdóttir semur við Borgarleikhúsið

    jún 25, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Sólveig Arnarsdóttir er komin heim

    Leikkonan Sólveig Arnarsdóttir, sem fer á kostum þessa dagana í Netflix seríunni Kötlu, er flutt heim til Íslands og er búin að gera samning við Borgarleikhúsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu.

    „Sólveig útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu árum frá leiklistarskólanum Ernst Busch í Berlín og hefur starfað jöfnum höndum á Íslandi og í Þýskalandi, nú síðast sem fastráðin leikkona við hið virta leikhús Volksbühne í Berlín. Hún hefur ekki leikið í Borgarleikhúsinu síðan 1993 þegar hún var ógleymanleg í aðalhlutverkinu í Evu Lunu. Sólveig hefur sópað að sér tilnefningum og verðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum og á sviði.“

    Sólveig mun hefja störf í lok sumars og leika hlutverk nornadrottningarinnar Hekötu í Macbeth og í Orlandó eftir Virginiu Woolf.

    „Ég er full eftirvæntingar og gleði að taka þátt í spennandi uppbyggingu í Borgarleikhúsinu nú þegar ég er komin heim eftir margra ára starf í þýsku leikhúsi,“ segir Sólveig um þessi tímamót.

    Loftfimleikar í Tjarnarbíó

    jún 23, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning sem sýnd er í Tjarnarbíó

    GAME ON er gagnvirk loftfimleikasýning þar sem mörkin milli veruleikans og fantasíu eru könnuð. Áhorfendur taka þátt í að stýra sögupersónunum á ferð þeirra um sýndarveröld þar sem þær heyja baráttur, lenda í ævintýrum og hitta fyrir magnaðar verur. Þær kljást við eigin sjálfsmynd í leit að æðri tilgangi og við það fara raunveruleikinn og sýndarveruleikinn að renna saman í eitt. Eftir því sem þær uppgötva nýjan flöt á eigin tilveru missa þær smám saman tenginguna við raunheiminn og sundrast um óravíddir veruleikans.

    Áhorfendur taka þátt í að móta þann heim sem sögupersónurnar ferðast um, ekki ósvipað því og að stýra tölvuleik. Þannig munu áhorfendur hafa bein áhrif á örlög persónanna. Mun þeim takast að rata aftur til raunveruleikans eða munu þær festast í viðjum sýndarveruleikans að eilífu?

    Sýningin er hrífandi sjónarspil uppfullt af húmor, þokka og fegurð þar sem flytjendurnir klifra, dansa og svífa um loftin á silkislæðum. Flytjendur, hljóð og ljós munu hreyfast um rýmið allt, jafnt lóðrétt sem lárétt, ásamt því að prófa erkitýpur, meiningu og væntingar.

    Kría Aerial Arts var stofnað árið 2020 og var þeirra fyrsta sýning, sem bar titilinn „Rebirth“, sýnd á Reykjavík Fringe Festival sama ár. Síðan þá hefur hópurinn vaxið og þróast og er nú samvinnuhópur loftfimleikafólks, tónskálds og ljósahönnuðar. Hópurinn hlakkar til að fara út fyrir hið hefðbundna í sumar og bjóða áhorfendum upp á gagnvirka leikhússýningu.

    Flytjendur:
    Alice Demurtas, Ástríður Ólafsdóttir, Lauren Charnow
    Tónlist: Adam Switala
    Lýsing: Arnar Ingvarsso
    Búningar: Harpa Einarsdóttir
    Sviðsstjóri: Angie Diamantopoulou

    Vertu úlfur valin sýning ársins

    jún 10, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Vertu úlfur hlaut öll sjö verðlaunin sem sýningin var tilnefnd til á Grímunni í ár.

    Vertu úlf­ur eft­ir Héðinn Unn­steins­son og Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur í leik­stjórn Unn­ar í Þjóðleik­hús­inu er óumdeild sýning ársins. Sýningin hlaut flest verðlaun þegar Grím­an, var af­hent í 19. sinn við hátíðlega at­höfn í Tjarn­ar­bíói nú fyrr í kvöld. Sýn­ing­in var til­efnd til sjö verðlauna og hreppti þau öll. Þar á meðal ann­ars sem sýn­ing árs­ins, fyr­ir leik­stjórn og leik­ara í aðal­hlut­verki.

    Heild­ar­úr­slit kvölds­ins eru sem hér seg­ir:

    Sýn­ing árs­ins 2021: Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­rit árs­ins 2021: Vertu úlf­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Héðin Unn­steins­son í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­stjóri árs­ins 2021: Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir fyr­ir sýn­ing­una Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­ari árs­ins 2021 í aðal­hlut­verki: Björn Thors í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­kona árs­ins 2021 í aðal­hlut­verki: Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir í leik­verk­inu Hauk­ur og Lilja – Opn­un í sviðsetn­ingu Edda Producti­on

    Leik­ari árs­ins 2021 í auka­hlut­verki: Kjart­an Darri Kristjáns­son í leik­verk­inu Kaf­bát­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Leik­kona árs­ins 2021 í auka­hlut­verki: Birna Pét­urs­dótt­ir í leik­verk­inu Bene­dikt búálf­ur í sviðsetn­ingu Leik­fé­lags Ak­ur­eyr­ar í sam­starfi við MAk og Sin­fón­íu­hljóm­sveit Norður­lands

    Leik­mynd árs­ins 2021: Elín Hans­dótt­ir í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Bún­ing­ar árs­ins 2021: María Th. Ólafs­dótt­ir í leik­verk­inu Kar­demommu­bær­inn í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Lýs­ing árs­ins 2021: Björn Berg­steinn Guðmunds­son og Hall­dór Örn Óskars­son í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Tónlist árs­ins 2021: Friðrik Mar­grét­ar Guðmunds­son í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an í sviðsetn­ingu Ad­olfs Smára Unn­ar­son­ar og Friðriks Mar­grét­ar Guðmunds­son­ar í sam­starfi við Tjarn­ar­bíó

    Hljóðmynd árs­ins 2021: Elv­ar Geir Sæv­ars­son og Val­geir Sig­urðsson í leik­verk­inu Vertu úlf­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Söngv­ari árs­ins 2021: María Sól Ing­ólfs­dótt­ir í óper­unni Ekk­ert er sorg­legra en mann­eskj­an í sviðsetn­ingu Ad­olfs Smára Unn­ar­son­ar og Friðriks Mar­grét­ar Guðmunds­son­ar í sam­starfi við Tjarn­ar­bíó

    Dans – og sviðshreyf­ing­ar árs­ins 2021: Allra veðra von í nýs­irk­us­sýn­ing­unni Allra veðra von í sviðsetn­ingu Sirku­slista­hóps­ins Hring­leiks í sam­starfi við leik­hóp­inn Miðnætti og Tjarn­ar­bíó

    Dans­ari árs­ins 2021: Inga Mar­en Rún­ars­dótt­ir fyr­ir hlut­verk sitt í dans­verk­inu Ævi í sviðsetn­ingu Last Minu­te Producti­ons í sam­starfi við Íslenska dans­flokk­inn

    Dans­höf­und­ur árs­ins 2021: Inga Mar­en Rún­ars­dótt­ir fyr­ir dans­verkið Ævi í sviðsetn­ingu Last Minu­te Producti­ons í sam­starfi við Íslenska dans­flokk­inn

    Sproti árs­ins 2021: Leik­hóp­ur­inn PólíS

    Barna­sýn­ing árs­ins 2021: Kaf­bát­ur í sviðsetn­ingu Þjóðleik­húss­ins

    Útvarps­verk árs­ins 2021: Með tík á heiði eft­ir Jó­hönnu Friðriku Sæ­munds­dótt­ur og í leik­stjórn Silju Hauks­dótt­ur í sviðsetn­ingu Útvarps­leik­húss­ins RÚV

    Heiður­sverðlaun Sviðslista­sam­bands Íslands 2021: Hall­veig Thorlacius og  Þór­hall­ur Sig­urðsson

    Tvær sýningar með sjö tilnefningar til Grímunnar

    jún 8, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorg­legra en manneskjan hljóta flestar til­nefningar Grímunnar, ís­lensku sviðs­lista­verð­launanna, í ár eða sjö til­nefningar hvor.

    Veitt eru verðlaun í 19 flokk­um á Grímunni í ár auk heiður­sverðlauna Sviðslista­sam­bands Íslands. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá skipu­leggj­end­um reynd­ist ekki unnt að til­nefna í flokkn­um Dans­höf­und­ur árs­ins, en verðlauna­haf­inn verður kos­inn beinni kosn­ingu af val­nefnd Grím­unn­ar.

    Vegna yf­ir­stand­andi heims­far­ald­urs hef­ur regl­um Grím­unn­ar verið hliðrað til annað árið í röð og því fær­ast sýn­ing­arn­ar Hælið, sem frum­sýnt var í sept­em­ber, og Full­orðin, sem frum­sýnd var í byrj­un árs, til næsta verðlauna­árs. Sem kunn­ugt var sýn­ing­unni Níu líf, sem frum­sýnd var í mars 2020, ekki lögð fram til Grím­unn­ar í fyrra þar sem ekki náðu nógu marg­ir dóm­nefnd­ar­menn að sjá hana vegna sam­komu­banns. Þar sem ekki reynd­ist unnt að sýna verkið á yf­ir­stand­andi leik­ári vegna sam­komutak­mark­ana fær­ist Níu líf yfir á næsta verðlauna­ár.

    Til­nefn­ing­ar árs­ins eru sem hér seg­ir: 

    Sýn­ing árs­ins 2021

    • Ekk­ert er sorg­­legra en mann­eskj­an eft­ir Frið­rik Mar­grét­ar Guð­munds­­son. Svið­setn­ing – Ad­olf Smári Unn­ars­­son og Frið­rik Mar­grét­ar Guð­munds­­son í sam­­starfi við Tjarn­ar­­bíó.
    • Hauk­ur og Lilja – Opn­un eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur. Svið­setn­ing – EP Sviðs­lista­hóp­ur.
    • Vertu úlf­ur eft­ir Unni Ösp Stef­áns­dótt­ur og Héðin Unn­­steins­­son. Svið­setn­ing – Þjóð­leik­húsið.

    Leik­rit ársins

    • Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísa­betu Jökuls­dóttur
    • The Last Kvöld­mál­tíð eftir Kol­finnu Niku­lás­dóttur
    • Vertu úlfur eftir Unni Ösp Stefáns­dóttur og Héðin Unn­steins­son

    Leikari ársins í aðal­hlut­verki

    • Björn Thors fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Ólafur Ás­geirs­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Co za por­oniony po­mysł –
    • Úff hvað þetta er slæm hug­mynd! í svið­setningu Leik­hópsins Pól-Ís í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Sigurður Þór Óskars­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Leik­kona ársins í aðal­hlut­verki

    • Edda Björg Eyjólfs­dóttir – fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps
    • Helga Braga Jóns­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni The Last Kvöld­mál­tíð í svið­setningu Leik­hópsins Ham­farir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Ilmur Kristjáns­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kópa­vog­skrónika í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Vala Kristín Ei­ríks­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Oleanna í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Leikari ársins í auka­hlut­verki

    • Arn­mundur Ernst Back­man Björns­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kópa­vog­skrónika í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Kjartan Darri Kristjáns­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Hilmir Snær Guðna­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Nas­hyrningarnir í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­kona ársins í auka­hlut­verki

    • Ást­hildur Úa Sigurðar­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni The Last Kvöld­mál­tíð í svið­setningu Leik­hópsins Ham­farir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Birna Péturs­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Bene­dikt Búálfur í svið­setningu Leik­fé­lags Akur­eyrar í sam­starfi við Menningar­fé­lag Akur­eyrar og Sin­fóníu­hljóm­sveit Norður­lands
    • Steinunn Ó­lína Þor­steins­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Nas­hyrningarnir í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­stjóri ársins

    • Adolf Smári Unnars­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­vinnu við Tjarnar­bíó
    • María Reyn­dal fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps
    • Unnur Ösp Stefáns­dóttir fyrir sýninguna Vertu Úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Sproti ársins

    • Ekkert er sorglegra en manneskjan: „Hér er óperuformið glætt nýju lífi þar sem samsöngur, samhljómur og sammannleg upplifun skiptir höfuðmáli. Höfundum tekst listavel að þræða saman hversdagsleg efnistök textans, dramatíska tónlistina og stílhreina framkomu flytjenda. Óvænt og fyndin nútímaópera um leitina að hamingjunni, auknum afköstum í vinnunni og eilífa þrá Íslendingsins eftir betri tíð.“
    • Kolfinna Nikulásdóttir fyrir leikverkið The Last Kvöldmáltíð: „Í The Last Kvöldmáltíð sjáum við frumlegan stíl og húmor. Leikskáldið brýtur viðtekin gildi og vekur upp spurningar um manneskjuna, þjóðernishyggju og þjóðrembu. Skapar sterka leikhúsupplifun með frumlegu efnisvali og djörfum og áleitnum texta.“
    • Leikhópurinn PólíS: Co za poroniony pomysł – Úff hvað þetta er slæm hugmynd! er verk sem lifir með áhorfandanum löngu eftir að tjaldið fellur. Leikhópurinn kafar ofan í tvo menningarheima og fléttar þá saman. Afraksturinn er kvöldstund þar sem listamenn og leikhúsgestir af íslenskum og pólskum uppruna ná samhljómi þvert á uppruna og tungumál.

    Barna­sýning ársins

    • Dag­draumar eftir Ingu Maren Rúnars­dóttur í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • Kaf­bátur eftir Gunnar Ei­ríks­son í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Tréð eftir Söru Marti Guð­munds­dóttur og Agnesi Wild í svið­setningu Leik­hópsins Lalalab í sam­starfi við Tjarnar­bíó

    Út­varps­verk ársins

    • Litlu jólin eftir Bjarna Jóns­son, Árna Vil­hjálms­son, Ragnar Ís­leif Braga­son og Frið­geir Einars­son í leik­stjórn Leik­hópsins Krið­p­leir, í svið­setningu Út­varps­leik­hússins og RÚV
    • Með tík á heiði eftir Jóhönnu Frið­riku Sæ­munds­dóttur í leik­stjórn Silju Hauks­dóttur, í svið­setningu út­varps­leik­hússins og RÚV
    • Vorar skuldir eftir Bjarna Jóns­son, Árna Vil­hjálms­son, Ragnar Ís­leif Braga­son og Frið­geir Einars­son í leik­stjórn Leik­hópsins Krið­p­leir, í svið­setningu Út­varps­leik­hússins og RÚV

    Dans og sviðs­hreyfingar ársins

    • Chantelle Car­ey fyrir sýninguna Karde­mommu­bærinn í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Ey­rún Ævars­dóttir, Jóa­kim Kvaran, Nick Can­dy, Bryn­dís Torfa­dóttir, Thomas
    • Bur­ke fyrir sýninguna Allra veðra von í svið­setningu Hring­leiks í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Unnur Elísa­bet Gunnars­dóttir fyrir sýninguna Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins

    Dansari ársins

    • Charmene Pang fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Dag­draumar í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • Emilía Bene­dikta Gísla­dóttir fyrir sýninguna Á milli stunda – Ég býð mig fram þrjú, í svið­setningu Unnar Elísa­betar Gunnars­dóttur
    • Inga Maren Rúnars­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni ÆVI í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins

    Búningar ársins

    • Bryn­dís Ósk Þ. Ingvars­dóttir fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Júlíanna Lára Stein­gríms­dóttir fyrir sýninguna Dag­draumar í svið­setningu Ís­lenska dans­flokksins
    • María Th. Ólafs­dóttir fyrir sýninguna Karde­mommu­bærinn í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Leik­mynd ársins

    • Egill Ingi­bergs­son og Mó­eiður Helga­dóttir fyrir sýninguna Sunnefa í svið­setningu Leik­hópsins Svipir í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Elín Hans­dóttir fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Finnur Arnar Arnar­son fyrir sýninguna Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins

    Lýsing ársins

    • Björn Berg­steinn Guð­munds­son og Hall­dór Örn Óskars­son fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Haf­liði Emil Barða­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Ólafur Ágúst Stefáns­son fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP Sviðs­lista­hóps

    Tón­list ársins

    • Frið­rik Margrétar Guð­munds­son fyrir sýninguna Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Davíð Bernd­sen, Þórður Gunnar Þor­valds­son, Prins Póló, og Snorri Helga­son fyrir sýninguna Veisla í svið­setningu Borgar­leik­hússins
    • Þórunn Gréta Sigurðar­dóttir fyrir óperuna KOK

    Söngvari eða söng­kona ársins

    • Hanna Dóra Sturlu­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni KOK í svið­setningu leik­hópsins Svartur jakki í sam­starfi við Borgar­leik­húsið
    • María Sól Ingólfs­dóttir fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Ekkert er sorg­legra en manneskjan í svið­setningu Adolfs Smára Unnars­sonar og Frið­riks Margrétar Guð­munds­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó
    • Sveinn Dúa Hjör­leifs­son fyrir hlut­verk sitt í sýningunni Die Schöne Müllerin í svið­setningu Sveins Dúa Hjör­leifs­sonar í sam­starfi við Tjarnar­bíó

    Hljóð­mynd ársins

    • Aron Þór Arnars­son, Magnús Tryggva­son Eli­as­sen og Stein­grímur Teagu­e fyrir sýninguna Kaf­bátur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Elvar Geir Sæ­vars­son og Val­geir Sigurðs­son fyrir sýninguna Vertu úlfur í svið­setningu Þjóð­leik­hússins
    • Stefán Már Magnús­son fyrir sýninguna Haukur og Lilja – Opnun í svið­setningu EP sviðs­lista­hóps

    Almar Blær, nýútskrifaður leikari á samning hjá Þjóðleikhúsinu

    jún 4, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Almar Snær Sigurjónsson hefur ráðinn til Þjóðleikhússins eftir útskrift sem leikari frá Listaháskóla Íslands.

    „Algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins“, segir leikarinn ungi sem er að ljúka sýningatörn á útskriftarverkefni nemenda við LHÍ.

    Almar Blær Sigurjónsson er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir er hann einmitt í mikilli sýningatörn í Þjóðleikhúsinu, þar sem hann og samnemendur hans sýna útskriftarverkefnið sitt Krufning á sjálfsmorði eftir Alice Birch. Almar mun í kjölfarið ganga til liðs við fastráðna leikara Þjóðleikhússins. Hann á annríkan vetur framundan og mun meðal annars leika í stórsöngleiknum Sem á himni sem Unnur Ösp mun leikstýra.

    Almar er alinn upp á Reyðarfirði og fékk leiklistarbakteríuna snemma. Hann þakkar það meðal annars Spaugstofunni og þeim áhrifum sem það hafði á hann sem ungan dreng að sjá þá félagana í sjónvarpi. Hann fékk snemma mikið álit á David Attenborough og lagði það á sig átta ára gamall og með 39 stiga hita, að bíða í röð í þrjár klukkustundir eftir að geta hitt goðið þegar hann heimsótti Ísland.

    „Ég byrjaði að leika strax í grunnskóla og hef ekki stoppað síðan. Ég var formaður leikfélagsins í Menntaskólanum á Egilstöðum öll árin mín þar; var virkur með áhugaleikfélögum á Austurlandi og notaði bara hvert tækifæri til þess að komast á svið. Ég lagði land undir fót árið 2017 og stundaði nám við dansleikhús hjá „Double Edge Theatre“ í Massachusetts í eina önn og í kjölfar þess ákvað ég að nú væri rétti tíminn til þess að reyna aftur að komast inn í Leiklistarskólann og það tókst í annarri tilraun.“

    Almar bætir því við að það sé algjör draumur að vera ráðinn til Þjóðleikhússins. „Ég man svo skýrt eftir því að hafa komið þangað á sýningar sem barn. Mér leið alltaf eins og ég væri kominn í konungshöll um leið og ég steig inn í forsalinn. Og þegar tjöldin drógust frá þá var ég undantekningarlaust agndofa.“ 

    Við hjá leikhús.is óskum Almari og Þjóðleikhúsinu til hamingju með ráðninguna og hlökkum til að sjá hann á sviðinu á komandi leikhúsvetri.

    Sýningardagatal Kómedíuleikhússins

    jún 2, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Gísli á Uppsölum er eitt þeirra verka sem sýnt verður í Kómedíuleikhúsinu í sumar.

    Það er komið sumar og leikhúsið í Haukadal Dýrafirði fyllist brátt að leik og lífi. Mikið hvað það verður gaman þá. Framundan er leikhússumar í sveitinni, minnsta atvinnuleikhkúsi Íslands, þar sem ævintýrin gerast. Við erum klár með sýningardagatal sumarsins ´21. Eigi er þó allt hér því fleiri viðburðir verða í boði í sumarleikhúsinu okkar má þar nefna skemmtidagskrá með Jóhannesi Kristjánssyni og Karl Ágúst Úlfssyni. Margt annað er í spilunum svo það er óhætt að láta sig hlakka til sumarleikhússtunda í Kómedíuleikhúsinu Haukadal.

    Miðasölusími: 891 7025 og á tix.is

    Júní 
    Þri.1. kl.20.00 Siggi Björns & Franziska TÓNLEIKAR
    Sun. 6. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 5. sýn 
    Þri. 15. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 349. sýn 
    Mið. 16. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 92. sýn
    Sun. 20. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 6. sýn 
    Mið. 23. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 93. sýn
    Fös. 25. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON – UPPSELT 350. sýn
    Sun. 27. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 7. sýn
    Mið. 30. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 94. sýn

    Júlí
    Fim. 1. kl.20.00 STURLUNGA GEÐLÆKNISINS. Óttar Guðmundsson
    Lau. 3. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 8. sýn
    Lau. 3. kl.16.00 UNDIR YGGDRASIL. Vilborg Davíðsdóttir
    Sun. 4. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 9. sýn 
    Mið. 7. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 95. sýn
    Sun. 11. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 10. sýn 
    Þri. 13. kl.20.00 GÍSLI SÚRSSON 351. sýn
    Mið. 14. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 96. sýn
    Sun. 18. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 11. sýn 
    Mið. 21. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 97. sýn 
    Lau. 24. kl.17.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 98. sýn
    Sun. 25. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 12. sýn 
    Mið. 28. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 99. sýn 

    Ágúst
    Mið. 11. kl.20.00 GÍSLI Á UPPSÖLUM 100. sýn 
    Sun. 15. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 13. sýn 
    Mið. 18. kl.20.00 GÍSI Á UPPSÖLUM 101. sýn 
    Sun. 22. kl.14.00 BAKKABRÆÐUR 14. sýn

    Sjáumst í sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins Haukadal Dýrafirði 

    Sjóarastemmning heima í stofu

    jún 1, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Síldarárin eru í forgrunni verksins Á frívaktinni sem sýnt verður á sjónvarpsstöðinni N4 á sjómannadaginn 6. júní nk.

    Á sjómannadaginn, sunnudaginn 6.júní, verður hægt að lifa sig inn í heim síldaráranna í gegnum leikritið Á frívaktinni í uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks. Leikritið verður sýnt á sjónvarpsstöðinni N4 en í því er að finna fjölda fallegra og fjörugra sjómannalaga.

    Leikfélag Sauðárkróks fagnar á þessu ári 80. ára afmæli en 9 janúar á þessu ári eru 80 ár síðan félagið var endurstofnað. Af því tilefni heimsfrumsýndi leikfélagið nýtt verk í maí sem heitir Á frívaktinni. Höfundur þess og leikstjóri er Pétur Guðjónsson.

    Æfingarferlið og aðdragandi að sýningunni hefur verið óvenjulangt þar sem byrjað var á verkinu í fyrra. Um sjómannadagshelgina eru síðustu sýningar á verkinu í félagsheimilinu Bifröst á Sauðarárkróki en þeir sem ekki eiga heimangengt á sýningarnar geta upplifað sjóarastemminguna heima í stofu að kvöldi sjómannadagsins því verkið verður sýnt á N4 sjónvarpsstöðinni kl. 20.

    Sögusvið verksins er sjávarþorp á Íslandi á tímum síldaráranna. Aðalsöguhetjan er Daníel, tvítugur piltur sem dreymir um að komast á sjó því hann vill verða ríkur og koma undir sig fótunum. Ástin kemur líka við sögu sem og aðrir litríkir íbúar í þorpinu og snertir sagan ýmsa tilfinningar, og er bæði falleg, sorgleg og fjörug. Dæmi um þekkt sjómannalög sem heyrast í verkinu eru t.d. Einsi kaldi, Þórður sjóari, Ship og hoj, Síldarstúlkan o.fl.

    Athugið að aðeins er um þessa einu sýningu á verkinu á N4 að ræða.

    Sögulegur stofnanasamningur undirritaður vegna leikara og dansara við Þjóðleikhúsið

    jún 1, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir
    Á myndinni eru meðlimir samstarfsnefndar, Arnmundur Ernst Backman Björnsson, Steinunn Þórhallsdóttir, Hrafnhildur Theódórsdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Birna Hafstein, Magnús Geir Þórðarson og Tinna Lind Gunnarsdóttir. Á myndina vantar Eddu Arnljótsdóttur, sem einnig tók þátt í starfinu.

    Í fyrsta skipti í sögu stofnanaleikhúsa á Íslandi hafa laun og réttindi dansara verið jöfnuð á við laun og réttindi leikara. Þetta er mikið og stórt framfaraskref í átt til aukins jafnréttis og þar með hefur margra ára baráttumáli Félags íslenskra leikara og Leikarafélags Íslands nú verið siglt í höfn með nýjum stjórnendum Þjóðleikhússins.

    Nýr samningur er framfarasamningur þar sem búið er að aðlaga samninginn að nútímastarfsumhverfi og metnaðarfullum áformum um enn öflugra og opnara Þjóðleikhús til framtíðar. Opnað er fyrir nýjar vinnuaðferðir, aukinn sveigjanleika, aukið samstarf og frumkvæði starfsfólks í húsinu.

    Samningurinn var unninn í góðri samvinnu Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks, Leikarafélags Íslands og Þjóðleikhússins.

    30 ára afmæli Hellisbúans

    maí 26, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    30 ÁRA AFMÆLI HELLISBÚANS!

    Hellisbúinn býður upp á drykk með hverjum miða en gestir geta einnig pantað sér drykki á borð.

    Í tilefni af 30 ára afmæli Hellisbúans verða nokkrar sýningar á þessu vinsælasta leikriti Íslandssögunnar í Gamla Bíó!

    Ef einhvern tímann hefur verið tilefni til að gleðjast og kitla hláturtaugarnar, þá er það núna!

    Hellisbúinn er einn vinsælasti einleikur heims. Hellisbúinn hefur þegar verið sýndur í 57 löndum, yfir 1000 borgum og frá upphafi hafa tugir milljóna um allan heim séð Hellisbúann.

    Jóel Sæmundsson færir Hellisbúanum nýtt líf í glænýrri sviðsetningu hans og leikstjórans Emmu Peirson en sýningin hefur verið endurskrifuð að fullu og uppfærð í takt við tímann.

    Frábær skemmtun þar sem hláturtaugarnar eru kitlaðar og margar kunnulegar aðstæður koma upp.

    Í Gamla Bíó lofum við frábærri kvöldstund, fullri af hlátri og gleði!

    ,,Salurinn hreinlega emjaði úr hlátri” – Fjarðarpósturinn

    ATH – Salnum er skipt í sóttvarnarhólf og gestir sem koma saman sitja saman við borð. Vinsamlegast takið fram ef miðahafar sem kaupa miða í sitthvorri pöntun vilja sitja saman.

    Fyrsta skiptið í útrás

    maí 20, 2021   //   by gunnarandri   //   Uncategorized  //  Engar athugasemdir

    Gaflaraleikhúsið hefur eins og önnur menningarstarfsemi í landinu fundið verulega fyrir samkomutakmörkunum í kjölfar Covid faraldurins. Þrátt fyrir verulega hömlur á sýningum og fjölda áhorfenda tókst samt að sýna hina geysivinsælu sýningu Mömmu Klikk 75 sinnum og það var gleðiefni fyrir okkur og þúsundir þakklátra áhorfenda. Skært ljós í kófinu.

    Sú hugmynd kom upp í einni af pásum ársins að það væri þjóðráð að fara í útrás með Fyrsta skiptið sem leikhúsið setti upp árið 2018 og sló algerlega í gegn.  Hún var valin besta leiksýningin það ár á Sögum, Verðlaunahátíð Barnanna og útnefnd sem ein af 10 bestu sýningum ársins hjá leiklistargagnrýnanda Morgunblaðsins. Gaflaraleikhúsið fór því  í samvinnu við Himnaríki og breska leikhópinn Barely Theatre við að láta þýða verkið, æfa það upp á ensku og kynna fyrir umheiminum. Verkið heitir á ensku My First …

    Æfingar standa nú yfir í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur sem leikstýrði upphaflegu sýningunni. Verkið verður sýnt í Unicorn leikhúsinu í London í lok júní, á Edinburgh Fringe leiklistarhátíðinn í águst og Alþjóðlegri sviðslistahátíð Assitej í Kristiansand í Noregi í september. My First … er verk sem lætur áhorfendur engjast um af hlátri um leið og hún snertir viðkvæmar taugar og vekur upp spurningar um hluti sem við þorum ekki að tala um. Alger sprengja. Til að gefa leikurunum kost á því að kynnast áhorfendum og gefa íslenskum og erlendum áhorfendum kost á að njóta þessarar frábæru sýningar verður boðið upp á nokkrar sýningar dagana 24-29. maí kl 20.00 í Gaflaraleikhúsinu. Hægt er að kaupa miða á vægu verði á tix.is og við hvetjum alla til að senda enskumælandi unglinga jafnt sem fullorðna í leikhúsið til okkar.

    Höfundar verksins eru: Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarssosn, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber og  Inga Steinunn Henningsdóttir.

    Leikarar í My first … eru: Ásgrímur Gunnarsson, Auður Finnbogadóttir, Charles Noble , Isobel Horner og James McDowell

    Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
    Ljósahönnun: Freyr Vilhjálmsso
    Tæknistjórn: Heimir Bergmann Ólafsson
    Leikmynd og búningar: Björk Jakobsdóttir.
    Tónlist: Óli Gunnar Gunnarsson, Mikael Emil Kaaber og Hallur Ingólfsson
    Þýðandi: Ásgrímur Gunnarsson
    Þýðing lagatexta: Óli Gunnar Gunnarsson
    Framleiðendur: Lárus Vilhjálmsson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir

    Síður:«1...25262728293031...95»
    loading

    Takk fyrir að skrá þig!