Engin veit hve haft hefur fyrr en höft hindra árlega gleði á borð við Actið. Það skapast eitthvað tómarúm og tilveran verður örlítið einsleitari. Í tvö ár hefur ekki verið neitt Act en nú loksins er haldið Act á ný á Suðureyri. Act alone á Suðureyri fer fram dagana 4. – 6. ágúst og er dagskráin einstaklega vegleg og um leið alþjóðleg. Eitthvað í boði fyrir alla en alveg einsog í gamla daga þá er ókeypis á Actið einsog verið hefur frá upphafi. Boðið verður uppá einstakar leiksýningar, tónleika, götulist, myndlist, ritlist, uppistand og dans. Að vanda er talan einn í aðalhlutverki á Actinu því aðeins verður boðið uppá viðburði með einum listamanni hverju sinni.
Einsog í gamla daga þá hefst Actið með veglegri fiskiveislu enda mikilvægt að næra magann áður en andinn er fóðraður með einstakri list. Að þessu sinni er alþjóðlegur blær yfir dagskrá ársins því boðið verður upppá viðburði frá Bandaríkjunum, Danmörku, Ítalíu og Parakúæ auk vitanlega fjölda innlendra viðburða. Frá Bandaríkjunum fáum við einleikina, Let It be Art með Ronald Rand sem fjallar um leikhúslistamanninn Harold Clurman og Pink Hulk með Valerie David sem er sjálfsævisöguleikur þar sem leikkonan segir á áhrifaríkan hátt fyrir glímu sinni við krabbamein. Frá Parakuæ koma tvær brúðulistakonur Carola Mazzotti og Tess Rivarola. Þær hafa hlotið alþjóðlega vikurkenningu fyrir list sína og verða bæði með brúðusleikýningar sem og brúðunámskeið fyrir börn. Danssýning ársins er Okkur hefur langað til að brotna í sundur með hinni dönsku Mathilde Mensink. Frá Ítalíu kemur svo trúðurinn Marco Borghetti.
Að vanda stígur fjöldi íslenskra listamanna á stokk á Actinu. Björn Thoroddsen slær fyrstu tóna ársins með einstökum konsert á opnunarkveldinu. Kveldið eftir stígur kollegi hans Herbert Guðmundsson á stokk. Daginn eftir, á laugardag, verða fjölskyldutónleikar með Dr. Gunna og um kveldið eru tónleikar með Kela. Af leiksýningum má nefna, Það sem er með Maríu Ellingsen og Síldarstúlkur með Halldóru Guðjónsdóttur. Þrír einleikir verða á fjölunum með leikaranemum úr Listaháskóla Íslands. Margt fleira mætti nefna m.a. verður Arnar Jónsson á eintali og Hrafnhildur Hagalín er skáld ársins.
Loks má geta þess að það verður einnig hægt að fara ókeypis á Actið, því langferðabifreið Actins gengur daglega millum Ísafjarðar og einleikjaþorpsins Suðureyri.
Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur.
Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu.
Einleikurinn er sýndur á hringleikahúsinu Grandahvarfi, Kópavogi í júlí. Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum í Kópavogi og er styrkt af Kópavogsbæ. Panta þarf miða á tix.is, en frítt er inn á sýninguna!
Sviðið er staðsett á horni Elliðahvammsvegar og Grandahvarfs. Strætó 28 stoppar hjá hringleikahúsinu, á biðstöð sem heitir Elliðahvammur. Einnig er nóg er af bílastæðum við sviðið. Verkið er sýnt utandyra, komið klædd eftir veðri. Áhorfendur sitja á grasþöktum tröppum. Sniðugt er að koma með pullur, tjaldstóla eða hvað annað sem þægilegt er að sitja á á meðan sýningunni stendur. Lengd: 40 mín.
Höfundar: Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius
Leikkona: Hólmfríður Hafliðadóttir
Leikstjóri: Magnús Thorlacius
Tónlist: Iðunn Einars
Aðstoð við plakat: Tómas Óli K. M.
Myndbönd: Hákon Örn Helgason
Sérstakar þakkir: Vinnuskólinn í Kópavogi, Starfsfólk Molans, Steinunn hjá Starfsleikni, Soffía hjá Kópavogsbæ, fyrrum flokkstjórar, vinir og allir unglingarnir
Leiklistarskóla
BÍL var slitið í 25 sinn um liðna helgi. Fjörutíu nemendur útskrifuðust af 3
námskeiðum en auk þeirra voru 11 höfundar í heimsókn að vinna að verkum sínum.
Haldin voru námskeiðin Leiklist I í stjórn Ólafs Ásgeirssonar, Leikstjórn II
sem Jenný Lára Arnórsdóttir stýrði og sérnámskeiðið Hvernig segjum við sögu? í
stjórn Ágústu Skúladóttur.
Þau tíðindi voru tilkynnt á lokakvöldi að skólastýrur til 15 ára, þær Dýrleif Jónsdóttir og Hrefna Friðriksdóttir myndu nú láta af störfum. Var þeim klappað lof í lófa og þær leystar út með gjöfum með þakklæti fyrir fórnfúst starf í þágu skólans í einn og hálfan áratug. Þá voru nýir skólastjórnendur kynntir til sögunnar en það eru þau F. Elli Hafliðason og Jónheiður Ísleifsdóttir.
Leikritið Sjö ævintýri um skömm varð hlutskarpast á Grímunni í ár með fékk alls sex verðlaun og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022. Þetta er í tuttugastsa skipti sem íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt en hátíðin var fyrst haldin þann 16. júní árið 2003. Sýning ársins var 9 líf og hlaut leikritið alls þrenn verðlaun en Halldóra Geirharðsdóttir hlaut bæði verðlaunin Leikkona ársins í aðalhlutverki og Söngvari ársins. Sýningarnar Rómeó og Júlía og AIŌN hrepptu einnig þrenn verðlaun hvor og var Emil í Kattholti valin Barnasýning ársins. Heiðursverðlaun Sviðslistasambandsins hlaut Ólafur Haukur Símonarson fyrir ævistarf sitt. Vinningshafana má sjá hér að neðan.
Sýning ársins 9 Líf Eftir Ólaf Egil Egilsson Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikrit ársins Sjö ævintýri um skömm Eftir Tyrfing Tyrfingsson Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins Stefán Jónsson Sjö ævintýri um skömm Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikari ársins í aðalhlutverki Hilmir Snær Guðnason Sjö ævintýri um skömm Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikari ársins í aukahlutverki Vilhjálmur B Bragason Skugga Sveinn Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar
Leikkona ársins í aðalhlutverki Halldóra Geirharðsdóttir 9 líf Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikkona ársins í aukahlutverki Margrét Guðmundsdóttir Ein komst undan Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Leikmynd ársins Börkur Jónsson Sjö ævintýri um skömm Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Búningar ársins Þórunn Elísabet Sveinsdóttir Sjö ævintýri um skömm Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Lýsing ársinsHalldór Örn Óskarsson Sjö ævintýri um skömm Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Tónlist ársins Anna Þorvaldsdóttir AIŌN Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hljóðmynd ársins Salka Valsdóttir, Kristinn Gauti Einarsson Rómeó og Júlía Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Söngvari ársins Halldóra Geirharðsdóttir 9 líf Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Dansari ársins Shota Inoue Rómeó <3 Júlía Íslenski dansflokkurinn
Danshöfundur ársins Erna Ómarsdóttir AIŌN Íslenski dansflokkurinn & Sinfóníuhljómsveit Íslands
Dans- og sviðshreyfingar ársins Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo Rómeó og Júlía Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Barnasýning ársins Emil í Kattholti Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands 2022 Ólafur Haukur Símonarson
Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson hlaut flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í dár með tólf tilnefningar. Þar á eftir kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar.
Tilnefningarnar til íslensku sviðslistaverðlaunanna, Grímuverðlaunanna, voru kynntar í Þjóðleikhúskjallaranum í dag. Verðlaunahátíðin sjálf fer fram eftir viku, þriðjudagskvöldið 14. júní. Sýnt verður beint frá hátíðinni á RÚV.
Tilnefningar til Grímunnar 2022:
Sýning ársins:
9 líf
Eftir Ólaf Egil Egilsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
AIŌN
Eftir Ernu Ómarsdóttir og Önnu Þorvaldsdóttir
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands
BALL
Eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
Sjö ævintýri um skömm
Eftir Tyrfing Tyrfingsson
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikrit ársins:
9 líf
Eftir Ólaf Egil Egilsson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Blóðuga kanínan
Eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Sviðsetning – Fimbulvetur í samastarfi við Murmur productions og Tjarnarbíó
Njála á hundavaði
Eftir Hjörleif Hjartarson
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Sjö ævintýri um skömm
Eftir Tyrfing Tyrfingsson
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikstjóri ársins:
Ólafur Egill Egilsson
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Una Þorleifsdóttir
Ást og upplýsingar
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Stefán Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Vala Ómarsdóttir
TÆRING
Sviðsetning – HÆLIÐ setur um sögu berklanna í samstarfi við LA
Agnes Wild
Tjaldið
Sviðsetning – Miðnætti í samstarfi við Borgarleikhúsið
Leikari í aðalhlutverki:
Almar Blær Sigurjónsson
Ásti og upplýsingar
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Björn Stefánsson
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Gísli Örn Garðarsson
Ég hleyp
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Hilmir Snær Guðnason
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Sigurbjartur Sturla Atlason
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikari í aukahlutverki:
Eggert Þorleifsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Hallgrímur Ólafsson
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Sigurður Þór Óskarsson
Emil í Kattholti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Snorri Engilbertsson
Framúrskarandi vinkona
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Vilhjálmur B Bragason
Skugga Sveinn
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar
Leikkona í aðalhlutverki:
Ebba Katrín Finnsdóttir
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Halldóra Geirharðsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Ilmur Kristjánsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Vala Kristín Eiríksdóttir
Þétting hryggðar
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Vigdís Hrefna Pálsdóttir
Framúrskarandi vinkona
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikkona í aukahlutverki:
Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Emil í Kattholti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Margrét Ákadóttir
Ein komst undan
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Margrét Guðmundsdóttir
Ein komst undan
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Leikmynd ársins:
Ilmur Stefánsdóttir
9 líf
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Eva Signý Berger
Emil í Kattholti
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Hvíla sprungur
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
Guðný Hrund Sigurðardóttir
Kjarval
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Börkur Jónsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Búningar ársins:
Erna Guðrún Fritzdóttir
BALL
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
Aldís Davíðsdóttir
Hetja
Sviðsetning – Skýjasmiðjan
Karen Briem & Sunneva Weisshappel
Rómeó <3 Júlía
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn
Anna Rún Tryggvadóttir og Urður Hákonardóttir
Rómeó og Júlía
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Lýsing ársins:
Egill Ingibergsson og Móeiður Helgadóttir
Ein komst undan
Sviðsetning – Borgarleikhúsið
Björn Bergsteinn Guðmundsson
Framúrskarandi vinkona
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Pálmi Jónsson
Hvíla sprungur
Sviðsetning – Íslenski dansflokkurinn & Last Minute Productions
Halldór Örn Óskarsson
Sjö ævintýri um skömm
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Ólafur Ágúst Stefánsson
Skugga Sveinn
Sviðsetning – Leikfélag Akureyrar
Tónlist ársins:
Anna Þorvaldsdóttir
AIŌN
Sviðsetning – Íslenski Dansflokkurinn og Sinfoníuhljómsveit Íslands
Guðmundur Óskar Guðmundsson, Matthildur Hafliðadóttir
Ásta
Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Axel Ingi Árnason
Góðan daginn, faggi
Sviðsetning – Stertabenda í samstarfi við Þjóðleikhúsið
Listahópurinn Kvistur sendir frá sér fjórða leikritið í röð hlaðvarpsleikrita en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs. Leikritið er eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttir og var skrifað árið 2016 og vann þá meðal annars örleikrita samkeppni Uppsprettunnar. Leikkonan og fíflið fjallar um stöðu leikhússins sem samfélagsrýnis en í gegnum samræður leikkonunnar við fíflið er snert á sögu leikhússins og velt upp spurningum um hlutverk leikarans og áhorfandans.
Leikarar eru Gunnar Jónsson og Eyrún Ósk Jónsdóttir en Óskar Harðarson sér um tónlist og hljóðmynd.
Í júní heldur Hugvísindasvið HÍ ráðstefnu um leikhús- og sviðslistarannsóknir. Yfirskrift ráðstefnunnar er Shifting Centres – In the middle of nowhere. Ráðstefnan er á vegum International Federation for Theatre Research, en hún er haldin árlega. Ráðstefnan fer fram á ensku. Heimsþingið hér á Íslandi hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, að frumkvæði nokkurra íslensku leikhúsfræðinganna Magnúsar Þórs Þorbergssonar og Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Í fyrra var ráðstefnan haldin á Írlandi, en þurfti að fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Síðasta staðarráðstefna IFTR var í Shanghai í Kína árið 2019. Ráðstefnan hér verður svokallað heimsþing, eða World congress, en ráðstefnurnar kallast það þegar aðalfundur samtakanna er haldinn, á fjögurra ára fresti.
Á ráðstefnunni verða um 800 erindi og tekur hún heila vinnuviku, mánudag 20. til föstudags 24. júní. Þrír aðalfyrirlestrar ráðstefnunnar verða haldnir í Háskólabíó sem og aðalfundur IFTR. Innan samtakanna eru einnig starfandi 22 rannsóknarhópar (Working groups) sem lúta að ýmsum sviðum leiklistar og/eða sviðslista og eiga fundir þeirra sinn stað innan ráðstefnunnar. Málstofur rannsóknarhópa eru opnar nema annað sé tekið sérstaklega fram. Einnig eru sérstakar málstofur fyrir New Scholars, sem eru sérstaklega ætlaðar fólki í masters- eða doktorsnámi í faginu. Auk þess verða almennar málstofur, eða General Panels.
Í tengslum við ráðstefnuna verða nokkrir útgefendur fagrita með sölusýningu á nýjum og nýlegum ritum í Bóksölu Stúdenta.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða einhvern hluta vikunnar geta fengið ráðstefnugjaldið niðurfellt. Sjálfboðaliðar sjá m.a. um tæknilega aðstoð í stofum, vísa fólki til vegar og fleira tilfallandi.
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Dýrafirði er orðið fastur liður í hinu vestfirska sumri. Sumarsýning ársins er,
Listamaðurinn, og verður frumsýnd miðvikudaginn 15. júní. Sýningin verður síðan
á fjölunum vikulega eftir það í Haukadalnum og ávallt á miðvikudögum.
Miðasölusími Kómedíuleikhússins er 891 7025. Kómedíuleikhúsið í Haukadal er
aðeins steinsnar frá þorpinu Þingeyri.
Listamaðurinn er áhrifamikil leiksýning um
Samúel Jónsson í Selárdal sem kallaður var, Listamaðurinn með barnshjartað. Listamaðurinn
skapaði sína eigin listaveröld í Selárdal sem skákar öllum Disney löndum. Það
er Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk Listamannsins og er hann
einnig höfundur leiksins. Leikstjóri er Marsibil G. Kristjánsdóttir.
Það verður einnig talsvert um gestakomur í
Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins. Fyrsta gestasýningin í sumar er einleikurinn,
Stelpur og strákar, eftir Dennis Kelly með Björk Guðmundsdóttur. Leikurinn
verður sýndur föstudaginn 3. júní og er miðasala þegar hafin. Fleiri gestir eru
væntanlegir og því um að gera að fylgjast vel með Kómedíuleikhúsinu í Haukadal
í sumar.
Nansen á Þingeyri
Kómedíuleikhúsið er einnig að bæta við sig
leikhúsi í sumar. Þar er um að ræða sérstakt Söguleikhús Kómedíuleikhússins sem
er til húsa í Salthúsinu á Þingeyri. Söguleiksýning ársins er, Nansen á
Þingeyri, og verður frumsýnd þriðjudaginn 21. júní í Salthúsinu. Sýningin
verður síðan á fjölunum vikulega eftir það og ávallt á þriðjudögum. Miðasölusíminn
sá sami 891 7025 og rétt er að geta þess að Salthúsið er staðsett í hjarta
þorpsins Þingeyri.
Söguleikurinn, Nansen á Þingeyri, segir af
einni eftirminnilegustu heimsókn í sögu þorpsins Þingeyri. En það er án efa
þegar landkönnuðurinn norski Friðþjófur Nansen dvaldi á eyrinni um tveggja
vikna skeið áður en hann lagði í sína fræknu för á Grænlandsjökul. Elfar Logi
Hannesson er bæði leikari og höfundur leiksins, búningahönnuður er Þ. Sunneva
Elfarsdóttir og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
Nú er ekkert annað gera en að skella sér
vestur í sumar og njóta leikhússins vestfirska.
Samlestur er nýtt hlaðvarp, skemmtiþáttur þar sem stjórnendur elta uppi sköpunarglatt fólk úr áhugaleikfélögum landsins. Viktor Ingi Jónsson og Lilja Guðmundsdóttir sem stýra þættinum, setjast niður í hverri viku með „… sturluðum leikstjórum, fárveikum leikhúsbakteríusjúklingum, geggjuðum leikurum, brjálæðislega skapandi höfundum og öllu klikkaða liðinu á bakvið tjöldin“ eins og segir í fréttatilkynningu. Markmið með hlaðvarpinu er að búa til vettvang fyrir listamenn og félög/hópa af öllum toga til að koma verkum sínum á framfæri, vekja athygli á áhugaleikfélögunum og samfélaginu sem þau hafa að geyma og sýna hversu mikilvægt þetta samfélag er fyrir svo marga. Stjórnendur stenfa að því að gefa út 6 þætti á mánuði. Annan hvern föstudag koma út opnir þættir, þ.e.a.s. þættir sem eru aðgengilegir án endurgjalds á öllum helstu streymisveitum. Einnig er boðið upp á vikulega þætti sem eru í áskrift. Innifalið í áskriftinni er nýr þáttur alla miðvikudaga og allskonar aukaefni.
Eins og aðstandendur segja sjálfir: „Við ætlum að setja okkur allskonar markmið og prófa hluti sem við höfum aldrei gert áður og kannski hræðumst. Með því að velja áskriftarleiðina þá fáið þið tækifæri til að fylgjast með því ferli. Sjáum hversu langt við þorum að stíga út fyrir þægindarammann. Til þess að við getum haldið áfram að breiða út boðskapinn um mikilvægi áhugaleikfélaganna þá hvetjum við fólk til að styrkja okkur með því að tryggja sér áskrift inn á pardus.is/samlestur – þar er hægt að hlusta á allt efni sem við gefum út og þú þarft ekki neitt app. Þú getur spilað beint úr vafra. Áskriftin kostar ekki nema 990 kr.“
Lilja og Viktor auglýsa einnig eftir efni frá leikfélögunum:
„Við viljum endilega fá að heyra hvað sé í gangi hjá ykkar leikfélagi. Þannig ef þið hafið áhuga á að koma í spjall og segja okkur frá því sem er í gangi eða er framundan. þá hvetjum við ykkur til að hafa samband.
Vid erum líka að skoða þá hugmynd að setja upptökugræjurnar í tösku, leggja land undir fót og keyra út á land til að heimsækja leikhúsin og fá að sjá hvað er verið að bralla og taka upp þættina í leiðinni.“
Á undanförnum tveimur
áratugum hefur Taylor Mac skapað sýningar sem í senn ögra og fagna
fjölbreytileika mannlífsins, og hafa hlotið alþjóðleg verðlaun.
Í sýningunni A
24-Decade History of Popular Music fer Mac yfir sögu Bandaríkjanna frá stofnun
þeirra árið 1776 frá persónulegu og óvenjulegu sjónarhorni. Verkið var mörg ár
í vinnslu og var upprunalega sýnt sem stakur 24 klukkutíma viðburður. Sýningin
var valin á lista New York Times yfir bestu sviðslistaviðburði, bestu
leiksýningar og bestu tónlist ársins 2016, og árið 2020 hlaut Taylor Mac
Ibsenverðlaunin fyrir verkið.
Fyrir fyrstu sýningu
sína í Reykjavík hefur þessi margverðlaunaða sviðslistamanneskja sett saman
brjálæðislega skemmtilega dagskrá, þar sem svið og salur eru eitt, og blandað
er saman tónlist úr verkinu A 24-Decade og nýjum lögum. Á sviðinu með Mac verða
Matt Ray, tónlistarstjóri og útsetjari, og Machine Dazzle, búningahönnuður og
flytjandi, ásamt frábærri hljómsveit.