Sambönd mæðra og dætra hafa löngum verið talin flókin og gefa sálfræðingum nokkuð að iðja um ókomin ár. Því er þó ekki að neita að slík sambönd eru bæði djúp og tilfinningarík. Leikverkið Mother Load fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining, friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur eða verr) eru böndin milli sterkra sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og full ástar.
Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu.
Susan Stein fer með hlutverk Ettyar, tjáir sig hispurslaust og talar beint til áhorfandans. Susan þræðir sig í gegnum verkið með kærleika og samkennd (jafnvel til óvinarins) í leit að tilganginum í lífi Ettyar og tilgangi lífsins í þeim hryllingi sem fylgdi hernámi nasista. Etty Hillesum uppgötvar sinn eigin sannleik sem hún kallar Guð, og opnar sig upp á gátt fyrir kraft þess að vera lifandi og jarðtengd og bera vitni um þau ósköp sem drifu á daga hennar.
Etty biður okkur á blíðan en hreinskilin hátt að skilja sig ekki eftir í Auschwitz heldur að leyfa henni að eiga svolítinn hlut að því sem hún vonar að geti orðið betri veröld.
Leikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur, en hópurinn hefur frá árinu 2007 ferðast með sýningar sínar um landið þvert og endilangt. Í sumar eru liðin 10 ár frá því að Gilitrutt var frumsýnd hjá Leikhópnum Lottu en um er að ræða eitt vinsælasta verk hópsins frá upphafi.Í ævintýrinu um Gilitrutt fléttast saman sögurnar um geiturnar þrjár og Búkollu auk þjóðsögunnar um Gilitrutt. Að auki fá áhorfendur að kynnast bróður hennar Gilitruttar honum Bárði, fólkinu á bænum Bakka og fleiri skemmtilegum persónum úr Ævintýraskóginum.Gilitrutt er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.Miðaverð 3.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri. Bæði er hægt að nálgast miða á staðnum sem og á tix.isHlökkum til að sjá sem flesta!
Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir Leikarar: Andrea Ösp Karlsdóttir, Rósa Ásgeirsdóttir, Sigsteinn Sigurbergsson, Stefán Benedikt Vilhelmsson og Sumarliði V Snæland Ingimarsson Leikskáld: Anna Bergljót Thorarensen Höfundar tónlistar: Baldur Ragnarsson, Björn Thorarensen, Gunnar Ben og Helga Ragnarsdóttir Höfundar lagatexta: Baldur Ragnarsson Hljóðblöndun tónlistar: Axel „Flex“ Árnason Hljóðblöndun á sýningum: Þórður Gunnar Þorvaldsson Búningahönnun: Kristína R. Berman og leikhópurinn Danshöfundur: Sif Elíasdóttir Bachmann, Ágústa Skúladóttir & leikhópurinn Leikmyndahönnun: Andrea Ösp Karlsdóttir og Sigsteinn Sigurbergsson Leikmunir: Leikhópurinn
Sviðslistahópurinn Rauði sófinn í samstarfi við MurMur
productions og Borgarleikhúsið setur upp nýstárlega uppfærslu af Aðventu
Gunnars Gunnarssonar, einni af helstu perlum íslenskra bókmennta.
Einvala lið listafólks kemur að uppsetningunni en með leikstjórn fer
Egill Ingibergsson sem einnig mun móta leikgerð ásamt þeim Móeiði
Helgadóttur leikmunahönnuði og Þórarni Blöndal, myndlistamanni.
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir hannar og klæðir persónur verksins og þau
Friðgeir Einarsson, Lovís Ósk Gunnarsdóttir og Sigurður Halldórsson, sem
jafnframt hannar hljóðheim verksins, munu ljá þeim líf í samhljómi við
tækni og töfra leikhússins.
Hópurinn kom
saman í Borgarleikhúsinu um helgina og byrjaði að kafa í söguna og
hugarheim Gunnars en verkið verður frumsýnt á Nýja sviði
Borgarleikhússins 3. desember 2023, fyrsta sunnudag í aðventu.
Í
sýningunni verður leitast við að miðla þáttum verksins – stórfenglegri
náttúru, ríku innra lífi aðalsögupersónunnar Benedikts og samspilinu þar
á milli – án orða þar sem myndlist, tónlist, leiklist og tækni mynda
órofa heild. Áhorfandinn dregst inn í iðandi stórhríð en sér þar hjörtu
sem bjarma frá sér kærleika og ást.
Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir Alanis Morrissette og Diablo Cody.
Söngleikurinn Eitruð lítil pilla byggir á tónlist af plötu Alanis Morrissette, Jagged Little Pill, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins. Platan seldist í tugmilljónum eintaka þegar hún kom út árið 1995 og er meðal söluhæstu hljómplatna allra tíma. Hún hlaut fimm Grammy-verðlaun og gerði hina 21 árs gömlu Alanis að alþjóðlegri stórstjörnu á einni nóttu. Tónlist Alanis einkenndist af óbeisluðum krafti og hráum og hnitmiðuðum textum. Lög á borð við „You Oughta Know“, „You Learn“ og „Ironic“ eru ótvírætt meðal helstu einkennislaga tíunda áratugarins.
Söngleikur byggður á tónlist Alanis var frumsýndur á Broadway í lok árs 2019 og sló rækilega í gegn þrátt fyrir Covid-hindranir. Hann hlaut fimmtán tilnefningar til Tony-verðlaunanna og hreppti meðal annars verðlaunin fyrir besta handritið, en höfundur þess, Diablo Cody, er sennilega þekktust sem handritshöfundur kvikmynda á borð við Juno (2007), Young Adult (2011) og Tully (2018).
Eitruð lítil pilla segir frá Healy-fjölskyldunni; hjónunum Mary Jane og Steve og börnum þeirra Nick og Frankie. Það er allt í himnalagi hjá Mary Jane. Eiginmaðurinn Steve er í góðri stöðu, sonurinn Nick var að komast inn í Harvard og dóttirin Frankie… tja… hún er svo skapandi og lífleg. Steve vinnur reyndar 60 tíma á viku, Nick er að bugast undan væntingunum sem til hans eru gerðar og Frankie reynir að fóta sig sem ættleidda tvíkynhneigða dóttir úthverfadrottningarinnar. En Mary Jane er í lagi. Þessar nokkru Oxycontin töflur á dag eru bara til að slá rétt aðeins á sársaukann eftir bílslysið í fyrra. Smátt og smátt er farið að kvarnast upp úr fallegu fjölskyldumyndinni sem Mary Jane sendir með jólakortinu á hverju ári og áður en yfir lýkur þarf öll fjölskyldan að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir – óþægilegar staðreyndir sem eru kannski grundvöllur lífsins þegar betur er að gáð.
Stórstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir snýr aftur í Borgarleikhúsið í hlutverki Mary Jane, eiginmanninn Steve leikur Valur Freyr Einarsson og stjörnum prýddan leikhópinn fylla meðal annars Aldís Amah Hamilton, Íris Tanja Flygenring, Sigurður Ingvarsson, Haraldur Ari Stefánsson og Elín Sif Hall.
Leikstjóri: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Þýðendur: Matthías Tryggvi Haraldsson og Ingólfur Eiríksson
Danshöfundur: Saga Sigurðardóttir
Tónlistarstjóri: Örn Eldjárn
Leikmynd: Eva Signý Berger
Búningar: Karen Briem
Lýsing: Pálmi Jónsson
Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson
Jóhann Vigdís Arnardóttir (Mary Jane), Valur Freyr Einarsson (Steve), Aldís Amah Hamilton (Frankie), Sigurður Ingvarsson (Nick), Íris Tanja Flygenring (Jo), Haraldur Ari Stefánsson (Phoenix), Elín Sif Hall (Bella), Sölvi Dýrfjörð (Andrew), Rakel Ýr Stefánsdóttir (Lily), Hákon Jóhannesson (Charlie), Esther Talía Casey, Birna Pétursdóttir, Hannes Þór Egilsson, Védís Kjartansdóttir og Marinó Máni Mabazza.
Frumsýning 16. febrúar 2024 á Stóra sviði Borgarleikhússins.
Æfingar á þriðja hluta Mayenburg-þríleiksins hófust í vikunni. Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir fara með hlutverkin og Mayenburg sjálfur sér um leikstjórn en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikstýrir á Íslandi.
Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar.
Þriðji hlutinn heitir Ekki málið og verður heimsfrumsýning á verkefinu á fjölum Þjóðleikhússins í september. Eins og áður sagði mun höfundurinn sjálfur, Marius von Mayenburg leikstýra verkinu en það var Benedict Andrews sem leikstýrði fyrri verkunum tveimur. Öll verkin þrjú verða sýnd samhliða í nóvember.
Í tilkynningu frá leikhúsinu segir að verkin þrjú séu merk fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að hér sé á ferð heimsfrumsýning á verkum eftir eitt eftirsóttasta leikskáld samtímans og vegna þess að þríleikur af þessu tagi hafi aldrei verið sviðsettur hérlendis.
„Ex og Ellen B. voru frumsýnd á þessu leikári og hlutu mikið lof gagnrýnenda og afragðs aðsókn. Meðal þess sem gagnrýnendur nefndu var að hér væri um heimsviðburð að ræða, sýningu þar sem allt gengi upp og að stjörnuleikur einkenndi uppsetningarnar. Enn eru tvær sýningar eftir á EX á leikárinu en nú hefur verið ákveðið, vegna þeirra móttakna sem sýningarnar hafa fengið, að þær komi allar aftur á svið í nóvember og verði þá sýndar í takmarkaðan tíma,“ segir í tilkynningu.
Æfingar hófust á verkinu í vikunni. Bjarni Jónsson þýddi en sem fyrr er það Nína Wetzel sem hannar leikmynd og búninga.
Leikhópurinn Perlan býður upp á leikhúsveislu í tilefni að 40 ára afmæli sínu. Frumsýnd verða tvö ný verk á þessum merku tímamótum. Fyrir hlé verður fjölskylduleikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö. Eftir hlé fáum við Slysaskot í Palestínu byggt á samnefndu ljóði. Ný leikgerð var samin upp úr æfintýrinu Mjallhvít og dvergarnir sjö. Boðorð Metoo byltingarinnar um að ekki eigi að kyssa sofandi stúlku án samþykkis eru fléttuð inní þetta klassíska ævintýri. Einnig er fjölbreytileika samfélagsins fagnað þar sem hver má vera með sínu nefi svo framarlega sem það skaðar ekki neinn.
Létt og skemmtilegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna.
Leikarar eru: Birgir Þórisson Eva Peters Felix Magnússon Garðar Samúel Hreinsson Gerður Jónsdóttir Hildur Ýr Viðarsdóttir Hreinn Hafliðason Ragnar Ragnarsson Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson (Fúsi) Sigrún Árnadóttir
Þrjár mannverur stíga út fyrir þægindarammann í leit að hugarró og vellíðan í amstri hversdagsins. Þau leggja af stað í sjálfnærandi ferðalag, hannað fyrir bæði líkama og sál, en að ná fullkominni slökun hefur aldrei verið eins mikilvægt og á tímum sem þessum. Nú þarf að sigra hugann, örva skilningarvitin og komast í tengsl við líkama og sál. Ekkert má út af bregða.
Lónið er sviðsverk um eymd mannlegrar tilveru á fordæmalausum tímum. Stóra sal Tjarnarbíós er umbreytt í snoturt baðlón þar sem flytjendur verksins svamla um í ökkladjúpu vatninu. Við fylgjumst með þeim gera heiðarlega tilraun til að njóta alls þess sem hægt er að óska sér í manngerðu náttúruundrinu. Lónið í Tjarnarbíói er nefnilega hápunktur mannlegs samfélags; neysluvæn paradís full af fallegum söngvum, skemmtilegu afþreyingarefni, djúpum teygjuæfingum, órökstuddum rökræðum, brotnum sjálfsmyndum og algjöru tilgangsleysi nútímamanneskjunnar. Hvað gæti mögulega klikkað?
Lengd: 60 mínútur.
Texti og leikstjórn: Magnús Thorlacius Flytjendur: Jökull Smári Jakobsson, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir Tónlist og hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Aðstoðarleikstjórn og sviðshreyfingar: Ragnhildur Birta Ásmundsdóttir Myndbönd: Hákon Örn Helgason, Nikulás Tumi Hlynsson Leikmynd og ljósahönnun: Magnús Thorlacius Aðstoð við búninga: Annalísa Hermannsdóttir Samsköpun í leikferli: Bjartey Elín Hauksdóttir, Hákon Örn Helgason, Jökull Smári Jakobsson, Magnús Thorlacius, Melkorka Gunborg Briansdóttir, Nikulás Tumi Hlynsson, Vigdís Halla Birgisdóttir Leikstjórn á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir Kvikmyndataka á markaðsefni: Annalísa Hermannsdóttir, Hákon Örn Helgason Litaleiðrétting á markaðsefni: Nikulás Tumi Hlynsson Ljósmyndir af sýningu: Owen Fiene, Brian FitzGibbon PR: Björk Guðmundsdóttir Sérstakar þakkir: Anna María Tómasdóttir, Annalísa Hermannsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir, Egill Ingibergsson, Fjölnir Gíslason, Guðmundur Felixson, Karl Ágúst Þorbergsson, Tryggvi Gunnarsson Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.
Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk frá árinu 2010 eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu, sem vakið hefur mikla athygli. Umfjöllunarefni verksins er mismunun og fordómar, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar.
Tveir karlmenn, eldri borgari, leikin af Eggerti Þorleifssyni og erlendur farandverkamaður, leikin af Snorra Engilbertssyni, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en bóka þarf miða. Sýningar eru á opnunartíma Krónunnar, en áhorfendur fylgjast með hljóðheimi verksins í gegnum heyrnartól sem þeir fá á staðnum, gegn framvísun aðgöngumiða.
Athugið að aðeins 20 – 25 gestir komast á hverja sýningu.
Sýningin, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur, verður sviðsett í Krónunni á Granda. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst!
Ókeypis er á sýninguna en hver gestur þarf að fá heyrnatól svo það er mikilvægt að bóka sér pláss.
Leikfélag Blönduóss hefur legið í dvala í hartnær áratug en nú verður aldeilis breyting þar á. Leikfélagið setur nú á svið fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Ungur og ferskur leikhópur tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum.
Eins og forynja félagsins, G. Eva Guðbjartsdóttir orðar það þá hefur félagið „…verið að safna á sig köngulóavef undanfarin ár enda hefur ekki verið sett upp síðan 2014 og eru þetta því stór skref að stíga að byrja upp á nýtt nánast, með nýjan leikhóp. En núna erum við heldur betur búin að ryksuga og erum búin að vera á fullu að æfa, smíða, stússa og skapa töfra! Það styttist í að við getum sýnt ykkur afraksturinn og allir eru mjög spenntir!“
Dýrið og Blíða er fjölskylduleikrit frá 1951, byggt á ævintýrinu sígilda. Disney-myndin vinsæla byggir á sömu sögu en efnistökin eru nokkuð ólík. Höfundur verksins [Nicholas Stuart Gray] er eitt ástsælasta barnaleikskáld Breta og verkið er leiftrandi af breskum húmor. Ævintýrið er fallegt og aðeins sorglegt, smekkfullt af töfrum. Verkið hentar allri fjölskyldunni nema kannski allra yngstu börnunum.
Sýnt verður í Félagsheimilinu á Blönduósi verða sýningar:
Laugardagur 29.apríl kl: 15:00 – Frumsýning
Sunnudagur 30.apríl kl: 15:00 – 2.sýning
Þriðjudagur 2.maí kl: 17:00 – 3. sýning
Miðvikudagur 3.maí kl: 17:00 – 4. sýning
Miðasala er í gegnum skilaboð á facebooksíðu félagsins eða í eftirfarandi símum milli kl 16.00-20.00: Erla – 825 1133 / Kristín – 847 1852.