Pabbastrákar er nýtt íslenskt gamanleikrit þar sem nostalgía sígildra sólarlandaferða Íslendinga er sett á svið
Það er sumarið 2007 og lífið er ljúft. Leiðir tveggja ólíkra karlmanna tvinnast saman á ströndum Playa Buena. Fjölskyldufaðirinn Ólafur hefur þaulskipulagt fríið til að styrkja tengslin við fjarlægan táningsson sinn. Allt fer úr skorðum þegar hann ruglast á töskum við sveimhugann Hannes, sem er á Playa Buena í allt öðrum erindagjörðum. Í þessari sólstrandarflækju þurfa tveir pabbastrákar að fóta sig í heimi kvartbuxna, krampa og karaoke-bara.
Hákon Örn Helgason meðlimur grínhópsins VHS og Helgi Grímur Hermannsson einn höfunda How to Make Love to a Man leiða saman hesta sína í verkinu, þar sem kómísku ljósi er varpað á sambönd sona og feðra.
ATHUGIÐ AÐ ÖLL SVIÐSVERK ERU SÝND Í STUTTAN TÍMA Í TJARNARBÍÓ
Höfundar og flytjendur: Hákon Örn Helgason og Helgi Grímur Hermannsson Tónlist og flutningur: Andrés Þór Þorvarðarson Dramatúrg og meðhöfundur: Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Leikmynd og búningar: Aron Martin Ásgerðarson Ljósahönnun: Magnús Thorlacius Plakat & hönnun: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir Framkvæmdastjórn: Sverrir Páll Sverrisson
Verkefnið er styrkt af Sviðslistasjóði.
Hugleikur Dagsson er kominn aftur heim eftir langa veru í húmorslausasta landi heims, Þýskalandi. Hann á svo mikið af nýju efni að hann er hreinlega að springa . Þegar spurður um titil sýningarinnar sagði Hugleikur ,,Ekki hugmynd-uppistands eitthvað“ og sá titill stendur enn enda mun hann fara um víðan völl í uppistandi sínu.. Hugleikur mun fá alls kyns grínara til að hita upp fyrir hverja sýningu. Þetta verður eitthvað rosalegt. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá Hugleik á sviði á Íslandi loksins!
Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Þjóðleikhúsið frumsýnir Ást Fedru eftir Söruh Kane í Kassanum föstudaginn 9. september en það er jafnframt frumflutningur verksins á Íslandi. Í aðalhlutverkum eru Margrét Vilhjálmsdóttir,
sem snýr aftur á svið Þjóðleikhússins eftir nær tíu ára fjarveru, og Sigurbjartur Sturla Atlason. Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir verkinu, og er það frumraun hennar í Þjóðleikhúsinu. Sarah Kane er eitt áhrifamesta breska samtímaleikskáldið.
Sarah Kane (1971-1999) er eitt áhugaverðasta leikskáld síðari tíma og verk hennar höfðu afgerandi áhrif á leikritun í heiminum og eru orðin sígild. Þau hafa í senn heillað fólk og gengið fram af því, eru hrá, hugvitssamleg, fyndin og full af sprengikrafti. Leikritið Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði.
Ást Fedru er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum. Verkið talar beint inn í samtímann og veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins.
Margrét Vilhjálmsdóttir gengur nú á ný til liðs við Þjóðleikhúsið, í hlutverki Fedru. Aðrir leikarar eru Sigurbjartur Sturla Atlason, Þuríður Blær Hinriksdóttir, Hallgrímur Ólafsson og Þröstur Leó Gunnarsson.
Leikstjóri er Kolfinna Nikulásdóttir en hún nálgast gróteskan efniviðinn á ferskan hátt og varpar óvæntu ljósi á fegurð mannskepnunnar í kraftmikilli uppfærslu. Kolfinna leikstýrði meðal annars óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.
Í fyrsta sinn í Tjarnarbíói: Sundlaug á sviði! SUND er sjónrænt, gamansamt og blautt leikverk sem fjallar um sundmenningu okkar Íslendinga. Hvað hlerum við í sundi? Hvers vegna eru túristar alltaf með handklæði á bakkanum og hvað gerist eiginlega í kvöldsundi? Í verkinu SUND sjáum við tónlistarmann, dansara og leikara bregða sér í hlutverk sundgesta og gefa okkur súrrealíska innsýn inn í musteri íslenskrar menningar, sundlaugina.
Höfundur og leikstjóri: Birnir Jón Sigurðsson
Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Leikmynd- og búningar: Kristinn Arnar Sigurðsson
Ljósahönnuður: Fjölnir Gíslason
Framleiðandi: Kara Hergils, MurMur Productions
Flytjendur:
Andrean Sigurgeirsson
Erna Guðrún Fritzdóttir
Eygló Hilmarsdóttir
Friðrik Margrétar-Guðmundsson
Kjartan Darri Kristjánsson
Þórey BirgisdóttirVerkefnið er styrkt af Sviðslistarsjóði.
Glæný leikrit og sígild meistaraverk, þar sem tekist er á við brýn samfélagsmál, ásamt stórsýningum fyrir alla fjölskylduna
Byltingarkennt áskriftarkort fyrir ungt fólk í anda Spotify og Storytel, auk hefðbundinna, sívinsælla leikhúskorta
7. sýning hvers verks á Stóra sviðinu verður textuð á ensku og íslensku
Erlent samstarf og ný, spennandi íslensk verk á fjölbreyttu leikári
75. leikár Þjóðleikhússins er nú hafið en sýningar hefjast um næstu helgi á Draumaþjófnum. Boðið verður upp á nýtt áskriftarfyrirkomulag fyrir ungt fólk í anda Spotify og Storytel til viðbótar við hið hefðbundna áskriftarkort sem nýtur mikilla vinsælda. Af öðrum nýjungum má nefna að 7. sýning verka á Stóra sviðinu verður textuð á íslensku og ensku. Fræðslustarf er eflt og leikhúsið stendur fyrir leikferðum um land allt.
Nýtt og fjölbreytt leikár er nú að hefjast. Leikárið samanstendur af metnaðarfullum verkum sem takast á við fjölbreytileika lífsins, vináttuna, ástina og gleðina en fjalla líka um samskipti kynjanna, umhverfismálin og stríðsrekstur, svo fátt eitt sé nefnt. Stórar fjölskyldusýningar og glæný íslensk verk verða einnig á dagskrá, svo öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Framhald verður á vel heppnuðu erlendu samstarfi við margt fremsta leikhúslistafólk heims, t.d. með því að heimsfrumsýna síðasta hlutann í þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn hans sjálfs en fyrri hlutarnir tveir, Ellen B. og Ex., voru sigurvegarar Grímunnar í ár og fylltu Þjóðleikhúsið á vormánuðum. Öll verkin þrjú verða sýnd nú í haust.
Mútta Courage og börnin í uppsetningu Unu Þorleifsdótturverður frumsýnt á Stóra sviðinu í október, Edda í uppsetningu Þorleifs Arnar verður jólasýningin og fjölskyldusýningin Frost í leikstjórn Gísla Arnar verður frumsýnd hér í byrjun mars, en uppfærsla hans á verkinu í Osló verður frumsýnd nú í haust. Eltum veðrið er sprúðlandi fyndin sýning flutt og samin af okkar fremstu gamanleikurum, Saknaðarilmur er nýtt leikrit eftir Unni Ösp sem er byggt á sögum Elísabetar Jökulsdóttur en sami hópur stendur að sýningunni og skapaði verðlaunasýninguna Vertu úlfur, og nú er það Björn Thors sem leikstýrir. Ebba Katrín mun leika eitt athyglisverðasta nýja leikrit samtímans, Orð gegn orði í leikstjórn Þóru Karítasar en Kolfinna Nikulásdóttir leikstýrir kraftmikilli uppsetningu á hinu goðsagnarkennda verki Söruh Kane, Ást Fedru. Á vordögum mun leikhópurinn Complicité sýna, í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri leiðandi leikhús í Evrópu, uppsetningu á Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tocarczuk. Fjölmargar barnasýningar verða í boði á minni sviðum og í leikferðum en Draumaþjófurinn heillar áfram nú í haust.
Spennandi nýjungar fyrir ungmenni – áskriftir í anda Spotify og Storytel Á þessu leikári verður boðið upp á glænýja áskriftarleið sem galopnar leikhúsið fyrir ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. Fyrir aðeins 1.450 kr. á mánuði geta ungmenni séð allar sýningar Þjóðleikhússins eins oft og hver og einn vill. Notendur þurfa ekki að bóka sig með löngum fyrirvara, því kortið gildir á sýningar samdægurs. Fyrirkomulagið er sambærilegt við það sem áskrifendur að Spotify, Storytel eða Netflix þekkja vel, og á svipuðu verði. Með þessu lækkar leikhúsið verðþröskuldinn sem oft hefur hindrað ungt fólk í að koma í leikhús og kynnir nútímalegt fyrirkomulag sem ungu fólki líkar.
7. hver sýning á Stóra sviðinu verður textuð á íslensku og ensku Önnur spennandi nýjung er sú að 7. sýning hvers verks a Stóra sviðinu verður textuð á ensku og íslensku og þannig opnum við leikhúsið fyrir enn fleirum. Áfram er boðið upp á umræður að lokinni 6. sýningu. Hefðbundin leikhúskort eru enn í boði en með þeim geta leikhúsgestir tryggt sér þrjár eða fleiri sýningar með 30% afslætti.
Fjölbreytt dagskrá verður í Kjallaranum sem hefur fest sig í sessi sem einstaklega áhugaverður vettvangur hópa sem hafa í gegnum söguna dansað á jaðrinum og blómstrað í reykmettuðum bakhúsum, á klúbbum og börum.
Aukinn kraftur í fræðslustarfi og nýr leikhússkóli í burðarliðnum Í vetur verður boðið upp á metnaðarfulla fræðsludagskrá. Sem fyrr verður elstu bekkjum leikskóla boðið í leikhús og farið verður með sýningar víða um land, bæði sem skólasýningar og opnar sölusýningar. Nýr leikhússkóli fyrir ungt fólk verður kynntur á næstu vikum. Framhald verður á vel heppnuðu samstarfi við Endurmenntun um fróðleg og spennandi námskeið fyrir börn og fullorðna. Sýningin Ég get fer í leikferð um landið síðar í haust. Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, þann 3. desember, verður haldin leikhúsveisla á Stóra sviði Þjóðleikhússins en það er jafnframt lokaviðburður hátíðahalda í tilefni tuttugu ára afmælis Listar án landamæra.
House of Revolution Þjóðleikhúsið býður listafólki með ólíkan bakgrunn, úr ólíkum menningarkimum að láta ljós sitt skína í Kjallaranum. Á þessu leikári er það R.E.C. Arts Reykjavík sem sér um listræna stjórnun verkefnisins fyrir Þjóðleikhúsið.
Þjóðleikhúsið mun á næstu dögum kynna glænýja áskriftarleið fyrir ungt fólk á aldrinum 15 – 25 ára sem veitir þeim aðgang að öllum sýningum leikhússins á leikárinu, eins oft og hver vill á mun lægra verði en áður hefur þekkst í leikhúsum hérlendis. Um er að ræða áskriftarform í ætt við þá sem þekkist hjá Spotify, Netflix, Storytel og sambærilegum veitum þar sem greitt er mánaðargjald gegn ótakmarkaðri notkun. Verðinu er mjög stillt í hóf, en fyrir aðeins 1.450 kr. á mánuði býðst ungu fólki að sjá allar sýningar leikhússins eins og oft og það kýs.
Stjórnendur leikhússins segja að þetta sé byltingarkennd leið til að opna leikhúsið enn frekar fyrir ungu fólki en í þeim hópi er stór hópur leikhúsunnenda en fyrir marga er verðið hár þröskuldur. Með fastri áskrift í tíu mánuði býðst áskrifendum að tryggja sér miða samdægurs, eins oft og hugurinn girnist. Með þessari leið vill Þjóðleikhúsið tryggja að dyr leikhússins verði galopnaðar fyrir ungu fólki, en verð á leiksýningar hefur reynst vera helsta hindrunin í að þessi hópur sæki leikhús.
Þjóðleikhúsið mun afhjúpa fjölbreytt og metnaðarfullt, nýtt leikár í næstu viku og þá hefst sala á nýju opnu kortunum samhliða sölu hefðbundinna áskriftarkorta. Á komandi leikári mun Þjóðleikhúsið einnig kynna fjölmargar aðrar nýjungar sem miða að því að opna leikhúsið enn frekar, t.a.m. verður 7.sýning hvers verks textuð á íslensku og ensku.
Í kvöld, þriðjudag 27. júní, frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikverk Fransí Biskví. Hér er saga hinna frönsku sjómanna í aðalhlutverki en þeir voru árlegir gestir í Dýrafirði í rúmar tvær aldir. Fransí Biskví er sýning ársins í Sumarleikhúsi Kómedíuleikhússins í Haukadal Dýrafirði sem verður í brakandi sumarstuði í allt sumar. Miðasala á sýningar Sumarleikhússins fer fram í síma 891 7025 en einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar á tix.is
Höfundur og leikari Fransí Biskví er Elfar Logi Hannesson. Tónlist í leiknum er eftir Björn Thoroddsen, gítarleikara, Sunnefa Elfarsdóttir hannar búning og leikmynd og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Í Fransí Biskví verður hin fransk íslenska sjómannasaga sögð með sérstakri áherslu á sögu- og leikhústaðinn Haukadal. Árlega voru hinir frönsku sjómenn fastir, eða öllu heldur siglandi gestir á Haukadalsbótinni. Mörg gerðust þar samskiptin og ævintýrin millum Haukdæla og Fransmanna svo úr varð meira að segja sérstakt tungumál, Haukadalsfranska.
„Haukadalur varð snemma jafnvel bara frá landnámi eða frá tímum Gísla sögu Súrssonar, miðstöð mikilla umsvifa. Þegar þar fór svo að myndast þorp jukust umsvifin enn meir. Ástæðan var ekki síst Haukadalsbótin sem snemma varð vinsæl hjá sjófarendum enda þar upplagt að vera til að laga sitt fley, umsalta afla eða bíða af sér veðrið. Það voru ekki síst erlend skip sem völdu bótina í Haukadal sem einskonar akkeri og voru þar einkum um að ræða franska sjómenn. Voru hinir frönsku árlegir gestir í Haukadal í langan tíma og þá einkum á 19. öldinni og langt fram undir fyrri heimstyrjöld. Ósjaldan komu hinir frönsku í land í Haukadal og áttu margvísleg sam- sem viðskipti við heimamenn. Mest var þar um að ræða skiptikaupmennsku sem er um margt góður buisness. Einkum var þar umað ræða prjónles, vettlingar, er þá frönsku vanhagaði um og gáfu í staðinn hið fræga harða kex, Fransí Biskví.“
Sýningar á Fransí Biskví í Kómedíuleikhúsinu Haukadal verða sem hér segir.
Frumsýning þriðjudaginn 27. júní, 2. sýning föstudaginn 7. júlí, 3. sýning sunnudaginn 9. júlí, 4. sýning miðvikudaginn 19. júlí og lokasýning verður laugardaginn 22. júlí.
Allar sýningar hefjast klukkan 20 og miðasala fer fram í síma 891 7025 og á tix.is
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru afhent í 21. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu. Leiksýningin Ellen B. var valinn sýning ársins auk þess sem Benedict Andrews fékk verðlaun sem leikstjóri ársins og Benedikt Erlingsson fékk verðlaun sem leikari ársins í aukahlutverki.
Stórleikarinn Arnar Jónsson hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Hlaut hann viðurkenninguna „fyrir framúrskarandi og ómetanleg störf í þágu íslenskrar leiklistar“.
Sýning
ársins: Ellen
B.
Leikrit
ársins: Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson
Leikstjóri
ársins: Benedict
Andrews – Ellen B.
Leikari
í aðalhlutverki: Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan
Leikari
í aukahlutverki: Benedikt
Erlingsson – Ellen B.
Leikkona
í aðalhlutverki: Nína
Dögg Filippusdóttir – Ex
Leikkona
í aukahlutverki: Íris
Tanja Flygenring – Samdrættir
Íslandsklukkan eftir Halldór Laxness í leikgerð leikhópsins Elefant, hlýtur flestar tilnefningar til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða 10 talsins. Næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, hlýtur söngleikurinn Chicago.
Veitt verða verðlaun í 17 flokkum auk Heiðursverðlauna Sviðslistasambands Íslands, sem veitt eru einstaklingi sem þykir hafa skilað framúrskarandi ævistarfi í þágu sviðslista á Íslandi. Gríman verður afhent í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 14. júní og sýnd beint á RÚV.
Íslandsklukkan er í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar og í sviðsetningu leikhópsins Elefant í samstarfi við Þjóðleikhúsið, en verkið fær meðal annars tilnefningar í flokkunum sýning ársins, leikstjóri ársins, leikari og leikkona í aðalhlutverki og leikari í aukahlutverki.
Sýning ársins Chicago Ellen B. Ex Geigengeist Íslandsklukkan
Leikrit ársins Á eigin vegum eftir Maríönnu Clöru Lúthersdóttur og Sölku Guðmundsdóttur Hið ósagða eftir Sigurð Ámundsson Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar eftir Sveinn Ólaf Gunnarsson og Ólaf Ásgeirsson Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Leikari í aðalhlutverki Björgvin Franz Gíslason – Chicago Gísli Örn Garðarsson – Ex Hallgrímur Ólafsson – Íslandsklukkan Jóhann Sigurðarson – Síðustu dagar Sæunnar Sveinn Ólafur Gunnarsson – Venus í feldi
Leikari í aukahlutverki Arnþór Þórsteinsson – Chicago Benedikt Erlingsson – Ellen B. Davíð Þór Katrínarson – Íslandsklukkan Jörundur Ragnarsson – Prinsessuleikarnir Ólafur Ásgeirsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Leikkona í aðalhlutverki Ásthildur Úa Sigurðardóttir – Svartþröstur Guðrún S. Gísladóttir – Síðustu dagar Sæunnar Nína Dögg Filippusdóttir – Ex María Thelma Smáradóttir – Íslandsklukkan Sara Dögg Ásgeirsdóttir – Venus í feldi
Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson og Petr Hloušek – Draumaþjófurinn Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga Mirek Kaczmarek – Prinsessuleikarnir Kjartan Þórisson – Geigengeist Pálmi Jónsson – Macbeth
Tónlist Áskell Harðarson – Verk nr. 2.1 Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson – Geigengeist Kristjana Stefánsdóttir – Hvað sem þið viljið Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan Urður Hákonardóttir – Hringrás
Hljóðmynd Gísli Galdur Þorgeirsson og Aron Þór Arnarsson – Ellen B. Sigurður Ámundason, Óskar Þór Ámundason og Andri Björgvinsson – Hið ósagða Unnsteinn Manuel Stefánsson – Íslandsklukkan Urður Hákonardóttir – Hringrás Þorbjörn Steingrímsson – Macbeth
Söngvari Björgvin Franz Gíslason – Chicago Björk Níelsdóttir – Þögnin Hye-Youn Lee – Madama Butterfly Margrét Eir – Chicago Valdimar Guðmundsson – Óbærilegur léttleiki knattspyrnnunar
Dansari Díana Rut Kristinsdóttir – Til hamingju með að vera mannleg Embla Guðrúnar Ágústsdóttir – Góða ferð inn í gömul sár Ernesto Camilo Aldazábal Valdes – Íslandsklukkan Katrín Vignisdóttir – Chicago Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás
Danshöfundur Gígja Jónsdóttir & Pétur Eggertsson – Geigengeist Valgerður Rúnarsdóttir – Dansa, hvað er betra en að dansa Þyri Huld Árnadóttir – Hringrás Dans og sviðshreyfingar Juliette Louste – Ég lifi enn – sönn saga Lee Proud – Chicago Lee Proud – Draumaþjófurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir og hópurinn – Til hamingju með að vera mannleg Unnur Elísabet Gunnarsdóttir – Them
Sproti ársins Grasrótarstarf óperulistamanna Tóma rýmið Dunce – tímarit um dans, koreógrafíu og gjörningalist