CalmusWaves
Fimmtudaginn 26. maí n.k. verður dansverkið CalmusWaves frumflutt á Nýja sviði Borgarleikhússins. CalmusWaves er dansverk við tónverk sem samið er í rauntíma af tónskáldum, dönsurum og hljóðfæraleikurum með tónsmíðaforritinu CalmusComposer.
Tónskáld og danshöfundur skilgreina ramma sem dansarar vinna innan, með spuna. Dansararnir bera á sér hreyfiskynjara sem senda skilaboð í tónsmíðaforritið og hafa þannig áhrif á framþróun verksins í rauntíma. Hljóðfæraleikarar lesa tónlistina svo beint af Calmus Notation, smáforriti á iPad, með þráðlausri tengingu við CalmusComposer. Dansararnir geta einnig með hreyfingum sínum haft áhrif á ljós og rafhljóð í verkinu.
CalmusWaves skiptist í afmarkaða, ólíka kafla sem lýsa
allir mismunandi bylgjuhreyfingum, stórum sem smáum,
í vatni, lofti eða tómarúmi. Bylgjurnar sem móta verkið, með tilliti til hraða, þéttleika og tíðni, eru ýmist hljóðbylgjur, dansspor eða hreyfingar.
CalmusComposer er hugbúnaður sem gerir fólki kleift, með aðstoð gervigreindar og hefðbundinna tónsmíða- aðferða, að semja tónlist í rauntíma.
Dansarar: Noora Hannula, Julie Rasmussen
og Elin Signý Weywadt Ragnarsdóttir. Danshöfundur og dansari: Kasper Ravnhøj.
Aðstoðardanshöfundur: Védís Kjartansdóttir.
Tónlistarflytjendur: Stockholm Saxophone Quartet og Tinna Þorsteinsdóttir, píanóleikari.
Tónskáld: Kjartan Ólafsson.
Verkið er á dagskrá Listhátíðar 2016 og er unnið í samstarfi við Borgarleikhúsið.