Býr Íslendingur hér | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Býr Íslendingur hér

    byrislher stórLeikfélag Akureyrar, Menningarfélagið Hof og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sameinuðust undir merkjum MAk, Menningarfélags Akureyrar, um síðustu áramót. Leikritið Býr Íslendingur hér sem frumsýnt verður í september i Samkomuhúsinu á Akureyri verður ein af þeim leiksýningum sem hið nýja félag mun framleiða næsta vetur. Fjölbreytt dagskrá MAk verður kynnt 20. ágúst en ný heimasíða – www.mak.is mun opna um miðjan júní. 

    Leikgerð Þórarins Eyfjörð á bók Garðars Sverrissonar Býr Íslendingur hér verður fyrsta verkefnið sem leiklistarsvið MAk frumsýnir næsta vetur. Bók Garðars greinir frá lífsbaráttu Leifs Muller í fangabúðum nasista. Nú eru liðin 70 ár frá því að útrýmingarbúðir nasista voru frelsaðar af bandamönnum í lok seinni heimstyrjaldarinnar árið 1945.

    Leifur ólst upp í Reykjavík en fór sem ungur maður til Noregs í nám. Hann er síðan staddur í Noregi þegar nasistar hernema landið. Hann gerir áætlun um að komast heim til Íslands en er svikinn í hendur Gestapó af öðrum Íslendingi, færður í einangrun og þaðan sendur til Grini fangabúðanna í nágrenni Oslóar . Þaðan flytja Þjóðverjar hann til Sachsenhausen sem eru alræmdar vinnu- og útrýmingarbúðir Nasista. Frásögn Leifs er einstök í bókinni, hugrökk og hispurslaus og vakti mikla athygli þegar hún kom út á sínum tíma.

    Frásögnin í Býr Íslendingur hér brýnir fyrir okkur ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja og segir okkur sögu sem aldrei má falla í þagnargildi.

    Hinn þjóðkunni leikari Arnar Jónsson sem stjé sín fyrstu sviðsspor í Samkomuhúsinu á Akureyri mun leika í sviðssetningunni ásamt Benedikt Karli Gröndal. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og tónlist er í höndum Davíðs Þórs Jónssonar. Um leikmynd og búninga sér Íris Eggertsdóttir. 

    Sýningin verður frumsýnd í Samkomuhúsinu þann 18. september.

     

     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!