Borgarleikhúsið leitar að Emil og ídu
Viltu leika?
Borgarleikhúsið leitar að krökkum á aldrinum 8–12 ára til að fara með hlutverk Emils og Ídu í sýningunni Emil í Kattholti sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu næsta vetur. Skráning í prufur er til og með 13. maí. Í prufunni þarf að syngja lag og taka þátt í leiklistarleikjum.
Áætlað er að æfingar á Emil í Kattholti hefjist snemma í haust 2021. Vertu með!