Borgarleikhúsið leitar að dansandi og syngjandi börnum | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Borgarleikhúsið leitar að dansandi og syngjandi börnum

    blaihnötturinn stor

    Borg­ar­leik­húsið leit­ar nú að 22 börn­um til að fara með hlut­verk í Sög­unni af bláa hnett­in­um eft­ir Andra Snæ Magna­son. Verkið verður fyrsta upp­færsla næsta leik­árs og leik­stýrt af Bergi Þór Ing­ólfs­syni sem jafn­framt sem­ur leik­gerð en tón­list­in verður í hönd­um Kristjönu Stef­áns­dótt­ur. Æfing­ar hefjast í maí en áætluð frum­sýn­ing er 17.sept­em­ber.

    Leitað er að börn­um sem geta sungið, dansað og leikið, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá leik­hús­inu. Öllum krökk­um á aldr­in­um átta til fjór­tán ára er boðið að taka þátt í pruf­un­um sem fara fram dag­ana 7. Til 15. apríl. Skrán­ing fer fram í Borg­ar­leik­hús­inu miðviku­dag­inn 6. apríl klukk­an 16.

    Sag­an af Bláa hnett­in­um eft­ir Andra Snæ hef­ur komið út á 12 tungu­mál­um og hlaut ís­lensku bók­mennta­verðlaun­in árið 1999, Jan­usz Korczak hon­orary aw­ard 2000 og Vestn­or­rænu Barna­bóka­verðlaun­in 2001. Hún seg­ir frá blá­um hnetti lengst úti í geimn­um þar sem búa hálf­gerð villi­börn sem full­orðnast ekki.

    Eitt kvöldið þegar Brim­ir og Hulda eru stödd í Svörtu­fjöru birt­ist stjarna á himni sem stefn­ir beint á þau. Stjarn­an lend­ir í fjör­unni með mik­illi spreng­ingu en í reykn­um mót­ar fyr­ir skugga­legri veru sem star­ir út í myrkrið. Þá hefst hættu­legt æv­in­týri sem leiðir börn­in um myrka skóga, djúpa dali og loft­in blá. Reyn­ir þá sem aldrei fyrr á vináttu og ráðsnilld barn­anna á bláa hnett­in­um.”



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!