Blái hnötturinn
Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar
FJÖLSKYLDUSÝNING SEM BREYTIR HEIMINUM
Lengst úti í geimnum búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum. Þau sofa þegar þau eru þreytt, borða þegar þau eru svöng og leika sér þegar þeim dettur í hug. Kvöld eitt birtist stjarna á himnum sem fellur til „jarðar“ með miklum látum.
Í reyknum mótar fyrir skuggalegum verum og þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um dimma skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá á vináttu og ráðsnilld barnanna sem aldrei fyrr. Blái hnötturinn er mikilvægt og hugmyndaríkt ævintýri, þar sem brýnt er fyrir fólki að sýna réttlæti og mannúð og um leið er það viðvörun að hlaupa ekki eftir innantómu stuði. Síðast en ekki síst er það ábending um að varðveita æskuna í sjálfum sér og öðrum.
Leikritið hefur farið sigurför um heiminn frá því það var frumsýnt árið 2001 og unnið til fjölda verðlauna. Þau Bergur Þór og Kristjana Stefánsdóttir taka Bláa hnöttinn í faðminn, semja söngtexta og tónlist og hafa fundið tuttugu og tvö hæfileikarík börn til að taka þátt í sýningunni.
Höfundur: Andri Snær Magnason
Leikgerð: Bergur Þór Ingólfsson
Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir
Búningar: María Ólafsdóttir
Lýsing: Þórður Orri Pétursson
Danshöfundur: Chantelle Carey
Tónlist: Kristjana Stefánsdóttir
Hljóð: Garðar Borgþórsson
Leikgervi: Árdís Bjarnþórsdóttir
Myndband: Petr Hlousek
Upptökustjórn: Daði Birgisson
Aðstoðarleikstjórn: Hlynur Páll Pálsson
Aðstoðardanshöfundur: Guðmundur Elías Knudsen
Leikarar: Björn Stefánsson, Guðmundur Elías Knudsen, Hjörtur Jóhann Jónsson, Andrea Birna Guðmundsdóttir, Andrea Lapas, Ágúst Örn Wigum, Baldvin Alan Thorarensen, Bjarni Kristbjörnsson, Björgvin Ingi Ólafsson, Emilía Bergsdóttir, Erlen Isabella Einarsdóttir, Gabríel Máni Kristjánsson, Grettir Valsson, Gríma Valsdóttir, Guðríður Jóhannsdóttir, Gunnar Hrafn Kristjánsson, Hjörtur Viðar Sigurðarson, Hulda Fanný Pálsdóttir, Iðunn Ösp Hlynsdóttir, Pétur Steinn Atlason, Rut Rebekka Hjartardóttir, Sóley Agnarsdóttir, Steinunn Lárusdóttir, Sölvi Viggósson Dýrfjörð, Vera Stefánsdóttir