Blæði : obsidian pieces
Íslenski dansflokkurinn og Listahátíð í Reykjavík sameinast í stórverkefni. BLÆÐI er einstakt danskvöld þar sem sýnd verða verk eftir þrjá heimsþekkta danshöfunda.
Danshöfunarnir þrír eru þessir:
Damien Jalet hefur t.a.m. samið verk fyrir Parísar Óperuna, Skoska Dansleikhúsið, Louvre safnið í París og Íslenska dansflokkinn við mjög góðan orðstír og unnið með stórstjörnum úr listaheiminum á borð við Marinu Abramovic, Bernhard Willem og Christian Fennesz.
Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga. Hún hefur unnið með nokkrum fremstu dans- og sviðlistahópum Evrópu og starfar núna sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins.
Sidi Larbi Cherkaoui er einn sá allra eftirsóttasti danshöfundur heims í dag og hefur meðal annars samið fyrir Parísar Óperuna, Cedar Lake í New York og Konunglega danska ballettinn. Hann tók nýverið við starfi listræns stjórnanda Flæmska Konunglega Ballettsins.
Verkin eru þessi:
Black Marrow eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við frumsamda tónlist Ben Frost.
Í Black Marrow birtist tær máttur líkamans sem reynir að lifa af í kæfandi heimi þar sem eðlishvötin hefur verið iðnvædd. Black Marrow var upprunalega samið fyrir Chunky Move, einn helsta nútímadansflokk Ástralíu, og sýnt á Alþjóðlegri Listahátíð Melbourne árið 2009. Verkið birtist hér í nýrri mynd, sérstaklega útfært fyrir og með Íslenska dansflokknum.
Les Médusées eftir Damien Jalet.
Ásækið kventríó, upphaflega samið fyrir Louvre listasafnið í París, sem sækir innblástur sinn í hið töfrandi eðli gyðjustyttnanna í Marly garði safnsins.
Tvö brot úr hinu geisivinsæla verki Babel(words) eftir Damien Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui.
Sin er nautnafullur og kraftmikill dúett sem sækir innblástur sinn í goðsagnirnar um hið upprunalega par og þeirra sameinuðu og sundruðu krafta.
The Evocation er nútíma túlkun á Zikr, athöfn innan súfisma, þar sem endurtekning á einu orði er notað til að varpa burt álögum.