Aukasýningar
Það eru aukasýningar á Óþarfa offarsa hjá Leikfélagi Kópavogs í apríl.
Borgarstjórinn liggur undir grun um fjárdrátt og lögreglan undirbýr gildru á móteli til að standa hann að verki. Fljótt kemur í ljós að lögreglufulltrúarnir tveir eru ekki þeir allra hæfustu og samband annars þeirra við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi einfaldar ekki framvinduna. Þegar við þetta bætast svo óöruggur öryggisvörður úr Ráðhúsinu, illskiljanlegur leigumorðingi og elskuleg borgarstjórafrú er ekki von á góðu.
Miðaverð er 2.600 kr. en eldri borgarar fá miðann á 1.300 kr. Miðasala: midasala@kopleik.is.
Aukasýningar í apríl:
Lau. 17. apríl kl. 20.00
Sun. 19. apríl kl. 20.00
Fim. 23. apríl kl. 20.00