Ástrósu Elísdóttur leist vel á sendiherra lífið! | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Ástrósu Elísdóttur leist vel á sendiherra lífið!

    astros

    VIÐTALIÐ: BAK VIÐ TJÖLDIN

    Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
    Leikhúsfræðingur, leiðsögumaður, mastersnemi í ritlist, söngkona, mamma og margt fleira. Ég vinn við að sjá um fræðsludeild Borgarleikhússins.
     
    Í hvaða stjörnumerki ertu?
    Ég er meyja, en með tungl í fiskum og rísanda í krabba. Stjörnukortið mitt er uppfullt af andstæðum og ólíkum stjörnumerkjum.
     
    Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    Ég tilkynnti það sjö ára í beinni útsendingu hjá Hemma Gunn að ég ætlaði að verða rithöfundur og bakari. Annars hafði ég afar margar og ólíkar hugmyndir um það fram eftir öllum aldri. Á tímabili vildi ég helst giftast sendiherra, ég sá fyrir mér að þá myndi ég lifa lífinu undirbúandi stórar og flottar veislur, spjallandi við fólk á öllum tungumálum og fengi reglulega að flytjast á milli landa. Ég nennti samt ekki að standa í því að vera sendiherra sjálf.
     
    Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
    Ég er glaðlynd, ástrík og klár. Ég tala alltof mikið, á erfitt með að taka gagnrýni og fæ kvíðakast ef ég þarf að pakka í tösku.
     
    Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
    Kalkúnninn hjá Frænku á gamlaárskvöld, og sérstaklega stöffingin sem honum fylgir.
     
    Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
    Dúkkuheimili, aftur. Mér finnst hún stórfengleg. Eitthvað það allra besta sem ég hef séð í leikhúsi.
     
    Hvaða áhugamál áttu þér?
    Að skapa list, pæla í list, njóta listar. Í breiðustum skilningi þess hugtaks. Svo fæ ég mjög mikið kikk út úr prófarkalestri og á QuizUp finnst mér skemmtilegast að keppa í Spelling.
     
    Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
    Jazz.
     
    Hvað fer mest í taugarnar á þér?
    Neikvæðni.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
    Skorradalurinn.
     
    Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
    Á erfitt með að velja á milli staða á Ítalíu. Feneyjar, Flórens, Alberobello, Matera, Napoli og Sorrento, ýmsir staðir á Sikiley, Marina di Massa.
     

    HRAÐASPURNINGAR

    Flytja til London eða New York?
    New York.
     
    Eiga hund eða kött?
    Kött.
     
    Borða heima heima eða úti daglega?
    Úti
     
    Finnst þér betra að vinna á morgnana eða kvöldin?
    Kvöldin.
     
    Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
    Vín.
     
    Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
    Lesa.
     
    Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
    Andlit.
     
    Veldu: Sturtu eða bað?
    Bað.
     
    Veldu: RÚV eða Stöð 2?
    Rúv.
     
    Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
    Einlæg.
     
    Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
    Ekki búa þig alltaf undir það versta. Vonaðu það besta fram í rauðan dauðann. Þú munt alltaf geta höndlað vonbrigðin hvort eð er.
     



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!