Arty Hour #11 – Minnisvarði 16 elskendur | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Arty Hour #11 – Minnisvarði 16 elskendur


     
    Arty Hour #11
    Fimmtudaginn 26. febrúar, kl. 20:00

    Listastundin, Arty Hour, er mikilvægur þáttur í þeirri stefnu Tjarnarbíós að opna vinnusmiðjur listamanna fyrir áhorfandanum og hvetja til umræðna.

    Sá 11. er alveg sérstaklega spennandi í þetta skiptið. Umræðuefnin ná milli Írans og Íslands, fjalla um Prómeþeif úr grísku goðafræðinni, fegurð, stjórnmál, þrýstinginn sem fylgir karlmennskunni og sviðssetningu sjálfsins, svo eitthvað sé nefnt.

    Fram koma:

    Nazanin Askari og Marta Nordal
    Nazanin er fædd í Íran og hefur barist fyrir jafnrétti og frelsi til hugsana og tjáningar. Hún var dæmd til lífshættulegrar refsingar og flúði land. Hún býr nú á Íslandi og ætlar að segja okkur frá upphafi ferðar sinnar. Hún vinnur að því með Mörtu Nordal að setja á svið leikrit byggt á sögu hennar. Þær munu kynna stöðu mála á Arty Hour, bæði persónulega og pólitískt.

    Hannes Óli Ágústsson
    Hugmynd Hannesar, sem enn er í vinnslu, er innblásin af hinum stóra græna Hulk, en teygir sig út í könnun á skrýmslum og mönnum. Þar kemur fyrir Prómeþeifur, sem í grískri goðafræði stal eldi guðanna og var dæmdur til eilífrar þjáningar í refsiskyni. Hann var áður fyrr álitinn hetja réttlætisins, en Hannes skoðar hann sem fyrsta bókstafstrúarmanninn.

    Björn Leó Brynjarsson og Kolbeinn Arnbjörnsson
    hafa nýlega hafið störf sem dúóið Taka Taka. Þeir setja á svið verkið Frama, en munu vinna gegn og langt út fyrir hefðbundna frásagnalist.

    16 elskendur
    Tveir af sextán elskendum munu ræða nýtt verk þeirra, Minnisvarða. Þar kanna þau sviðsetningu sjálfsins í nútímasamfélagi og hvernig líf okkar hafa verið samtvinnuð við hinar ýmsu aðferðir myndbirtingar.

    Smellið hér til að sjá viðburðinn á Facebook og bjóða vinum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!