Árni Tryggvason látinn 99 ára að aldri | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Árni Tryggvason látinn 99 ára að aldri

    Árni Tryggvason lést þann 13. apríl sl.

    Árni Tryggvason, einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, lést í gær 99 ára að aldri. Örn Árnason sonur hans greindi frá andláti föður síns á Facebook.

    Árni fæddist 19. janúar 1924 að Víkurbakka á Árskógsströnd. Hann er líklega þekktastur fyrir túlkun sína á Lilla Klifurmús í rómaðri uppsetningu Þjóðleikhússins á Dýrunum í Hálsaskógi 1977 sem væntanlega hefur verið mikið spiluð á hverju heimili síðan. Þar lék hann á móti Bessa Bjarnasyni sem var Mikki refur en Bessi og Árni mynduðu á löngu tímabili einskonar tvíeyki og birtust í auglýsingum sem vöktu mikla athygli. Árni var að upplagi revíuleikari og vissi sannarlega hvernig átti að snerta strengi í þjóðarsálinni.

    Örn Árnason leikari, sonur Árna, greindi frá fráfalli föður síns í orðsendingu þeirra systkina til vina og ættingja:

    „Kæru ættingjar og vinir.
    Þá er tjaldið fallið í síðasta sinn hjá pabba okkar Árna Tryggvasyni leikara. Hann kvaddi þennan heim í hádeginu þann 13.apríl uppi á Eir, sem var hans dvalarstaður og foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi fæddist 19 janúar 1924 og náði því að verða 99 ára gamall. 
    Mamma lést í júli á síðasta ári, 94 ára og nú dansa þau loksins valsinn sinn saman. Kærar þakkir til Eirar fyrir umönnun foreldra okkar hin síðustu ár. Pabbi var alla tíð mikil aðdáandi Samuels Becketts leikritaskálds og lék tvisvar í leikriti hans „Beðið eftir Godot“ sem hann hafði miklar mætur á. Beckett fæddist 13.apríl og pabbi okkar dó 13.apríl. Godot kallar menn til sín þegar tíminn er kominn. Hann var 13.apríl fyrir pabba.“

    Undir rita Jóna Magga, Svanlaug og Örn.

    Við hjá Leikhús.is vottum ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum Árna Tryggvasyni fyrir þær ómetanlegu stundir sem hann færði okkur með list sinni.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!