Agnes Wild
Hver ert þú og hvað ertu að gera í dag?
Ég er leikstjóri og leikkona.
Ég rek Miðnætti sviðslistahóp. Núna þessa dagana er ég ásamt miðnætti að leikstýra sýningunni ‘Á eigin fótum’ sem verður frumsýnd í Tjarnarbíó 29. apríl.
Á eigin fótum er falleg, fræðandi og fjörug Bunraku brúðusýning ætluð börnum frá tveggja ára og fjölskyldum þeirra.
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Ég er vog.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Ég ætlaði alltaf að verða forseti.
Hver er þinn helsti kostur og helsti galli?
Minn helsti galli er hvað ég á erfitt með að vakna á morgnanna og minn helsti kostur myndi ég segja er að ég get sofnað við nánast hvaða hávaða sem er.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Forsoðnar kartöflur.
Hvaða sýningu sástu síðast í leikhúsi?
GRRRRRLS í Tjarnarbíói, sýningin er alveg æðisleg. Ég er búin að sjá hana þrisvar sinnum núna og hún er alltaf jafn frábær.
Hvaða áhugamál áttu þér?
Ég stunda líkamsrækt mjög mikið.
Hvernig tónlist hlustar þú mest á?
Ég er allgjör alæta á tónlist en ég hlusta mikið á söngleiki. Núna er í uppáhaldi já mér Zanaka platan sem Jain.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Slabb.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Hornstrandir.
Hver er þinn uppáhaldsstaður erlendis?
York í Bretlandi.
Flytja til London eða New York?
London.
Eiga hund eða kött?
Hund.
Borða heima heima eða úti daglega?
Úti.
Finnst þér betra að vinna á morgnanna eða kvöldin?
Kvöldin.
Hvort drekkurðu bjór eða vín með matnum?
Hvorugt.
Hvort finnst þér skemmtilegra að lesa eða horfa á sjónvarp?
Sjónvarp.
Hvort manstu betur: Nöfn eða andlit?
Andlit.
Veldu: Sturtu eða bað?
Sturtu.
Veldu: RÚV eða Stöð 2?
Rúv.
Ef þú ættir að lýsa þér í einu orði – hvaða orð væri það?
Subba.
Er eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Allar upplýsingar um Á eigin fótum má finna hérna:
http://tjarnarbio.is/vidburdir/a-eigin-fotum/
Hlakka til að sjá sem flesta í Tjarnarbíói í Apríl og Maí.