AFMÆLISSÝNING LEIKFÉLAGS SÓLHEIMA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    AFMÆLISSÝNING LEIKFÉLAGS SÓLHEIMA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU

    Árar, Álfar og Tröll fer á svið í Þjóðleikhúsinu

    Hátíðarsýning verður á Árum, álfum og tröllum, leiksýningu Leikfélags Sólheima í Þjóðleikhúsinu 24. maí næstkomandi. Leikfélag Sólheima var stofnað árið 1931 og á því 90 ára afmæli í ár.

    Leikritið Árar, álfar og tröll var frumsýnt í Sólheimaleikhúsinu á sumardaginn fyrsta, þann 22. apríl sl. Sýningin sló rækilega í gegn og uppselt varð á allar sýningarnar fimm. Verkið er skrifað af Hannesi Blandon og Guðmundi Lúðvík Þorvaldssyni en Lárus Sigurðsson gerði tónlistina. Verkið er skrifað sérstaklega í tilefni 90 ára afmælis Sólheima og er byggt á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Sagan er sett í ævintýralegan búning. Guðmundur Lúðvík leikstýrir verkinu en hann er leikfélaginu að góðu kunnur þar sem þetta er í fimmta sinn sem hann leikstýrir á Sólheimum. Fjöldi íbúa Sólheima kemur að verkinu, bæði í leikhlutverkum og bakvið tjöldin.

    Verkið er ævintýri sem fjallar um baráttukonuna Sesselju sem á sér þann draum að opna barnaheimili þar sem allir geta lifað í sátt og samlyndi. Til þess að láta draum sinn rætast þarf hún að takast á við konungsríki og alls kyns verur, svo sem álfa og tröll. Löng hefð er fyrir því hjá Leikfélagi Sólheima að frumsýna á sumardaginn fyrsta og var engin undantekning á því í ár. Leikhópurinn er sérstaklega spenntur fyrir hátíðarsýningu í Þjóðleikhúsinu á 90 ára afmæli sínu.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!