Ævintýrabókin
Leikfélag Vestmannaeyja setur nú upp verkið Ævintýrabókin eftir Pétur Eggerz í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur.
Í grófum dráttum er sýningin um Úlfinn í ævintýrinu um Rauðhettu og Úlfinn. Úlfurinn er orðinn leiður á því að lenda í því aftur og aftur að vera skorinn á magan og fylltur af steinum að hann flýr bara yfir í önnur ævintýri sem eru í Ævintýrabókinni. Veiðimaðurinn og Dóra sem er að lesa bókina fara á eftir honum og lenda í ýmsu hjá t.d. Mjallhvíti og dvergunum sjö, Öskubusku, Stígvélaða kettinum og Skógarhöggsmanninum.
Næsta sýning:
8.sýning 27.desember kl. 15:00 LOKASÝNING
MIÐASALA í síma 852-1940.
Ósóttar pantanir eru seldar klukkustund fyrir sýningu!