Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur
Aðalfundur Leikfélags Reykjavíkur, rekstraraðila Borgarleikhússins, var haldinn 30. október 2017. Í ársreikningi fyrir leikárið 2016-2017 kemur fram að heildarvelta félagsins jókst úr 1.454 mkr. í 1.659 mkr. eða um 14%. Á sama tíma varð 7% hækkun á rekstrargjöldum þess.