Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2015
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn að Melum í Hörgárdal dagana 2. og 3. maí 2014. Gist verður í Skjaldarvík.
Leikfélag Hörgdæla býður öllum fundargestum í óvissuferð eftir kvöldverð föstudaginn 1. maí. Fundurinn verður settur laugardagsmorguninn 2. maí kl. 9.00 og honum slitið um hádegisbil sunnudaginn 3. maí.
Dagskrá:
Föstudagur 1. maí:
19.00 Kvöldverður í Skjaldarvík
Óvissuferð í boði Leikfélags Hörgdæla
Laugardagur 2. maí:
08.00-09.00 Morgunverður í Skjaldarvík
Rúta að Melum
09:00-12.00 Aðalfundur settur að Melum
12:00 -13.00 Hádegisverður að Melum
13:00-17.00 Framhald aðalfundar
17:00 Fundarhlé
Rúta frá Melum og til baka um kvöldið
20:00 Hátíðarkvöldverður að Melum Skemmtidagskrá og samvera
Rúta í Skjaldarvík
Sunnudagur 3. maí:
08.00 -09.00 Morgunverður í Skjaldarvík
Rúta að Melum
09:00-12.00 Framhald aðalfundar og fundarslit
Rúta í Skjaldarvík
12.00 Hádegisverður í Skjaldarvík
Dagskrá aðalfundar er í lögum Bandalagsins.
Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2014-2015.
Val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum. Frestur til að senda Þjóðleikhúsinu umsóknir rennur út mánudaginn 20. apríl.
Boðið er uppá eftirtalda pakka frá föstudegi til sunnudags:
1. Tveggja manna herbergi, 2 nætur með öllu fæði og rútuferðum 22.500 á mann
2. Matur á laugardegi, hátíðakvöldverður og fundarseta án gistingar kr. 8.500 á mann
Gisting og morgunverður verða í Skjaldarvík. Þar er boðið uppá tveggja manna herbergi með uppbúnum rúmum, snyrtingar eru sameiginlegar á göngum. Leikfélag Hörgdæla býður í óvissuferð á föstudagskvöldið, farið verður frá Skjaldarvík eftir kvöldverðinn. Félagið sér einnig um akstur að Melum og til baka í Skjaldarvík eftir þörfum.
Tilkynnið þátttöku fyrir 15. apríl og takið fram hvern af ofantöldum pökkum þið viljið kaupa. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is