Aðalfundur
Aðalfundur Leikfélags Kópavogs verður haldinn í Leikhúsinu Funalind 2, mán. 13. júní kl. 19.30.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skvt. lögum félagsins eins og hér segir:
6. grein
Aðalfundastörf
Störf aðalfundar eru þessi:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
b) Skýrsla stjórnar félagsins um starf á leikárinu lesin upp.
c) Skýrslur nefnda lesnar upp.
d) Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðasta reikningsár.
e) Stjórnarkjör.
f) Kosning hússtjórnar
g) Kosningar tveggja endurskoðenda og eins til vara.
h) Aðrar kosningar.
i) Lagabreytingar.Tillögur skulu sendar eða kynntar í stjórn eigi síðar en 4 vikum fyrir aðalfund.
j) Ákvörðun félagsgjalda.
k) Önnur mál.
l) Afgreiðsla fundargerðar.
Allir eru velkomnir á fundinn en aðeins skuldlausir félagar eiga atkvæðisrétt á fundinum.