Konan við 1000° á Stóra sviðið
Leikritið Konan við 1000 eftir Hallgrím Helgason hefur nú verið leikið fyrir fullu húsi í Kassanum Þjóðleikhúsinu frá því í september. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum og leikhúsgestum og ekkert lát virðist vera á vinsældum sýningarinnar. Nú er hins vegar svo komið að sýningin verður að víkja úr Kassanum, fyrir Segulsviði eftir Sigurð Pálsson, sem frumsýnt verður í mars. Til að bregðast við mikilli aðsókn og vinsældum sýningarinnar hefur verið ákveðið að færa Konuna við 1000° uppá Stóra svið Þjóðleikhússins og eru aukasýningar þar þegar komnar í sölu.
Konan við 1000° fjallar um ótrúlega ævi einstakrar konu sem upplifði umrót og hörmungar tuttugustu aldrarinnar víða um lönd og endaði ævina í íslenskum bílskúr.
★★★★
„Sýningin er sigur fyrir Unu leikstjóra, sviðslistamenn leikhússins og leikkonurnar Guðrúnu og Elmu.”
Fréttablaðið
★★★★
„Í þessu verki kemur allt saman: áhrifamikill saga, texti sem er á köflum skínandi og eftirminnilegur og glæsileg framsetning með hugvitsamlegri og fallegri leikmynd. Í stuttu máli fá töfrar leikhússins á njóta sín.“
Morgunblaðið
★★★★★
„Glæsileg byrjun á íslenskum vetri“
Vikan
★★★★
„Í fáum orðum er Konan við 1000°áhrifaríkt og vel leikið verk sem allt helst í hendur, góður texti, glæsilegur leikur og styrk leikstjórn.”
DV