Regndropar falla | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Regndropar falla

    Skepna
     
    Sérhver atburður dregur dilk á eftir sér. Jafnvel ómerkilegustu atburðir geta haft langvinn áhrif. Morð, aftur á móti, getur slegið varanlega dæld inn í tilvist fólks og sogað alla þess orku inn í hið tilfinningalega svarthol sem umlykur minninguna.

    Áhorfandinn dreginn á asnaeyrunum

    Hvað eiga Alli og Nína, Pamela og Joe, og sögumaðurinn Adam sameiginlegt — hvað rekur þann síðastnefnda til að segja sögu þeirra, hvernig tengjast eiginlega þræðirnir og hvað fær hann út úr því að draga upp mynd af óhamingjusömu lífi þeirra? Leikverkið Skepna hefst á frásögn af glæp en fer fljótlega út í aðra sálma.

    Áhorfandinn skilur ekki alltaf hvert hann er leiddur en eitt er ljóst að þangað er hann leiddur af fullkomnu öryggi þess sem segir frá. Adam togar í spottana og sýnir aðeins það sem hann vill hverju sinni, og hann gerir það ekki aðeins á áhugaverðan hátt heldur einnig skemmtilegan. Hann er fyndinn og svartur í senn. Við sitjum á valdi hans en við viljum jafnframt vita meira. Og einmitt þegar útlit er fyrir að farið sé nokkuð að fjara undan stjórn sögumannsins, að öll sýningin hafi jafnvel verið til þess eins að draga mann á asnaeyrunum, þá gerist það sem ég get ekki sagt frá. Sögumaður sýnir það hinsta sinni að sagan var sögð á hans forsendum og það er áhorfandans að gera upp við sig hvort hann samþykkir málalok.

    Bjartmar hver?

    Hver er Bjartmar Þórðarson og af hverju er hann ekki fastráðinn við eitt af stóru leikhúsunum? Ég hef ekki tölu á persónunum sem hann lék, en fyrir utan þær fimm sem nefndar eru að ofan lék hann kvikmyndaframleiðanda, leikstjóra, alkóhólískan handritshöfund og kókaínsnortandi konu hans, dverg og AA-fundarstjóra. Og hver einasta persóna var alveg einstök svo aldrei fór á milli mála í hvaða hlutverki hann var hverju sinni. Ekki einasta voru hlutverkin og skiptingar þeirra á milli vel útfærðar, heldur hefur Bjartmar tileinkað sér þau gamalreyndu sannindi að dýptina má sjá af yfirborðinu og að minna er meira hvað sviðsframkomu snertir. Það var næstum eins og hann hefði ekkert fyrir þessu. Hann lék öll hlutverkin af einstakri og fágaðri yfirvegun sem er eftirtektarverð í íslensku leikhúsi sem stundum getur verið flaumósa og yfirdrifið. Það þarf ekki alltaf að apa handapatið eftir Mússólíni enda fer Bjartmar þveröfuga leið og færir sinn eigin einstaka stíl inn á sviðið. Bravó! Bjartmar þýðir einnig verkið úr frummálinu og textinn í þýðingu er lipur, tilgerðarlaus og virkar vel.

    Tónlist, leikstjórn og lýsing er í höndum Guðjóns Þorsteins Pálmarssonar og ekki koma fleiri að sýningunni svo gefið sé upp; það er enginn skráður fyrir búningum (búningnum, réttar sagt) og engin sviðsmynd er notuð. Allt virkar þetta vel saman, sviðsmyndarleysið og þar með tómið sem birtist í myrkrinu aftan við sögumann sem jafnan er aðeins lýstur upp með stakri ljósaperu, og svo skiptingar á milli staða sem gefnar eru til kynna með breytingu á ljósum og lipurri umbreytingu Bjartmars yfir í viðeigandi persónu þar fylgjandi. Tónlistin er lágstemmd, einkum angurvær útsetning á Raindrops Keep Fallin’ On My Head eftir David og Bacharach, og aldrei áður á ævinni hef ég fengið hroll við að heyra það lag — ekki síður sakir samhengis þess í sýningunni fremur en fegurðar.

    Falleg og hrollvekjandi sýning

    Ef lesandi nú spyr sig hvort hann eigi að sjá þessa sýningu þá segi ég hiklaust já. Hún er í senn falleg og hrollvekjandi en fyrst og fremst er hún til þess fallin að vekja spurningar, um þetta líf sem er svo mikil gjöf en samt svo óyfirstíganlega erfitt á köflum, um rétt og rangt og eðlishyggju þar að lútandi — eru ómenni, ef þau eru yfirleitt til, fædd sem slík eða verða þau þannig sakir félagsmótunar, eða geta þau breyst aftur, orðið „gott“ eða „eðlilegt“ fólk? Hvað ræður því hvernig við erum? Býr einhver vilji þar að baki eða erum við öll fædd skepnur sem þrífast eingöngu sakir óstjórnlegra, meðfæddra hvata?

    Það eru engin svör veitt við þessum spurningum, en væntanlegir áhorfendur mega vænta þess að sitja uppi með einhverjar þeirra að sýningu lokinni. Það er helsti styrkleiki verksins: Það er enginn boðskapur í því. Allar siðferðislegar spurningar verða til með áhorfandanum. Og það er þannig sem gott leikhús skal gera.

    Arngrímur Vídalín



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!