Ávarp Kenneths Mána
Nýársávarp fangans Kenneths Mána sem leikinn er af Birni Thors leikara hefur vakið mikla athygli. Ávarpið sem birtist í Kryddsíldinni á Stöð 2 í gærdag hefur notið vinsælda en í því óskar Kenneth landsmönnum gleðilegs nýs árs auk þess sem hann tekur „selfie“ með háborði Kryddsíldarinnar.
Kenneth lítur yfir atburði ársins og sjón er sögu ríkari.