Trú, von og trúðleikur – leikdagskrá
Leikfélag Kópavogs sýnir leikdagskrána Trú, von og trúðleik, fimmtudaginn 8. jan. kl. 20.00 í Leikhúsinu Funalind 2. Á dagskránni eru 6 leikþættir af ýmsum toga; Leikboðinn eftir Örn Alexandersson, Bæn eftir Fernando Arrabal, Man það ekki alveg… eftir Nick Zagone, Charlie og Áttu íbúfen, ég er með svo mikla trúðverki eftir Fjölni Gíslason og Á stofunni eftir Bjarna Guðmarsson.
Miðapantanir eru í midasala@kopleik.is. Miðaverð er 1.000 kr. Sjá nánar á www.kopleik.is.