Svarta kómedían
Leikfélagið Borg sýnir hinn sprenghlægilega farsa Svörtu kómedíuna í Félagsheimilinu Borg. Svarta kómedían er sprenghlægilegur farsi um ungan mann sem þarf að kljást við þrjá elskhuga sína, tannhvassan verðandi tengdaföður, og heyrnalausan miljónamæring – og það allt í algjöru rafmagnsleysi á regnvotu sunnudagskvöldi í London ca. 1965. Ungur listamaður og mikill elskandi að nafni Brindsley býr í hrörlegri íbúð í London sem hann er búinn að laga aðeins til fyrir kvöldið. Hann er kominn með nýja unnustu og á von á stórfenglegu kvöldi með afar mikilvægum gestum. Á ögurstundu fer rafmagnið af húsinu og í einni hendingu er kvöldið komið af sporunum … og lengi getur vont versnað.