Dýrin í Hálsaskógi sýnt í Vestmannaeyjum
Leikfélag Vestmannaeyja sýnir nú hina sívinsælu og klassísku barna- og fjölskyldusýningu um dýrin í Hálsaskógi. Verkið fjallar um það einfalda hugtak að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir og að ekkert dýr má borða annað dýr. Ekki eru þó allir sammála þessari speki og þarf Lilli Klifurmús og önnur skógardýr að hafa sig öll við ef þeim á að nást að sannfæra Mikka ref um að taka þátt í þessu með þeim.
Margir muna eflaust eftir plötunni með þeim Árna Tryggvasyni og Bessa Bjarnasyni í aðalhlutverkum. en aftan á henni stendur:
Marteinn er minnsta dýrið í Hálsaskógi, en þó hann sé lítill þá er hann bæði hygginn og gætinn. Hann safnar hnetum og könglum og hugsar fyrir morgundeginum. En bezti vinur Marteins, Lilli klifurmús er allt öðruvísi. Hann lifir fyrir líðandi stund, semur lög og syngur og spilar á gítarinn sinn: „Er hnetum aðrir safna í holur sínar inn, — ég labba út um hagann og leik á gítarinn — dúddilían dæ“, syngur Lilli klifurmús um sjálfan sig. Í Hálsaskógi eiga Bangsapabbi og Bangsamamma líka heima og einnig Bangsi litli. Þar má einnig finna Hérastubb bakara og Bakaradrenginn. Og einnig Ömmu skógarmús, sem er amma Marteins, og þar á Patti broddgöltur líka heima og mörg fleiri dýr.
Næstu sýningar:
4. sýning – 2. nóvember kl. 15:00.
5. sýning – 3. nóvember kl. 15:00
Miðasölusíminn er opinn virka daga milli 16:00-18:00.
Sími 852-1940
Miðaverð er 4200 kr.