Saknaðarilmur valin sýning ársins á Grímunni 2024
Leiksýningin Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, sem er byggð á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, í leikstjórn Björns Thors og sviðsetningu Þjóðleikhússins var valin sýning ársins þegar Íslensku sviðslistaverðlaunin voru afhent í 22. sinn við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu fyrr í kvöld.
Níu sýningar skiptu á milli sín verðlaunum kvöldsins sem voru veitt í 19 flokkum. Flest verðlaun fengu leiksýningarnar Saknaðarilmur og Ást Fedru, eða fern verðlaun hvor sýning. Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands hlaut Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona.
- Sýning ársins: Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, leikverk byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Leikrit ársins: Saknaðarilmur eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, leikverk byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Hvatningarverðlaun valnefndar fyrir framúrskarandi nýbreytni í sviðslistum: Fúsi – aldur og fyrri störf. Einstök nýbreytni í leikhúsi þar sem fatlaður maður segir sögu sína með leiklistina, sem hann hefur helgað líf sitt, að vopni. Fúsi er verðugur fulltrúi listamanna sem eru án landamæra og hefur hann sett líf þeirra og list í kastljósið með sýningunni. Heiðurinn er bæði Fúsa sjálfs og leikstjórans Agnars Jóns, en saman feta þeir óhefðbundna leið til að segja brothætta sögu Fúsa á áhrifaríkan og einlægan hátt.
- Barnasýning ársins: Hollvættir á heiði eftir Þór Túliníus í sviðsetningu Leikhópsins Svipir í samstarfi við Sláturhúsið.
- Leikstjóri ársins: Agnar Jón Egilsson fyrir sýninguna Fúsi – aldur og fyrri störf í sviðsetningu Sviðslistahópsins Monochrome í samstarfi við Borgarleikhúsið og List án landamæra
- Leikkona ársins í aðalhlutverki: Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Leikari ársins í aðalhlutverki: Sigurður Þór Óskarsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Deleríum búbónis í sviðsetningu Borgarleikhússins
- Leikkona ársins í aukahlutverki: Vigdís Hrefna Pálsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Mútta Courage og börnin í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Leikari ársins í aukahlutverki: Þröstur Leó Gunnarsson fyrir hlutverk sitt í sýningunni Ást Fedru í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Dansari ársins: Elín Signý W. Ragnarsdóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni The Simple Act of Letting go í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
- Söngvari ársins: Heiða Árnadóttir fyrir hlutverk sitt í sýningunni Mörsugur í sviðsetningu Þrjátíu fingurgóma í samstarfi við Óperudaga
- Leikmynd ársins: Guðný Hrund Sigurðardóttir, Hákon Pálsson og Rósa Ómarsdóttir fyrir sýninguna Molta í sviðsetningu Rósu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins í samstarfi við Gerðarsafn
- Búningar ársins: Filippía I. Elísdóttir fyrir sýninguna Ást Fedru í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Lýsing ársins: Ásta Jónína Arnardóttir fyrir sýninguna Ást Fedru í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Tónlist ársins: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson fyrir sýninguna Saknaðarilmur í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Hljóðmynd ársins: Kristján Sigmundur Einarsson fyrir sýninguna Ást Fedru í sviðsetningu Þjóðleikhússins
- Danshöfundur ársins: Rósa Ómarsdóttir fyrir sýninguna Molta í sviðsetningu Rósu Ómarsdóttur og Íslenska dansflokksins í samstarfi við Gerðarsafn
- Dans- og sviðshreyfingar ársins: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir fyrir sýninguna Deleríum búbónis í sviðsetningu Borgarleikhússins
- Heiðursverðlaun 2024: Margrét Helga Jóhannsdóttir