Madame Tourette í Þjóðleikhúsinu
Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt!
Þjóðleikhúsið í samstarfi við Undur og stórmerki