Aðventa Gunnars Gunnarssonar í Borgarleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Aðventa Gunnars Gunnarssonar í Borgarleikhúsinu

    Sviðslistahópurinn Rauði sófinn.

    Sviðslistahópurinn Rauði sófinn í samstarfi við MurMur productions og Borgarleikhúsið setur upp nýstárlega uppfærslu af Aðventu Gunnars Gunnarssonar, einni af helstu perlum íslenskra bókmennta. Einvala lið listafólks kemur að uppsetningunni en með leikstjórn fer Egill Ingibergsson sem einnig mun móta leikgerð ásamt þeim Móeiði Helgadóttur leikmunahönnuði og Þórarni Blöndal, myndlistamanni. Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir hannar og klæðir persónur verksins og þau Friðgeir Einarsson, Lovís Ósk Gunnarsdóttir og Sigurður Halldórsson, sem jafnframt hannar hljóðheim verksins, munu ljá þeim líf í samhljómi við tækni og töfra leikhússins.

    Hópurinn kom saman í Borgarleikhúsinu um helgina og byrjaði að kafa í söguna og hugarheim Gunnars en verkið verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins 3. desember 2023, fyrsta sunnudag í aðventu.

    Í sýningunni verður leitast við að miðla þáttum verksins – stórfenglegri náttúru, ríku innra lífi aðalsögupersónunnar Benedikts og samspilinu þar á milli – án orða þar sem myndlist, tónlist, leiklist og tækni mynda órofa heild. Áhorfandinn dregst inn í iðandi stórhríð en sér þar hjörtu sem bjarma frá sér kærleika og ást.

    Fylgist með.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!