ASPAS
Aspas er í senn bráðfyndið og sársaukaþrungið verk frá árinu 2010 eftir rúmenska leikskáldið Gianina Cărbunariu, sem vakið hefur mikla athygli. Umfjöllunarefni verksins er mismunun og fordómar, mannleg samskipti og geymsluþol grænmetis í skugga verslunar og viðskipta á öld þjóðflutninga og tækifæra, offramboðs og ójöfnuðar.
Tveir karlmenn, eldri borgari, leikin af Eggerti Þorleifssyni og erlendur farandverkamaður, leikin af Snorra Engilbertssyni, rekast hvor á annan við grænmetisborðið í stórri lágvöruverðsverslun. Þeir gefa hvor öðrum auga. Þeir hugleiða líf sitt. Svo koma nýjustu tilboðin.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en bóka þarf miða. Sýningar eru á opnunartíma Krónunnar, en áhorfendur fylgjast með hljóðheimi verksins í gegnum heyrnartól sem þeir fá á staðnum, gegn framvísun aðgöngumiða.
Athugið að aðeins 20 – 25 gestir komast á hverja sýningu.
Sýningin, sem er fyrsta leikstjórnarverkefni leikkonunnar Guðrúnar S. Gísladóttur, verður sviðsett í Krónunni á Granda. Mörkin milli flytjenda og áhorfenda, leikhúsgesta og neytenda verða óljós og útkoman er leikhús þar sem allt getur gerst!
Ókeypis er á sýninguna en hver gestur þarf að fá heyrnatól svo það er mikilvægt að bóka sér pláss.