Húsfélagið
Leikfélagið Hugleikur setur upp leikritið Húsfélagið sem kemur úr höfundasmiðju félagsins. Áratugum saman hafa húsfélög stigaganga A og B í Fögruhlíð 84 unnið hlið við hlið í sátt og samlyndi en aðskilin þó. Nú er kominn tími til að sameina þau í eitt og þá er friðurinn úti. Erjur, forboðnar ástir, gönguhópar, silfurskottur, brask, slúður og, já, Brennu-Njálssaga, ásamt öllum þeim vandamálum sem við mætum í samneyti við nágranna fléttast hér saman í sprenghlægilega satíru sem þú vilt ekki missa af. Gunnar Björn Guðmundsson leikstýrir verkinu en hann á farsælan feril að baki og hefur meðal annars leikstýrt Ástrópíu, Ömmu Hófí og Áramótaskaupinu. Hátt í 30 manns taka þátt í leiksýningunni, þar af 11 leikarar.
Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson
Höfundar: Ásta Gísladóttir
Elín Jónína Bergljótardóttir
Elísabet Katrín Friðriksdóttir
Eyjólfur Kristjánsson
Loftur S. Loftsson
Sigríður Bára Steinþórsdóttir
Þórarinn Stefánsson
Tónlist: Loftur S. Loftsson
Söngtextar: Loftur S. Loftsson
Sævar Sigurgeirsson
Elísabet Katrín Friðriksdóttir
Leikritið er sett upp í Leikhúsi Leikfélags Kópavogs í Funalind 2, 201 Kópavogi.