Saumastofan
Leikfélag Hofsóss frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 25. mars kl. 20:30. Leikstjóri er María Sigurðardóttir.
Saumastofan er leikrit með söngvum sem frumsýnt var árið 1975, í tilefni kvennaársins. Leikritið er skrifað sem ádeila á þjóðfélagið á sínum tíma og er staða konunnar miðpunktur ádeilunnar. Verkið segir frá degi í lífi starfsfólks á saumastofu en ein kvennanna á afmæli og slá þær upp veislu í tilefni þess. Velt er upp ýmsum spurningum um stöðu konunnar, svo sem launamismun kynjanna, feðraveldið, þriðju vaktina og annað sem enn er í brennidepli. Þannig á verkið, þrátt fyrir að það sé ekki alveg nýtt af nálinni, vel við enn í dag og hefur það ratað reglulega á fjalirnar hjá áhugaleikfélögum landsins. En þrátt fyrir að undirtónninn sé alvarlegur er ávallt stutt í gamanið svo heimsókn í Höfðaborg ætti að geta orðið hin besta skemmtun.
Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning – laugardag 25. mars kl. 20:30
2. sýning – sunnudag 26. mars kl. 20:30
3. sýning – þriðjudag 28. mars kl. 20:30
4. sýning – laugardag 1. aprílkl. 20:30
5. sýning – mánudag 3. apríl kl. 20:30
6. sýning – fimmtudag 6. apríl, skírdag kl. 15:00
7. sýning – fimmtudag 6. apríl, skírdag kl. 22:00
8. sýning – laugardag 8. apríl kl. 20:30
Lokasýning – föstudag 14. apríl kl. 20:30
Miðaverð:
Fullorðnir 3.500 kr.
Ellilífeyrisþegar 3.000 kr.
Börn 6-14 ára 2.500 kr.
Miðapantanir eru í síma 834-6153