Obbosí – Eldgos | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Obbosí – Eldgos

    Obbosí – Eldgos verður frumsýnt 10. febrúar.

    Obbosí, eldgos!, alvörulaus ærslaleikur með undirliggjandi náttúruvá og tengingu við handanheima lítur dagsins ljós á fjölum Halaleikhópsins föstudaginn 10. febrúar. Leikurinn flytur okkur beint inn í mikilvægustu atvinnugrein landsins um þessar mundir. Við erum stödd á bóndabæ langt frá höfuðborginni þar sem boðið er uppá bændagistingu. Allt á bænum er lífrænt vottað. Þar hefur heimasætan fengið snjalla viðskiptahugmynd til að reyna að glæða ferðamannastrauminn með auglýsingu í Bændablaðinu. Gestirnir fá góðan afslátt af gistingu og mat, ef þeir í staðinn veita einhverja þjónustu á meðan þeir dvelja. Um sama leyti fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum og nú streyma gestir í bæinn sem aldrei fyrr. Heimasætan Fjóla á fullt í fangi með að höndla atburðarásina og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Almannavarnir og náttúruvársérfræðingar ráða ekki við eitt né neitt. 

    Sýningar verða á laugardögum og sunnudögum kl 17:00 í leikhúsi hópsins að Hátúni 12. 

    Halaleikhópurinn heldur um þessar mundir uppá 30 ára afmæli sitt og frumsýnir af því tilefni þetta verk sem er sérstaklega skrifað fyrir hann. Það eru 9 leikarar Halaleikhópsins sem stíga á svið í verkinu. Sigrún Valbergsdóttir skrifaði leikritið og er jafnframt leikstjóri. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika og stýra leikfélaginu jöfnum höndum. Fötlun er ekki hindrun heldur tækifæri. Leikarar Halaleikhópsins sem sumir eru hreyfihamlaðir leika fatlaða sem ófatlaða og hafa gert í 30 ár.

    Leikarar í sýningunni eru: Hanna Margrét Kristleifsdóttir, Margrét Eiríksdóttir, Sigurbjörg Halldórsdóttir, Bjarni Kjartansson, Sóley Björk Axelsdóttir, Jóhann G. Thorarensen, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Grétar Bjarnason, Kristinn Axelsson. Aðstoðarleikstjóri og framkvæmdastjóri Ása Hildur Guðjónsdóttir, Höfundur ljósa Vilhjálmur Hjálmarsson, höfundur tónlistar Fróði Þórðarson, umsjón með búningum Laufey Egilsdóttir. Smíði leikmyndar Þröstur Steinþórsson. Margir fleiri félagar í leikhópnum koma að uppfærslu sýningarinnar. 

    Miðasala í síma 897 5007 og midi@halaleikhopurinn.is
    Miðaverð 3000 kr.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!