Styrkir á ráðstefnu um barna- og unglingaleikrit í Helsinki
Dagana 22.-24. apríl 2023 verður haldin ráðstefna í Helsinki um barnaleikrit fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Í boði eru styrkir til fararinnar fyrir tvo þátttakendur frá Íslandi. Greitt verður fyrir flug og gistingu í 2-3 nætur. Ráðstefnan er ætluð fyrir höfunda, leiklistarkennara og aðra sem starfa við leiklist með og fyrir börn. Fulltrúar barna munu taka þátt í ráðstefnunni og gefa sitt sjónarhorn.
Skipuleggjandi ráðstefnunnar er Huginn/Munin sem er samstarfsverkefni 8 félagasamtaka í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Markmið verkefnisins er að styðja við leikritaskrif ætluð fyrir uppsetningar með börnum.
Frekari upplýsingar er að finna á vefnum https://huginmunin.nu/konferens/ og einnig má hafa samband við Þjónustumiðstöð BÍL í info@leiklist.is eða 551-6974.
Tengill fyrir umsóknarform:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScegmG-oClYPQUKttt10teN-X77lhGd4DMQ-QB3w-WpYtqRVg/viewform