Dýrin í Hálsaskógi
Leikfélag Mosfellssveitar setur upp hið sívinsæla leikrit Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner þar sem áhorfendur kynnast lífinu í skóginum og skemmtilegum karakterum á borð við hinn söngelska Lilla klifurmús og hinn lævísa Mikka ref. Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, tónlistarstjóri er Sigurjón Alexandersson og Eva Björg Harðardóttir hannar leikmynd og búninga. Sýningar eru í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ á sunnudögum kl. 14.