Kvöldvaka með Jóni Gnarr | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kvöldvaka með Jóni Gnarr

    Jón Gnarr er engum líkur þegar kemur að góðri sögustund.

    Jón Gnarr snýr aftur á svið Borgarleikhússins með Kvöldvökur sínar þar sem hann segir áhorfendum sannar en lygilegar sögur frá viðburðarríkum ferli sínum. Jón hefur komið víða við með Tvíhöfða, Fóstbræðrum, sem grínisti, rithöfundur og auðvitað sem borgarstjóri Reykjavíkur svo eitthvað sé nefnt og fá hafa aðrar eins sögur að segja og hann.

    Á Kvöldvökunni mun sagnamaðurinn Jón, líkt og áður, segja sögur úr sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt.

    Jón mun rifja upp gamlar sögur en líka nokkrar nýjar og óheyrðar. Hann mun deila með áhorfendum sögunni af því þegar honum var boðið til Kiev til að hitta Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu, en Jón og Besti flokkur hans voru Zelensky innblástur til að yfirgefa grín og glens en hella sér út í forsetakosningar. Jón mun líka trúa okkur fyrir sögum sem hann hefur þagað yfir hingað til um ýmislegt sem gekk á í Ráðhúsi Reykjavíkur á meðan hann var þar borgarstjóri.

    Hver Kvöldvaka er einstök upplifun og algjörlega á valdi örlaganornanna. Ekki vinnst tími til að segja frá öllu og því eru sögurnar, sem sagðar eru, dregnar blindandi uppúr pípuhatti töframannsins og hvert kvöld verður einstök upplifun þar sem sagnahefðin og frásagnargleðin mun ráða ríkjum.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!