Ávaxtakarfan í Eyjum
Leikfélag Vestmannaeyja mun frumsýna leikverkið Ávaxtakarfan þann 28. október.
„Í verkinu er tekist á við fordóma, einelti og mismunun á einlægum nótum þar sem börn og foreldrar fá að fylgjast með lífinu í ávaxtakörfunni með leik, söng, sirkus og dansi. Sagan segir frá samskiptum íbúa Ávaxtakörfunnar þar sem gengur á ýmsu til að ná sátt og samlyndum því sumir eru jú ber og aðrir eru grænmeti,“
Frumsýning verður þann 28. október kl 20:00.
Opnað verður fyrir miðapantanir mánudaginn 24.okt kl 10:00 og verður opið fyrir miðapantar alla daga frá kl 10:00 – kl 20:00.
Miðasalan sjálf opnar svo eins og ávalt 1 ½ klst fyrir sýningar.
Nú er um að gera og skella sér til Eyja og upplifa frábæra skemmtun.
Miðasala sími 852-1940
Miðaverð 3.900 kr