Gísli á Uppsölum á n4 á jóladag
Kómedíuleikhúsið hefur verið ótrúlega afkastamikið og þau hjónin Elvar Logi Hannesson og Marsibil Kristjánsdóttir makalaus uppspretta hugmynda og framkvæmda. Um jólin ætlar Elvar Logi að bregða sér í hlutverk Gísla á Uppsölum – á sjónvarpsstöðinni n4.
Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.
Verkið verður sýnt á jóladag og hér að neðan má sjá viðtal við Elvar á n4.