Listahópurinn Kvistur frumsýnir Kakkalakka
,,Við kakkalakkar erum hinir raunverulegu guðir. Við munum erfa jörðina.“ (Úr kakkalakkar eftir Eygló Jónsdóttur)
Leikritið er skrifað undir áhrifum tilvistarstefnunar. Persónur eru staddar í distópískum veruleika þar sem stríð og eyðilegging á sér stað fyrir utan gluggann og sprengjan ógnar lífinu. Þær reyna að átta sig á því hverjar þær eru, hvert hlutverk þeirra er og hvernig þetta muni allt enda.
Leikarar eru Eyrún Ósk Jónsdóttir, Gunnar Jónsson og Óskar Harðarson.Klipping og tónlist var í höndum Óskars Harðarsonar.
Þetta er fimmta leikritið í röð hlaðvarpsleikrita sem Listahópurinn Kvistur sendir frá sér, en hópurinn hóf að gera hlaðvarpsleikrit á sínum tíma í samkomubanni vegna heimsfaraldurs.
Verkið var styrkt af menningarnefnd Hafnarfjarðarbæjar.