Bara smástund
Michel sér fram á ljúfan laugardag í ró og næði og tækifæri til að hlusta á mjög sjaldgæfa og goðsagnakennda djassplötu sem hann hefur fundið á markaðnum, en það virðist ekki eiga að verða. Natalie, eiginkona hans vill ræða son þeirra, Sebastien, sem vill láta breyta nafni sínu í Fucking Rat, og henni finnst líka tími til kominn að horfast í augu við gamlar syndir úr sambandinu; hjákonan er þjökuð af samviskubiti og vill ljóstra upp um hliðarspor Michels, framkvæmdirnar á baðherberginu eru að fara úr böndunum, það lekur niður til nágrannans og iðnaðarmaðurinn reynist ekki allur þar sem hann er séður.
Sprenghlægilegur gamanleikur eftir eitt þekktasta leikskáld Frakka, sem sópað hefur til sín verðlaunum að undanförnu fyrir handrit sitt að kvikmyndinni Faðirinn sem hann leikstýrði einnig.