Heimsþing samtaka um leikhúsrannsóknir haldið á íslandi | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Heimsþing samtaka um leikhúsrannsóknir haldið á íslandi

    Í júní heldur Hugvísindasvið HÍ ráðstefnu um leikhús- og sviðslistarannsóknir. Yfirskrift ráðstefnunnar er Shifting Centres – In the middle of nowhere. Ráðstefnan er á vegum International Federation for Theatre Research, en hún er haldin árlega. Ráðstefnan fer fram á ensku. Heimsþingið hér á Íslandi hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, að frumkvæði nokkurra íslensku leikhúsfræðinganna Magnúsar Þórs Þorbergssonar og Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Í fyrra var ráðstefnan haldin á Írlandi, en þurfti að fara fram í gegnum fjarfundabúnað. Síðasta staðarráðstefna IFTR var í Shanghai í Kína árið 2019. Ráðstefnan hér verður svokallað heimsþing, eða World congress, en ráðstefnurnar kallast það þegar aðalfundur samtakanna er haldinn, á fjögurra ára fresti.
    Á ráðstefnunni verða um 800 erindi og tekur hún heila vinnuviku, mánudag 20. til föstudags 24. júní. Þrír aðalfyrirlestrar ráðstefnunnar verða haldnir í Háskólabíó sem og aðalfundur IFTR. Innan samtakanna eru einnig starfandi 22 rannsóknarhópar (Working groups) sem lúta að ýmsum sviðum leiklistar og/eða sviðslista og eiga fundir þeirra sinn stað innan ráðstefnunnar. Málstofur rannsóknarhópa eru opnar nema annað sé tekið sérstaklega fram. Einnig eru sérstakar málstofur fyrir New Scholars, sem eru sérstaklega ætlaðar fólki í masters- eða doktorsnámi í faginu. Auk þess verða almennar málstofur, eða General Panels.

    Í tengslum við ráðstefnuna verða nokkrir útgefendur fagrita með sölusýningu á nýjum og nýlegum ritum í Bóksölu Stúdenta.

    Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða einhvern hluta vikunnar geta fengið ráðstefnugjaldið niðurfellt.
    Sjálfboðaliðar sjá m.a. um tæknilega aðstoð í stofum, vísa fólki til vegar og fleira tilfallandi.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!