Nei ráðherra á Sauðárkróki
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir sunnudaginn 24. apríl klukkan 20:00 leikritið Nei ráðherra eftir Ray Cooney í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri er Jóel Sæmundsson.
Alls koma 35 manns að sýningunni þar af eru 10 á sviði. leikarahópurinn er blandaður af bæði reynsluboltum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviðinu.
Nei ráðherra er allt í senn sigildur, hraður, snúinn og fyndinn gamanleikur en samt fullur að misskilningi, framhjáhöldum, ást og hurðaskellum.
Æfingatímabilið hefur gengið vel og það er ótrúlegt þakklæti að ekki séu ýmis boð og bönn í gildi eins og var þegar Covid var.
Sýningar verðar 13 talsins og miðasala er hafin í síma 8499434.
Hvetjum alla til að byrja sumarið á því að mæta í leikhús og hlægja svolítið saman.