Kardemommubærinn á svið hjá Freyvangsleikhúsinu | Leikhus.is

    Leikhúsleikurinn í boði Kol restaurant

    Nafn:

    Netfang:

    Fæðingarár:

    Símanúmer:

    Kyn:

    KarlKona

     
    Á hvaða tíma er leikhústilboð Kol? - Smellið hér til að finna svarið.

    Svar:

     
    Vinningurinn í leikhúsleiknum er:

    Gjafabréf í leikhús fyrir tvo og 20.000 kr. gjafabréf á Kol restaurant

    Drögum einn heppinn þann 22. apríl 2015. Þeir sem taka þátt í leikhúsleiknum eru sjálfkrafa skráðir sem vildarvinir leikhús.is og fá send fréttabréf með fréttum úr leikhúslífinu og ýmis tilboð.

     


    Kardemommubærinn á svið hjá Freyvangsleikhúsinu

    Freyvangsleikhúsið sýnir Kardemommubæinn

    Í nóvember 2021 var tekin sú ákvörðun hjá Freyvangsleikhúsinu að setja á svið barnaleikrit eftir áramót. Félagið fékk Óla Jens leikstjóra til liðs við sig í því skyni og hinn sívinsæli Kardemommubær varð fyrir valinu. Það gekk þó ekki snurðulaust að fá leyfi fyrir sýningunni, þar sem verkið er nú í sýningu hjá Þjóðleikhúsinu. Það blessaðist þó allt að lokum og prufur fyrir leikara voru haldnar í byrjun desember. Þar mætti stór hópur fullorðinna og barna og komust færri að en vildu eins og gengur. Valið var í hlutverk og æfingar hófust í byrjun janúar, viku á eftir áætlun sökum Covid. Er svo sú veira búin að vera leikhópnum ansi snúin á æfingarferlinu og margir þurft að dúsa í sóttkví eða einangrun þegar þeir áttu að vera á æfingu.
    Með batnandi tíð, breyttum Covid-tímum og einstöku viðhorfi, samheldni og þrautseigju leikara sem og allra sem að sýningunni koma er Kardemommubærinn nú loks tilbúinn til sýningar í Freyvangi.

    Kardemommubærinn fer nú í annað skipti á svið hjá Freyvangsleikhúsinu en fyrir 16 árum síðan var verkið sett upp í leikstjórn Sunnu Borg. Erum við því með bæði nýtt sem og reyndara fólk í öllum stöðum. Hátt í 60 manns sem koma að sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 30 leikarar og hljómsveit á sviði. Einnig er skemmtileg aldursflóra þar sem yngsti meðlimur á sviði er 11 ára og sá elsti 77 ára.
    Frumsýning verður föstudaginn 4.mars kl.20:00 og sýnt verður alla laugardaga og sunnudaga í mars kl.13:00.



    loading

    Takk fyrir að skrá þig!