Ég hleyp
Maður á ónefndum stað byrjar að hlaupa eftir barnsmissi. Hann hleypur og hleypur og getur ekki hætt. Hann getur ekki höndlað sorgina með öðrum hætti, á hlaupunum finnst honum hann vera léttur, frjáls og sterkur. Þannig getur hann tjáð sig um missinn, ranglætið og varnarleysið sem hrjáir hann.
Line Mørkeby er eitt fremsta leikskáld Danmerkur og í þessu áleitna leikriti leitar höfundurinn svara við því hvernig við getum lifað áfram eftir barnsmissi. Textinn er rytmískur, knappur og tilfinningaríkur og ferðalagið óvenjulegt, átakanlegt og heillandi í senn. Gísli Örn Garðarsson er einn á sviðinu og hleypur í gegnum sálarangist aðalpersónunnar í leikstjórn Hörpu Arnardóttur.